Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja

Einn af þeim stöðum sem eru að hlýna hvað hraðast er Alaska og miðja þess einna mest. Shannon McNeeleyh o.fl. (2011) skoða í nýrri rannsókn hversu viðkvæm samfélög frumbyggja geta verið gagnvart breytingum í kjölfar hlýnunar – í svokölluðu Koyukuk-Middle Yukon svæði.  Sérstaklega var skoðað hvernig hlýnun Jarðar hefur áhrif á getu frumbyggja til að veiða og þá sérstaklega elgi sem er ríkur partur af fæðu frumbyggja.

Síðastliðna áratugi hafa veiðmenn á svæðinu átt erfitt með að klára elgskvótann áður en veiðitímabilinu líkur. Veiðimenn svæðisins benda á hlýrri haust, auk breytinga í úrkomu og þar með grunnvatnsstöðu sem helstu ástæður þess að elgir hafa breytt hegðun sinni....

[...]

Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is, Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband