Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

Röksemdir efasemdamanna…

Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (Pacific Decadal Oscillation-PDO). Það fer eftir því í hvaða fasa PDO er hvert hitastig jarðar er, á 20-30 ára tímabilum er PDO í kuldafasa og svipaðan tíma í hlýjum fasa.

Það sem vísindin segja…

Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

Kyrrahafssveiflan (The Pacific Decadal Oscillation – PDO) er loftslagsfyrirbæri í Norður Kyrrahafi. Sveiflan er á milli heitari fasa (jákvæð gildi) og kaldari fasa (neikvæð gildi) sem hvor um sig stendur yfir í 10-40 ár. Fasarnir eru í tengslum við yfirborðshita sjávar (sea surface temperatures – SST). Þótt óvíst sé með orsakir PDO sveiflunnar, þá eru afleiðingar einna helst breytingar á sjó í norðaustanverðu Kyrrahafi og breytingar á brautum skotvinda (e. jet stream) í háloftunum.

Athyglisvert er þó að þessar fasabreytingar eru ekki fastur punktur í tilverunni við Kyrrahafið; oft á tíðum koma styttri tímabil hlýrra ára (1-5) inn í köldu fasana og köld ár þegar sveiflan er í hlýjum fasa. Auk þess er skiptingin í “kaldan” og “hlýjan” fasa ekki eins lýsandi og virðist við fyrstu sýn. Kaldi fasinn tengist t.d. mjög háum sjávarhita í Norður-Kyrrahafi (sjá mynd hér fyrir neðan).


Mynd 1: PDO hlýr fasi (vinstri) og kaldur fasi (hægri). Mynd frá JISAO.

[...] 

Færsluna í heild má lesa loftslag.is, Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO) 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband