23.5.2011 | 08:31
Eldgos og loftslagsbreytingar
Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í fyrra þá skrifuðum við færslu á loftslag.is, en þar voru vangaveltur um áhrif eldgosins á loftslag, en ekki hafði það teljandi áhrif. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram um það hvað gerir það að verkum að eldvirkni hafi áhrif á loftslag. Það er kannski ráð að rifja þessa færslu upp, þó það sé skrifað fyrir um ári síðan.
Oft er það þrennt sem nefnt er sem ráðandi um áhrif eldvirkni á loftslag:
- Eðli eldgossins. Því öflugra eldgos og því meiri sprengivirkni sem er því meiri kólnun. Það er þá sérstaklega ef það er ísúr eða súr gosefni sem hafa mest áhrif - en þá getur sprengivirknin valdið því að hin fínu gosefni nái hærra upp í lofthjúpinn og þá frekar upp í heiðhvolfið, en þar hafa þau langmest áhrif.
- Framleiðsla brennisteinsdíoxíðs: Magn þess skiptir miklu máli til kólnunar, en áhrif til kólnunar er mest vegna endurkasts sólarljóss af völdum þess.
- Staðsetning: Eldgos á hærri breiddargráðum dreifa öskunni og brennisteinsdíoxíðinu ekki eins vel og eldgos staðsett á lægri breiddargráðum. Því þarf gosið að verða því meira til að það hafi áhrif. Við miðbauginn þá dreifast þessi gosefni um um mun stærra svæði vegna háloftavinda til suðurs og norðurs og því meiri endurgeislun sólarljóss.
[...]
Nánar á loftslag.is, Eldgos og loftslagsbreytingar
Tengt efni á loftslag.is
- Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
- Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn)
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Þið gleymið alveg öllu koldíoxíðinu, sem eitt eldgos getur framleitt, en það getur auðveldlega orðið meira en allir Íslendingar frá landnámi hafa framleitt með eldi, bátum, flugvélum eða bílum. Brennisteinsdíoxíð breytist í brennisteinssýru í gufuhvolfinu og veldur súru regni. Flúormengun frá eldgosum getur orðið gífurleg. Þannig féll mest allur búpeningur landsmanna úr flúoreitrun í Móðuharðindunum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.5.2011 kl. 15:18
Vilhjálmur, þó við tiltökum það ekki í þessari færslu, þá er það nú svo að við höfum ekki gleymt því...sjá t.d. færslun (undir tengt efni) Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn) Þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
Við höfum svo sem bent þér á þetta áður...en losun eldfjalla er innan við 1% af heildarlosun manna á ári. Það geta að sjálfsögðu orðið mjög stór gos, en miðað við þá eldvirkni sem hefur verið á síðustu áratugum og árhundruðum, þá bliknar losun CO2 frá eldfjöllum í samanburði við losun mannanna. Hitt er svo annað mál að ein tegund mengunar (t.d. náttúruleg frá eldgosum) réttlætir í sjálfu sér ekki óhefta losun af mannavöldum með þeim afleiðingum sem það getur haft (samanber hækkandi hitastig af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa)...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.5.2011 kl. 15:28
Þessar tölur um eldfjöll byggja í kjarna sínum á getgátum, eins og ég hef reyndar áður bent á. En ekki síður hitt, að frá flestöllum eða öllum jarðhitasvæðum ofansjávar og neiðan streymir koldíoxíð allan sólarhringinn allan ársins hring. Ég gæti líka vel trúað því, án þess að vita neitt um það, að koldíoxíðmagnið, sem kemur frá smásæum sveppagróðri ofansjávar og neðan sé a.m.k. jafn mikið og kannski miklu meira en allt sem frá mönnunum kemur. Hins vegar er alveg ljóst, að þeir „vísindamenn“ sem þið styðjist við hafa ekki lágmarks grundvallarþekkingu á almennri náttúrufræði og vita því alls ekki að sveppir, eins og dýr og menn, gleypa súrefni en gefa frá sér koldíoxíð. Mér finnst alveg stórfurðulegt, að enginn sem fjallar um þessi mál virðist vita nokkurn skapaðan hlut um þetta.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.5.2011 kl. 16:34
Vísindi eru ekki stunduð með fullyrðingum eða tómum getgátum, þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti, hvað sem Vilhjálmur telur vera. Hitt er svo annað mál að tölur varðandi aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu af mannavöldum koma frá fleiri en einni átt, og það er ágætt samræmi á milli þeirra talna, sjá t.d. Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
En þeir sem fullyrða um þekkingarleysi vísindamanna almennt og telja á sama tíma að það sé hægt að staðhæfa út í loftið um hitt og þetta varðandi loftslagsmálin, sem virðist að mestu leiti byggja á persónulegum skoðunum viðkomandi, ættu nú að líta sér nær varðandi þekkingarleysi á náttúrufræði almennt... En það er náttúrulega bara mín persónulega skoðun, eftir að hafa reynt að halda uppi rökræðum við þá sem afneita vísindalegum aðferðum eins og t.d. Vilhjálmur Eyþórsson...sem virðast telja að þeir geti búið til nýjar "staðreyndir".
Það er nokkuð ljóst, út frá gögnum sem hefur verið aflað með vísindalegum aðferðum að aukning CO2 í andrúmsloftinu í dag er vegna umsvifa mannanna, bæði vegna t.d. breyttrar landnotkunar og brennslu jarðefnaeldsneytis. Þeir sem vilja stinga höfðinu í sandinn varðandi það eins og t.d. Vilhjálmur Eyþórsson, svo dæmi sé tekið, verða að gera betur en svo að búa bara til einhver "rök" sem aðeins eru til í þeirra eigin huga til að sannfæra fólk um að þeirra málatilbúnaður sé marktækur... En jæja, fólk verður kannski bara að fá að hafa það eins og það vill í sínum huga, sama hversu fjarstæðukennt það er sem þar er...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.5.2011 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.