16.3.2011 | 09:02
Molar um sjávarstöðu
Hér fyrir neðan er línurit sem sýnir sjávarstöðubreytingar frá því á síðasta kuldaskeiði Ísaldar og fram til dagisns í dag.
Þegar ís síðasta kuldaskeið bráðnaði, þá hækkaði sjávarstaða um hátt í 120 metra á um það bil 8 þúsund árum, eða þar til það hægði skarplega á hækkun sjávarstöðu fyrir um það bil 6 þúsund árum síðan. Á myndina hér fyrir ofan er að auki dregin hallalína núverandi sjávarstöðubreytinga þ.e. 3 mm á ári, sem er sú sjávarstöðuhækkun sem mæld hefur verið undanfarna tvo áratugi. Þetta er mun meiri sjávarstöðuhækkun en síðustu 6 þúsund ár, en mun minni sjávarstöðuhækkun en var í gangi við lok síðasta kuldaskeiðs.
[...]
Færsluna í heild má lesa á loftslag.is - Molar um sjávarstöðu
Tengt efni á loftslag.is
- Föst síða: Sjávarstöðubreytingar
- Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
- Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?
- Tög: Sjávarstöðubreytingar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er nú lítið vísundalegt við það að draga inn svona hallalínu s.l. 20 ár - og bera saman við s.l. 6000 ár... Þú veist fyrirfram um þessa hlýnun s.l. 20 ár - það er varla marktækt í hlutfallinu 20/6000
Það er lágmark að þú takir s.l. 100 ár. Hvernig kemur það út?
Kristinn Pétursson, 16.3.2011 kl. 15:53
Kristinn: Það er rétt hjá þér að þetta er ekki vísindalegur samanburður, en þetta er þó ágætt til að sýna hvernig hækkun sjávarstöðu undanfarna tvo áratugi er nokkuð hár í samhengi hlutanna.
Mér skilst að sjávarstöðuhækkun undanfarin 100 ár séu um 1,7 mm á ári, sem þýðir þá rétt rúmlega helmingur á við það sem það hefur verið undanfarna 2 áratugi. Því myndi sú hallalína verða nokkuð flatari.
Á þessari mynd má sjá hvernig hækkun sjávarstöðu eykst hröðum skrefum út síðustu öld:
Mynd 3: Hnattrænar sjávarstöðubreytingar frá árinu 1870 til 2006, með einu staðalfráviki (Church 2008).
Höskuldur Búi Jónsson, 16.3.2011 kl. 16:12
Kristinn:
Þetta er ágætis samanburður, og það er stundum ágæt að líta á hlutina í samhengi, ekki síst þegar það koma reglulega fram raddir sem halda því fram að sjávarstaða sé ekki að stíga, eða að það sé ekkert óvenjulegt í gangi...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2011 kl. 18:59
Það lang merkilegasta er, að samkvæmt þessu virðist sjávarstaða beinlínis hafa verið lægri þegar loftslag var miklu hlýrra en nú fyrir ca. sex þúsund árum. Þetta gerir út af við allar kenningar um hækkandi sjávarstöðu með hækkandi hitastigi. Það alveg gjörsamlega óumdeilt, meira að segja af allra ofstækisfyllstu gróðurhúsamönnum, að loftslag var miklu hlýrra á þeim tíma sem þið sýnið lægri sjávarstöðu. Samkvæmt þessu línuriti er allt tal um hækkandi sjávarstöðu ef aftur kynni að hlýna gjörsamlega út í hött.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2011 kl. 20:25
Vilhjálmur:
Skoðaðu nú færsluna á loftslag.is (aftur?) og þá kemstu kannski að því að við vorum að koma út úr ísöld og að fyrir um 6 þúsund árum varð sjávarstaðan nokkuð stabíl. Ekki veit ég hvaða gögn þú hefur um að "miklu hlýrra" og/eða fyrir hve mörgum árum síðan það ætti að hafa verið (væntanlega 5-6 þúsund ár ef ég þekki þig rétt). Hvað er t.d. "miklu hlýrra" í þínum huga (í gráðum) og er það á heimsvísu og hversu lengi á þetta "miklu hlýrra" tímabil að hafa staðið?
Reyndar er það nú eðlisfræðilegt fyrirbæri að vatn/sjór tekur meira pláss ef það/hann hlýnar, ergo hækkandi sjávarstaða. Hækkandi hitastig hefur einnig áhrif á afkomu jökla. Það er alveg ljóst að hækkandi hitastig hefur áður haft áhrif á sjávarstöðu, eða eins og segir í færslunni:
Þannig að þá hafði hækkandi hitastig áhrif á sjávarstöðu, og það ættu ekki að gilda önnur lögmál við hækkandi hitastig við núverandi aðstæður. Til að koma inn á hitastig fyrir 5-6 þúsund árum, þá er það hugsanlega talið hafa verið hærra en núna, en þó ekki "miklu hærra", sjá t.d. Hver er þróun hitastigs frá síðustu ísöld?. Þar kemur fram að þrátt fyrir sveiflur í hitastigi, þá hafi hitastig verið nokkuð stabílt á frá því fyrir svona um 8 þúsund árum, þegar við komumst almennilega út úr ísöldinni. Þannig að það væri nú fróðlegt að vita hvaða hitatölur og/eða gögn þú ert að tala um Vilhjálmur þegar þú staðhæfir um að það hafi verið "miklu hlýrra" - Eða er þetta bara enn ein fullyrðingin frá þér sem þú munt ekki svara nánar???
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2011 kl. 20:51
Ég nenni varla að byrja á þessu enn einu sinni, en það er alveg óumdeild, óhagganleg staðreynd, að fyrir sex- sjö þúsund árum var Ísland jöklalaust að frátöldum snjósköflum á hæstu tindum og má t.d. líta í nýútkomna bók um jökla á Íslandi því til staðfestingar. Jafnframt var úrkoma miklu meiri og Sahara algróin eins og flestar eyðimerkur. Það er bara svona og menn deila ekki um staðreyndir. Síðan hefur reyndar orðið mikið landris á norðurslóðum, sem ruglar myndina dálítið, en úrkoma, þ.e. snjókoma á meginjökla hefur einfaldlega verið svo mikil að það hefur dugað til að halda sjávarstöðu svipaðri og nú. Hábungur Suðurskautslandsins og Grænlands hafa trúlega verið hærri en nú sem hefur komið á móti bráðnun smájökla á Íslandi og víðar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2011 kl. 21:00
Vilhjálmur: Það getur vel verið að þú sért að þylja upp staðreyndir - þú hefur þó ekki vísað á heimildir máli þínu til stuðnings.
Þess ber að geta að þótt þetta væru staðreyndir, þá er það svo að loftslag getur verið ansi breytilegt á milli alda og ársþúsunda ef það er skoðað staðbundið. Sjá t.d. mynd sem sýnir hitastig á ýmsum stöðum heimsins - meðaltalslínan sem er mat á hnattrænum hita (þykk lína) sýnir aftur á móti að hnattrænn hiti er að öllum líkindum orðinn sá hæsti nú, á þessu hlýskeiði:
Höskuldur Búi Jónsson, 16.3.2011 kl. 21:47
Þú svarar ekki, þylur bara það sem þú telur staðreyndir og er sjálfsagt eitthvað til í einhverju af því. En hversu "mikið hlýrra" var á heimsvísu fyrir 6-7 þúsund árum og hversu lengi stóð það. Við vitum að jöklar voru minni á Íslandi og að það var hlýtt skeið þá. En þegar þú fullyrðir um að þá hafi verið "mikið hlýrra" þá væri kannski ráð að sýna fram á gögn varðandi það...svona til að sýna fram á hversu "mikið hlýrra" var þá, svo ég haldi ekki að þetta sé bara innihaldslaus fullyrðing eða miklar ýkjur hjá þér Vilhjálmur...
Ég er búinn að benda á líklega þróun hitastigs frá ísöld, einhverjar sveiflur hafa verið, og það var hlýtt þarna eftir að við komum út úr síðustu ísöld, það er engin að halda öðru fram...
En núna að aðalmálinu, hversu mikið hlýrra á heimsvísu og hvaða gögn ertu með varðandi það, Vilhjálmur? Ef þú nennir þessu ekki, þá geturðu bara sleppt því að láta ljós þitt skína, enda engin ástæða til að koma inn í umræðuna með fullyrðingar sem þú getur ekki eða nennir ekki að styðja með gögnum eða heimildum... enn og aftur...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2011 kl. 21:51
Þið byrjuðuð á því að tala um sjávarstöðu. Efra grafið sýnir, að fyrir sex til átta þúsund árum var hún dálítið lægri en nú. Neðra grafið sýnir hitastig. Þar kemur skýrt fram, að hitastig var verulega mikið hærra en nú. Hvernig í ósköpunum komið þið þessu heim og saman?
Þegar hiti var hærri, samkvæmt ykkar eigin upplýsingum var, líka samkvæmt ykkar upplýsingum sjávarstaðan lægri!
Hugsið um það!
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2011 kl. 22:11
Fyrir 60 milljónum ekkert Ísland... Noregur og Grænland nágrannar... jarðskorpuhreyfingar hafa svo breytt þessu - af ýmsum öðrum ástæðum en loftslagi og hitastigi eins og Vilhjálmur bendir á.
Þetta er skemmtilegt áhugamál og spennandi umfjöllunarefni. Náttúran er svo síbreytileg hrekkjótt og miskunnarlaus að ég er alltaf með stillt á "stand by".... hvað óvænt kemur næst....
er hér er mynd af því hvernig Ísland var fyrir 25 millj árum... nokkur sker á stangli - náttúran er alltaf að uppfæra sig svona og hinsegin....
Kristinn Pétursson, 17.3.2011 kl. 01:10
Þegar sá sem ég ræði við tekur þannig til orða að það sem hann segi sé óumdeilanleg staðreynd "Það er bara svona og menn deila ekki um staðreyndir", þá er umræðunni lokið af minni hálfu (Ég gæti alveg eins rökrætt við páfagauk eða apa). Álit mitt á þeim sem taka svona til orða skiptir engu máli og þess vegna skal ég ekki túnda það hér. Ég verð hins vegar að segja að ég dáist að þolinmæði og góðmennsku þeirra sem nenna að ræða við svoleiðis menn. Takk til þeirra.
Ég þó að segja að þeir sem taka svona til orða: "Það er bara svona og menn deila ekki um staðreyndir", ættu aldrei nokkurn tíma að reyna að kenna öðrum. Þeir eiga sjálfir allt of margt ólært.
Hörður Þórðarson, 17.3.2011 kl. 03:59
Takk Hörður, það skal tekið fram að þessar "staðreyndir" sem Vilhjálmur telur sig vera að þylja upp eru nokkuð sem við höfum séð reglulega frá honum undanfarin tvö ár - og virðist hann fastur þar. Hann hefur hingað til ekki viljað segja okkur hverjar heimildir hans eru - sem er miður, því þetta er áhugavert efni þótt ekki skipti það öllu máli í sambandi við núverandi hlýnun Jarðar.
Kristinn: Sammála, það er spennandi og fróðlegt að spá í síbreytanlegri náttúru Jarðar. En breytingar fyrir hundruðum þúsunda eða milljónum ára, eru þó engin rök fyrir því að rétt sé fyrir tegundina Manninn að halda áfram að breyta loftslagi Jarðar - hann er ekki bara að eyðileggja fyrir sig (þ.e. breyta loftslagi sem hann er aðlagaður að), heldur er hann líka að eyðileggja fyrir þeirri tegundafánu og flóru sem nú er uppi.
Vilhjálmur: Hvað er það sem að stenst ekki að þínu mati við sjávarstöðuhækkun og hitabreytingar?
Við vitum að línuritin sem að birst hafa á þessari síðu hér fyrir ofan (með sjávarstöðubreytingum frá kuldaskeiði og til dagsins í dag, og hitastig núverandi hlýskeiðs) er gott mat á stöðunni þann tíma - en enginn heilagur sannleikur (né staðreynd um hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sér).
Fyrir 7-8 þúsund árum: Hitastig komið út úr kuldaskeiði Ísaldar, bráðnun jökla byrjar að hægja á sér - hækkun sjávarstöðu flest út.
Eftir 6 þúsund árin er jafnvægi í sjávarstöðu og í nokkuð góðu samræmi við hitastigsbreytingar - ekki gleyma heldur að það er nokkuð mikil tregða í því hvernig jöklar og höf bregðast við. Jöklar eru lengi að ná jafnvægi við hitastig og á sama tíma og lofthiti hækkaði ört - þá er sjór lengur að bregðast við.
P.S. Vilhjálmur - þú sérð örina sem bendir á hitastigið árið 2004 - getur verið að þú sért ekki að taka eftir því?
Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2011 kl. 08:47
Það er út í hött að deila við mann eins og Hörð. En ef hann heldur að ég viti ekki hvað ég tala um vil ég vísa honum (og öðrum) að lesa vandlega grein mína „Að flýta ísöldinni“. Það mun hjálpa einhverjum, þó ekki Herði, til skilnings á því sem ég er að tala um.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2011 kl. 12:02
Þetta hjálpar mér strax Vilhjálmur, enda gastu eða vildir þú heldur ekki svara spurningum í þessari færslu þinni - varðandi rangfærslu sem þú fórst með. Þarna kemur þú með mikið af fullyrðingum sem ekki eru studdar heimildum eða frekari gögnum Vilhjálmur - sem er reyndar alveg eftir bókinni hjá þeim sem vilja afneita ákveðnum greinum vísindanna...og það er ekki auðvelt að "deila" við svoleiðis menn (m.a. Vilhjálm), þar sem að gögn og/eða heimildir eru þeim ekki ofarlega í huga.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 12:33
Þótt ég vit að það sé til lítils, vil ég sýna ykkur aftur þessa mynd, sem fylgir fyrrnefndri grein. Hún er ekki frá mér komin, en í samræmi við það sem allir sem vilja vita hafa vitað í meira en hundrað ár, nefnilega að hiti (og rakastig gufuhvolfsins) hefur farið lækkandi í sex- sjö þúsund ár.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2011 kl. 13:27
Vilhjálmur:
Það var þokkalega hlýtt á Íslandi á ákveðnum tímapunktum síðustu nokkur þúsund árin - rannsóknir benda til þess (sjá t.d. Sædís Ólafsdóttir o.fl. 2010). Sá hiti var oftast nær staðbundin að því er virðist vera og væntanlega af völdum sveifla í loft og hafstraumum Norður Atlantshafsins. Ekki var um hnattrænan hita að ræða, eins og sést ef skoðað er þróun hitastigs hnattrænt:
Vek athygli á að árið 2004 er merkt inn, en það er miðlungs ár miðað við undanfarinn áratug.
Í flestum tilfellum sem þú kemur hér inn, bendir þú á staðbundinn hita eða aðstæður á ákveðnum stað og á ákveðnum tíma. Hnattræn hlýnun er allt annað.
Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2011 kl. 13:53
Jöklar eru lítt næmir fyrir stuttum sveiflum í hitastigi, en þróun þeirra sýnir ágætlega þá langtímakólnun sem verið hefur í gangi frá lokum bórealska tímans. Það má t.d. vitna í Helga Björnsson jöklafræðing ef þú trúir því ekki að jöklar hafa, þrátt fyrir smávægilegar sveiflur á ýmsum tímabilum, hægt og sígandi verið að stækka síðustu sex- sjö þúsund árin og náðu hámarki kringum aldamótin 1900. Þá voru jöklar hér meiri en nokkurn tíman áður síðan á jökulskeiði (ísöld). Síðan þá hefur verið í gangi uppsveifla í hita, ein af mörgum, þannig að þeir hafa dregist dálítið saman um stund, en til lengri tíma má reikna með að þeir vaxi aftur. Fyrr eða síðar skellur svo nýtt jökulskeið (ísöld) yfir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2011 kl. 14:06
Vilhjálmur:
Þú ættir að spyrja Helga Björnsson, hinn virta vísindamann út í jöklafar og núverandi hlýnun. Hann veit nokkuð mikið um þetta og hann telur að jöklar muni hörfa á Íslandi mikið á næstu áratugum og árhundruðum vegna hlýnandi loftslags. Þú getur spurt hann eða jafnvel skoða bókina hans, sem er mjög góð heimild um jökla á Íslandi. Hann er líka með aðeins nýrri gögn varðandi stærð jökla fyrir um 2500 árum, en þú vísar í Vilhjálmur.
Hitt er svo annað mál að það er ekki fyrr en nú síðustu öldina eða rétt rúmlega það, að við höfum þurft að spá í aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum (sem eru vel skjalfest vísindi) og áhrif þess í framtíðinni, sama hvað liggur að baki sjávarstöðubreytingum áður fyrr (sem eru einnig ágætlega skjalfest vísindi). Þú virðist gera ráð fyrir því (þvert á gögnin) að það muni kólna aftur, þó svo að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum séu staðreynd, en þú virðist samt ekki ætla að setja fram frekari gögn varðandi það sem styðja mál þitt, eða svara einföldum spurningum sem að þér er beint. En það er svo sem ekkert nýtt í því hjá þér í þeim efnum Vilhjálmur - ég man ekki eftir að þú hafir svarað spurningum sem að þér er beint öðruvísi en með fleiri fullyrðingum sem annað hvort standast ekki eða skipta ekki máli í heildarmyndinni...og ekki fylgja því heimildir frá þér... Vilhjálmur, þú kýst yfirleitt að hunsa öll gögn sem ekki styðja þína fyrirfram ákveðnu skoðanir um vísindin...ekkert nýtt í því heldur.
Hér má svo lesa ágæta grein Einars Sveinbjörnssonar um hitaþróun á Norðurhveli frá byrjun okkar tímatals, Veðurfar Norðurheimskautsins frá upphafi okkar tímatals - fróðlegur pistill.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 14:36
Það er til lítils að deila við menn sem ganga með þá grillu að brölt mannanna geti haft einhver áhrif sem máli skiptir á náttúruna. Slíkt lýsir fyrst og fremst stórkarlalegu ofmati á sjálfum sér og brölti mannanna og ekki síður barnalegu vanmati á stærð náttúrunnar og gífurlega flóknu eðli hennar. Hjá ykkur kemur oft fram nánast yfirgengileg vanþekking, Ég man til dæmis að þið höfðuð aldrei heyrt talað um bórealska tímann fyrr en ég vakti athygli ykkar á honum. Hjá gróðurhúsaliðinu verður líka oft vart algerrar vanþekkingar á almennri náttúrufræði. Til dæmis talar enginn þeirra nokkurn tíman um koldíoxíðframleiðslu sveppagróðursins ofansjávar og neðan, sem er gífurleg og hefur farið fram í milljarða ára. Sömuleiðis virðist enginn vita eða hafa áhuga á koldíoxíðupptöku jurtalífsins, sem er algert undirstöðuatriði. Þeir tala alltaf um útblástur, en aldrei nokkurn tíman um það, að þessi útblástur er fæða jurtanna. Um þetta grundvallaratriði er sárasjaldan talað. En sem fyrr sagði, það er út í hött að deila við trúaða menn.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2011 kl. 14:52
Þó þú fullyrðir um vanþekkingu annarra og uppnefnir okkur "gróðurhúsaliðið" eða "trúaða menn" þá verða fullyrðingar þínar (sem ekki eru studdar frekari gögnum eða heimildum) ekkert réttari fyrir það Vilhjálmur :)
Reyndar er upptaka gróðurs og hafs á CO2 okkur ofarlega í huga og hluti af kolefnishringrásinni, sem hefur nú verið trufluð af geysilegri losun vegna bruna jarðefnaeldsneytis og breyttrar landnotkunar í heiminum af mannavöldum. T.d. vegna súrnunar sjávar, sem er eitt af því sem er afleiðing losunar CO2, eins og hlýnandi loftslag - sem er vel skjalfest með vísindalegum rannsóknum - þó svo þú hafir ákveðið að afneita þeirri hlið vísindanna með fullyrðingum sem ekki standast skoðun Vilhjálmur.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 15:02
Ekki veit ég hvort eitthvað gagn sé í þessari mynd, enda ekki fróður um svona æðri vísindi. Að minnsta kosti ekki eins og þið Höskuldur og Svatli, og Vilhjálmur pennavinur ykkar.
Segir hún okkur eitthvað í þessu samhengi?
Þetta mun þó, skilst mér, vera ættað frá einhverjum alvöru vísindamönnum sem vita þúsundfalt meira en ég. Sýnir víst hitann á Grænlandsjökli, skilst mér.
Fann myndina einhvers staðar þegar ég gleymdi mér í gúgglinu.
Sveitamaður (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 16:56
Sveitamaður: Myndin sýnir staðbundið hitastig á toppi Grænlandsjökuls og nær fram til ársins 1855 og endar því töluvert áður en hlýnun jarðar fer á skrið.
Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2011 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.