Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is,  Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski svolítið utan við efnið -- en þó.

Hefur engin rannsókn verið gerð á hversu mikið landkostir aukast við hlýnun jarðarinnar?  Maður heyrir mikið af því að eitthvað land fari undir sjó, og eitthvað land verði að eyðimörk; en ég man ekki eftir að hafa séð neina umfjöllun um land sem verður búandi við aukna hlýnun.

Það að sífrerinn hverfi, hlýtur að skila af sér óhemju af ríku landbúnaðarsvæði. 

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:21

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jú, það hefur verið gert, og það er út frá þeim að það er alls ekki sjálfgefið að jákvæðu áhrifin við hækkandi hitastig muni vega upp þær neikvæðu. En það má svo sem vona það , þó ekki sé annað, en ætli það sé ekki óskhyggja að halda það, sérstaklega þegar rannsóknir benda ekki til þess, sérstaklega þegar stóra samhengið er skoðað en ekki hugsanleg einstök staðbundin sérvalin "jákvæð" áhrif.

En t.d. má lesa um þetta í eftirfarandi mýtu, að það eru einhver jákvæð áhrif, en ekki er þó talið að jákvæðu áhrifin muni vega upp þau neikvæðu, en allavega, mýtan Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð útskýrir vonandi að einhverju leiti um einhverjar rannsóknir sem til eru um efnið.

En það er líka viðbúið (eins og kemur fram í einhverjum rannsóknum) að vistkerfin geti átt erfitt með að fylgja eftir hlýnuninni og getur það verið áhyggjuefni, hvað sem gerist á einstökum svæðum af jákvæðum áhrifum, sjá t.d. Vendipunktar í vistkerfum. Svo ekki sé minnst á súrnun sjávar...ekki er nú margt jákvætt við það.

Þannig að öll þessi losun okkar mannkynsins á CO2 virðist ekki vera ókeypis (þó einhverjir haldi því fram) og gæti því kostað okkur eitthvað þegar upp er staðið (og hefur kannski gert það nú þegar), hvað sem segja má um einhver hugsanleg "jákvæð" áhrif á einstökum stöðum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 01:21

3 identicon

Ég kíkti á þessar krækjur en fann nú ekkert um tækifæri sem skapast þegar sífrerinn skilar aftur landinu, Svatli.

Þær upplýsingar eru kannski ekki aðgengilegar almenningi. 

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 05:31

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, ég sagði ekki að þær upplýsingar væru þar, lestu betur það sem ég skrifa.

En ég segi sem svo að það er lítið sem bendir til þess að jákvæðar afleiðingar vegi upp þær neikvæðu og bendi á ýmislegt varðandi það. Færslan fjallar heldur ekki um mögulega hugsanlegar jákvæðar afleiðingar staðbundið varðandi hugsanlega möguleg "tækifæri sem skapast þegar sífrerinn skilar aftur landinu" - en ef þú finnur rannsóknir varðandi það, þá er þér velkomið að benda okkur á það.

Það er ekki svo að okkur beri að svara öllum mögulegum væntingum þínum sem þér dettur í hug að setja í spurningarform - en ef þú getur vísað í eitthvað efni (alvöru rannsóknir)...þá skulum við skoða það og greina hvort það sé eitthvað sem við ættum að skrifa um. En eins og ég sagði, þá tel ég það óskhyggju að staðbundin áhrif í Síberíu muni bara vega upp þau neikvæðu áhrif sem eru möguleg á heimsvísu - lestu aftur síðustu athugasemd mína og þær krækjur sem þar eru settar inn - gjörðu svo vel Finnur og skoðaðu svo þær heimildir sem eru þar á bak líka.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 08:41

5 identicon

Hvernig veistu þá að "að það er lítið sem bendir til þess að jákvæðar afleiðingar vegi upp þær neikvæðu [þegar sífrerinn skilar aftur landinu]",ef þú veist ekki hvaða tækifæri skapast?

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 08:51

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, það er ekki sjálfgefið að jákvæð staðbundin áhrif vegi upp þau neikvæðu á heimsvísu - ég veit ekki hvernig ég get orðað þetta öðruvísi svo þú skiljir hvað ég er að fara. Ég tel mig ekkert vita allt um staðbundnar jákvæðar eða neikvæðar afleiðingar 100%, en það eru að sjálfsögðu einhver tækifæri einhversstaðar (ég hef ekki haldið öðru fram), en að ég þurfi að þekkja öll tækifæri til að þóknast þínum væntingum er órökrétt hjá þér.

Það væri kannski ráð fyrir þig að vísa í einhver gögn eða heimildir sem styðja þínar röksemdir, í stað þess að vera með einhver persónuleg skot á mig. En ég tel einnig að þú ættir að lesa athugasemdir mínar aftur í stað þess að búa mér til skoðanir á þessu eða hvað ég tel mig vita eða ekki.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 09:47

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki sjálfgefið að þiðnandi sífreri hafi meiri neikvæð áhrif en jákvæð. Það er ekki víst að allar slæmar spár sem settar eru fram í nafni loftslagsvísinda standist tímans tönn.

Geir Ágústsson, 5.5.2011 kl. 10:05

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir, það er ekki sjáflgefið, það er rétt. En ef marka má rannsóknina sem við erum að vísa til, þá er mögulegt að þiðnandi sífreri auki á hlýnina til lengri tíma - með mögulegum neikvæðum áhrifum. En að ætlast til að öll orð þeirra sem ræða um þessi mál eigi að vera 100% rétt eða standast eftir á skoðun svo allir sætti sig við, það er órökrétt.

En ef við skoðum t.d. "röksemdir" "efasemdamanna" þá fyrst finnur maður mótsagnir sem eru órökréttar, en ykkur "efasemdamönnum" er kannski alveg sama um eigin mótsagnir - svo lengi sem þið getið fundið einstök atriði í umræðunni sem þið teljið að undirstriki hið tilbúna samsæri sem þið sjáið í hverju horni..? Sjá nánar, Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdarmanna” um hnattræna hlýnun svo ekki sé minnst á Rökleysur loftslagsumræðunnar - sem virðast aðalsmerki ykkar alvöru "efasemdamanna" eða kannski þetta sé bara afneitun á vísindum, með tilvísanir í tómar rökleysur og innantómar staðhæfingar:

Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

  1. Samsæriskenningar
  2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
  3. Fals sérfræðingar
  4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
  5. Almennar rökleysur

Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem búið er að hrekja. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð.

Þetta virðist allt vera haft í hávegum, hjá þeim sem vilja gera lítið úr loftslagsvísindum...jæja, en það verður að vera svo, enda virðast alltaf sömu aðilarnir skila sér í þessa umræðu í blindri afneitun sinni...ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 10:28

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf ekki að gera lítið úr loftslagsvísindum til að efast um róttækustu túlkanir á gögnum og niðurstöðum tölvulíkana. Loftslagsvísindin eru stór og flókin fræðigrein, en ýmsum mönnum finnst samt að hún sé upplögð til að sjá mörg ár fram í tímann með mikilli vissu. Það er einkennileg og öfgafull afstaða sem gerir lítið úr óvissuþáttum í flókinni fræðigrein sem styðst við mikið magn af allskyns gögnum.

Geir Ágústsson, 5.5.2011 kl. 11:56

10 identicon

Spurningin er einföld Svatli:

Hvernig veistu að: "að það er lítið sem bendir til þess að jákvæðar afleiðingar vegi upp þær neikvæðu [þegar sífrerinn skilar aftur landinu]",ef þú veist ekki hvaða tækifæri skapast? 

Þú gætir svarað því til að þú vitir ekki hvort afleiðingarnar eru af því að sífrerinn skili landinu séu jákvæðar eða neikvæðar.

Svarið er auðvitað ekki sjálfgefið.  En hefur þú svarið? 

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:26

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Loftslagsvísindin gera ekki lítið úr óvissu, það er rangt hjá þér Geir, en þú gerir lítið úr loftslagsvísindum með svona fullyrðingum sem ekki standast Geir. Held að þú verðir að kynna þér loftslagsvísindin nánar áður en þú fullyrðir svona út í loftið Geir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 12:27

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, ég er búinn að svara þér, þannig að þessir útúrsnúningar þínir eru ekki svara verðir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 14:05

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur:

Það er ekki sjálfgefið að úr verði rík landbúnaðarhéröð þar sem nú er sífreri - hugsaðu þetta aðeins, á þessum svæðum er myrkur hálft árið. Einnig þarf stöðugt framboð vatns yfir sumartíman til að tryggja vöxt planta - en það er ekki heldur sjálfgefið að svo verði á stóru sífrerasvæðum norðurslóðanna (t.d. síberíu). Þótt frost þiðni úr jörðu yfir sumartímann á stórum svæðum, þá er ekki heldur þar með sagt að það verði ræktanlegt þann stutta tíma.

Er eitthvað sem bendir til þess að staðbundin jákvæð áhrif fyrir landbúnað vegi upp á móti þeim neikvæðu hnattrænu áhrifum?

Nei.

Neikvæð áhrif hlýnunar jarðar á landbúnað, heilsu og umhverfi yfirskyggja jákvæðu áhrif hlýnunarinnar. Sjá t.d þessa tengla:

Er hlýnun jarðar slæm? og Er hnattræn hlýnun góð?

Einnig er mikill fjöldi heimilda hérna, þar sem farið er yfir jákvæð og neikvæð áhrif hnattrænnar hlýnunar:  Positives and negatives of global warming

Ég myndi samt hvetja alla til að auka landbúnað á norðlægum slóðum - jarðarbúar munu þurfa á því að halda við minnkandi uppskeru á miðlægum breiddargráðum.


Geir: Undarleg þessi árátta þín að vilja túlka óvissuna bara í eina átt. Ef það er óvissa um það hversu hlýtt verður í framtíðinni þá er hún í báðar áttir. Samkvæmt ýmsum aðferðum, út frá veðurvísum, hitamælingum, loftslagslíkönum og fl. aðferðum (sjá Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum) þá er jafnvægissvörun loftslags á milli 2-4,5°C (það þýðir hækkun hnattræns hitastigs við tvöföldun á styrk CO2 í andrúmsloftinu). Óvissan er samt nokkur - en það er allt eins víst að hitastig geti orðið í efri mörkunum eins og í neðri mörkunum.

Jafnvel í neðri mörkunum þá eru afleiðngarnar taldar slæmar og ég vil minna á súrnun sjávar - en það er vandamál sem vitað er að er slæmt, en óvissan er þó mikil þar líka - sjá t.d. gestapistil á loftslag.is Súrnun sjávar og lífríki hafsins.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.5.2011 kl. 18:21

14 identicon

Ég get ekki skilið annað úr þessu svörum ykkar en að þið vitið ekki af neinum rannsóknum á tækifærum sem skapast þegar sífrerinn skilar landinu -- að undanskilnum (Mendelsohn 2006), sem segir nú ekki mikið.

En það er óneitanlega skrítið að öllum þessum peningum skuli vera eytt í að rannsaka skaðan af hlýnandi jörð, eins og t.d. hvernig ísbjörnum eigi eftir að vegna, en enginn hafi áhuga á tækifærunum.

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 23:38

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, það er getur vel verið að einhver sé að skoða þennan vinkil (ég get ekki fullyrt um að það sé ekki svo), en það er kannski ekki endilega eitthvað sem skiptir máli í stóra samhenginu varðandi hlýnun jarðar hvernig staðbundnir þættir á afmörkuðum svæðum eru...eins og ég hef nefnt áður.

En þér, Finnur, er væntanlega nokk sama, enda er þessi gagnrýnislausa truflun þín ekki til þess fallin að skapa umræðu sem skilar neinu af viti, aðallega ertu að reyna að búa til samsæriskenningar varðandi það hvernig öllum peningunum (þínum?) er eytt í eitthvað sem þér hentar ekki að vita (já það er skrítið að afneita vísindum).

En þú ættir kannski að fara að reyna að átta þig á því hvaða máli þessar innihaldslausu spurningar þínar hafa með stóra samhengið að gera...væntanlega ekki neitt - enda er hnattræn hlýnun (vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum) jafnmikil staðreynd nú sem fyrr og það getur haft afleiðingar sem ekki er gott að sjá fyrir - jafnt neikvæðar sem jákvæðar.

Þessi færsla hér að ofan fjallar um ákveðin þátt sem ákveðin rannsókn fjallar um og okkur þótti fróðleg varðandi fræðin. Hvernig nákvæmlega þróun á sér stað staðbundið er ekki efni þessarar færslu, en þú getur væntanlega fengið þér blogg Finnur og fabúlerað um allar staðbundnu og jákvæðu áhrifin sem væntanlega munu stöðva öll neikvæðu áhrifin af hlýnuninni, til að mynda hækkun sjávarstöðu, súrnun sjávar, hröðum breytingum í vistkerfum o.s.frv. Ég á ekki von á að þú getir staðfest fabúleringar þínar með alvöru rannsóknum, en það mun væntanlega ekki stöðva þig...eins og þér tekst að snúa út úr og mistúlka allt sem hér er sagt og skrifað og ekki fellur að þínum fyrirfram ákveðnu skoðunum á loftslagsvísindum - sem að þínu mati eru væntanlega samsæri til að ná til sín peningunum þínum... tja, það er lítið vit í að ræða málin á þeim nótum, enda hefur það ekkert með vísindalega nálgun að gera.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.5.2011 kl. 00:05

16 identicon

Athugasemd mín snýst nú um stóra samhengið Svatli.

Ef lofstlagslíkön ganga eftir, og jörðin á eftir að hitna um 3-4 gráður á næstu 100 árum, þá finnst mér ekki síður mikilvægt að rannsaka hvaða tækifæri skapast, heldur en að rannsaka skaðan.  Reyndar finnst mér rökrétt að beina athyglinni frekar að tækifærunum -- framtíðin hlýtur jú að byggjast á þeim, frekar spádómum um skaða. 

Finnur (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 00:49

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Það er þín persónulega skoðun, sem ekki virðist byggjast á miklu öðru en óskhyggju (enda vísar þú ekki í nokkuð máli þínu til stuðnings) um að staðbundin áhrif hljóti (á einhvern óskiljanlegan hátt) að skapa það mörg tækifæri að það verði allt í góðu með að hundsa neikvæð áhrif (það er það sem þú ert í raun að segja). Þetta er ekki kallað að líta á stóra samhengið Finnur, heldur hengja sig í óskhyggju...

Reyndar finnst mér persónulega að það sé í lagi að benda á tækifæri og hvet til þess, en það er væntanlega stigsmunur á því og að vera með innihaldslaust spurningaflóð sem ekki byggist á neinu nema því að trufla umræðuna - ekki í fyrsta skipti af þinni hálfu heldur. Það er ekki annað en truflun á vitrænni umræðu að þykjast ekki skilja og reyna að gera lítið úr öllum svörum af okkar hálfu, og á sama tíma ekki gera minnstu tilraun til að skoða og skilja hvað þetta gengur út á (tilvísun í heimildir eða eitthvað sem bendir til að þú hafir reynt að setja þig inn í málin væri t.d. framför að þinni hálfu).

Þér er velkomið til að benda okkur á tækifæri (eins og ég nefndi í annarri athugasemd) og við skoðum það eins og aðrar lausnir og tækifæri sem við höfum skoðað á loftslag.is. Ef þú hefur ekki annað en þessar innihaldslausu spurningar/staðhæfingar sem byggjast ekki á því að reyna að koma umræðunni áfram - þá skaltu ekki búast við því að við séum að svara þér sérstaklega í framtíðinni (dejavu - hef víst sagt þetta við þig áður)...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.5.2011 kl. 08:50

18 identicon

Finnur:

Það eru til svæði á Íslandi sem eru með sífrera. Það er uppi á hálendinu í kringum jöklana. Ef sífrerinn þiðnar má vera að gróðurfar breytist og þessi svæði muni bjóða upp á betri beit fyrir hreindýr eða jafnvel að þangað megi reka kindur að sumri til. En það er ekki eins og að þegar sífreranum sleppi sé landið tilbúið til ræktunar og hægt sé að líta á það sem framtíðar matarkistu, nema þá ef horft er mjög langt fram í tímann. Ég gæti trúað því að svipað eigi við um sífrera á öðrum slóðum eins og í Rússlandi, Kanada og Alaska.

Neikvæðu áhrifin eru annars eðlis og ekki sambærileg. Sífrerinn hverfur þannig að það dýpkar á hann cm. fyrir cm. með hverju sumri. Á meðan þetta gerist losnar metan og koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Metan er mjög öflug gróðurhúsalofttegund sem kunnugt er. Þarna verður sem sagt magnandi svörun við þeirri hlýnun sem menn valda yfir alla jörðina. Það minnkar svigrúmið sem við höfum til að komast hjá stórhættulegum breytingum.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 13:41

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Ég flokka það ekki sem tækifæri að mögulega sé hægt að stunda landbúnað á einhverjum takmörkuðum svæðum í framtíðinni þar sem aðstæður verða aldrei góðar - á sama tíma og aðstæður til landbúnaðar versna umtalsvert meira víða um heim.  Þar væri verið að fórna hagsmunum heildarinnar fyrir örfa útvalda - tækifæri?

Hitt er annað að þú virðist lítið vita um þetta sjálfur. Það að við höfum ekki þekkingu á einhverju tilteknu máli þýðir samt ekki að sú þekking sé ekki til, hér er lesefni sem gæti hjálpað þér við að finna tækifæri:

Fjallað er um áhrif hlýnunar jarðar og einstakir kaflar eru um norðurslóðir í eftirfarandi skýrslum IPCC:

  • The Physical Science Basis (WG1),
  • Impacts, Adaptation and Vulnerability(WG2)
  • Mitigation of Climate Change (WG3) 

Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum má finna hér:

Íslensk skýrsla þar sem fjallað er sérstaklega um Ísland gæti verið áhugaverð fyrir þig

Vonandi hjálpar þetta þér í að leita að "tækifærum", ef þú finnur þau verði þér að góðu. 

Höskuldur Búi Jónsson, 6.5.2011 kl. 14:05

20 identicon

framh.

Svipað er uppi á teningnum í tengslum við hækkun sjávarborðs. Við það að Grænlandsjökull bráðnar hækkar sjávarborð um 7 metra. Nú er ekki gert ráð fyrir að Grænlandsjökull bráðni í heild sinni næstu hundrað árin, en líklegt er að hann þynnist og minnki. Hversu mikið sjávarborð mun hækka á þessarri öld er enn mjög erfitt að segja til um. Eins metra hækkun sjávarborðs a.m.k þarf að gera ráð fyrir. Við þá hækkun gengur sjór sums staðar upp á land, eyjar verða óbyggilegar, ræktarlönd skemmast, fjöldi manna þarf að flytja frá ströndum og lengra inn í land og meira að segja eru einhverjar stórborgir í hættu á að verða flóðum að bráð.

En nú gæti einhver spurt: "Landið sem kemur undan jöklinum, bæti það þetta ekki upp þetta tjón. Það gætu verið fleiri hundruð þúsund ferkílómetrar af landi sem kemur undan jöklinum. Svarið við þessarri spurningu er að mínu mati ósköp einfalt: "Nei". Það held ég að flestir sjái sem hugsa út í málið. Landið sem kemur undan jökli er urð og grjót og það getur tekið árþúsundir að mynda jarðveg sem gerir landið ræktanlegt að einhverju marki. Ef milljónir manna missa heimili sín og verða að flytja vegna sjávarborðshækkunar er m.ö.o. ekki hægt að leysa málið með því að senda fólkið bara til Grænlands. :-)

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:16

21 identicon

framh.

Ég ætlaði einmitt að vísa í skýrslu IPCC, en sé að Höski er búinn að því. Hún er samantekt frá 2007 á tiltækri þekkingu á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Þar er að sjálfsögðu bæði fjallað um jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Það breytir miklu ef það tekst að hemja loftslagsbreytingar, halda breytingunni innan við 2 C frá upphafi iðnbyltingar. Ef þær verða stjórnlausar ... ætli það séu þá ekki einkum myglusveppir og rotnunargerlar sem geta hlakkað til? ;-)

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:39

22 identicon

Þakka þér fyrir þessar tilvísanir Svatli, en í samantekt íslensku skýrslunnar segir m.a: 

-------------- 

• Uppskeruauki verður af öllum fóður- og matjurtum sem nú eru í ræktun.

• Nýjar trjátegundir gætu orðið heppilegar til nytjaræktunar, s.s. eik, askur, hlynur og beyki, en þessar tegundir úr norðanverða tempraða laufskógabeltinu hafa hingað til verið á jaðri þolsviðs síns hér á landi.

• Heildarvatnsafl landsins mun aukast með hlýnandi veðurfari. Sama gildir um núverandi orkukerfi sem mun skila umtalsvert meiri orku en nú er. Flóð munu taka breytingum og hafa áhrif á hönnun og rekstur orku- og samgöngumannvirkja.

--------------  

Þótt þessi skýrsla fjalli einungis um áhrif á Íslandi, má ekki draga þá ályktun að önnur norðlæg svæði njóti svipaðra tækifæra?

Finnur (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 06:02

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Nokkur atriði - Ég benti þér ekki á þessa skýrslu - en hvað um það, góð tilvísun hjá Höska.

Lestu svörin hjá Höska, Jóni Erling og frá mér hér að ofan, þá höfum við farið eitthvað í þetta með tækifærin - þannig að ef þú lest af athygli, þá geturðu væntanlega orðið einhvers vísari...

Einnig má nefna, að samsæriskenning þín úr fyrri athugasemd um að ekki sé rætt um tækifæri almennt gildir ekki - en kannski þú þurfir að reyna að hafa fyrir því að skoða málin eitthvað sjálfur í stað þess að rembast eing og rjúpan við staurinn við að spyrja kjánalegra spurninga sem líka er búið að velta upp í athugasemdum.

Mér þykir merkilegt hvernig þér tekst að lesa þig í gegnum skýrsluna - hvaða bjartsýnisgleraugu settir þú eiginlega upp Finnur, þarna stendur m.a.:

Í Afríku má gera ráð fyrir að loftslagsbreytingar dragi úr matvælaframleiðslu. Í sumum löndum má vænta allt að helmingssamdráttar í úrkomuháðum landbúnaði. Horfur eru á að um 2020 verði 75–250 milljónir manna fyrir auknu álagi vegna vatnsskorts sem rekja má til loftslagsbreytinga.

Og svo líka:

Í Eyjaálfu munu tíðari þurrkar hafa neikvæð áhrif á vatnsbúskap og hætta er á fækkun tegunda í sumum vistkerfum, s.s. kóralrifum. Aðlögunarhæfni þjóðfélaga er þó góð, en náttúruleg kerfi á svæðinu hafa takmarkaða möguleika til aðlögunar.

Í Mið- og Suður-Ameríku er hætta á verulegri tegundafækkun, m.a. á frumskógasvæðum. Breytingar á úrkomu munu leiða til seltuaukningar og eyðingar lands á landbúnaðarsvæðum. Hækkun sjávarborðs mun auka álag á láglendi, og hlýnun sjávar mun leiða til breytinga á útbreiðslumörkum fiskistofna. Aðlögun á sér stað í sumum löndum en aðlögunargeta þjóðfélaga á svæðinu er mismunandi.

Merkilegt, Finnur, að þú sérvelur gögnin af gaumgæfni (í þeim gögnum sem við erum búnir að benda þér á), lesir ekki athugasemdir sem gerðar eru með nægri athygli til að skilja og skulir ætlast til þess að við ræðum öll tækifærin á meðan þú virðist ekki vilja skoða nema afmörkuð, staðbundin tækifæri sem þú telur að hljóti (á einhvern undarlegan hátt) að vega á móti öllum neikvæðum afleiðingum hnatthlýnunar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.5.2011 kl. 08:19

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Finnur, þessi skýrsla fjallar ekki einungis um áhrif á Íslandi - það er rangt, enda eru tilvísanir mínar úr skýrslunni...það stendur ekki steinn yfir steini í þessu spurningaflóði / málatilbúnaði þínum Finnur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.5.2011 kl. 08:22

25 identicon

Fyrirgefið tilvísunar villuna mína, Svatli og Höski.

Hvað meinarðu með að það standi ekki steinn yfir steini í tilvitnun mína í íslensku skýrsluna?

Finnur (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 11:27

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geturðu ekki lesið Finnur...það segir kannski eitthvað um þennan málatilbúnað þinn sem ekki stendur steinn yfir steini varðandi. Ég var ekki að vísa í tilvitnun þína í skýrsluna varðandi það...enda segi ég orðrétt (þetta er ekki löng tilvitnun):

það stendur ekki steinn yfir steini í þessu spurningaflóði / málatilbúnaði þínum Finnur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.5.2011 kl. 14:07

27 identicon

Ég botna nú bara ekkert í þér Svatli.  Ég var einungis að velta fyrir mér hvort það fælust ekki tækifæri í því landi sem sífrerinn skilaði til baka -- spurning sem vaknaði útfrá þessum pisti þínum.

Og samantekt íslensku skýrslunnar bendir á að svo sé, m.a. með uppskeruauka á öllum fóður- og matjurtum sem í ræktun.

Þannig að það felast talsverð tækifæri í því ef sífrerinn er á undanhaldi.

Finnur (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 04:59

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Athugasemdir þínar benda ekki til þess að þú skiljir svör okkar - enda svörum við þér í ýtarlegu máli, en þú virðist taka orð okkar úr samhengi og misskilja (með vilja?) því sem við svörum...en þú verður að eiga það við sjálfan þig Finnur, þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti af þinni hálfu. Ég ráðlegg þér bara að lesa betur þau svör sem við höfum svarað (Höski, Jón Erlingur og svo ég sjálfur) og ekki reyna að snúa út úr þeim og misskilja.

Gangi þér vel

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.5.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband