Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Frá Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) kom nýlega fram mat á hnattrænni losun á CO2 fyrir árið 2010 og eru þær tölur slæmar fréttir. Milli áranna 2003 og 2008 þá jókst losun CO2 hraðar en verstu spár IPCC höfðu gert ráð fyrir. Í kjölfar efnahagskreppunnar þá hægði umtalsvert á aukningunni og í raun var minni losun árið 2009 (29 gígatonn) heldur en á árinu 2008 (um 29,4 gígatonn).

Því er það ekki gott, að þrátt fyrir hægan bata í efnahagi þjóða þá var aukningin í losun CO2 frá jarðefnaeldsneeyhti árið 2010 sú mesta frá upphafi mælinga. Vöxturinn milli áranna 2009 og 2010 er um 1,6 gígatonn og var losunin því um 30,6 gígatonn árið 2010. Mesti vöxtur þar á undan var milli áranna 2003 og 2004 en þá jókst losunin um 1,2 gígatonn.

[...]

Nánar má lesa um þetta, ásamt því að skoða gröf og myndir varðandi losun og væntanlega hækkun hitastigs, á loftslag.is, Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þið talið enn og aftur aðeins um „losun“, aldrei um upptöku. Þið virðist enn ekki skilja, að í milljarða ára, síðan jurtalíf upphófst á jörðinni fer fram gríðarleg upptaka koldíoxíðs, og það sem meira er, um hana er í rauninni sáralítið vitað. Þessar „losunartölur“ eru og hljóta að vera eðli málsins samkvæmt áætlanir og í rauninni misvel grundaðar getgátur. Um upptökuna eru einungis til getgátur, meira eða minna út í loftið. En hefur hlutfall koldíoxíðs í gufuhvolfinu aukist síðustu ár? Og ef svo er hvað mikið? Hefur það farið úr 0.038% upp í 0.039% ? Er aukningin enn minni en það? Og eru tölur um magn koldíoxíðs á fyrri öldum og árþúsundum marktækari en svo margt annað sem sett er fram í þessari „umræðu?“

Er ekki alveg hugsanlegt að koldíoxíðið sé í rauninni í ágætu jafnvægi, auk þess að áhrif þess á hitastig eru og hafa lengi verið umdeild, svo ekki sé meira sagt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.6.2011 kl. 03:48

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er losunin CO2 af mannavöldum ásamt landnotkun sem hefur þau áhrif að styrkur CO2 eykst jafnt og þétt í andrúmsloftinu, það hefur s.s. orðið sú breyting að frá því að kolefnishringrásin var í jafnvægi (fyrir iðnvæðingu) þá er hún núna komin úr jafnvægi, þ.e. á hverju ári bætist í magn CO2 í andrúmsloftinu og er breytingin orðin 40% aukning síðan eftir iðnvæðingu (og það hægist ekkert á). Af því að CO2 er gróðurhúsalofttegund þá hefur hún áhrif á hitastig og eru fræðin á bak við það nokkuð vel skjalfest.

Það er t.d. tiltölulega "létt" að finna út úr brennslu á jarðefnaeldsneyti á ári hverju, þar sem við vitum hversu mikið er notað af því í heiminum og mælingar og rannsóknir staðfesta uppruna aukningarinnar. Það er því losun mannkyns og breytt landnotkun sem veldur auknum styrk CO2, en ekki eitthvað annað ótilgreint, enda staðfesta mælingar það. Reyndar er ekki talið að styrkur CO2 í andrúmsloftinu hafi farið yfir 300 ppm í allavega 800 þúsund ár (er núna um 390 ppm), en okkur hefur tekist að auka styrkin úr 280 ppm í 390 ppm á um rúmlega 200 árum og það hægir ekki á þeirri þróun þrátt fyrir allar vísbendingarnar um að þetta sé ekkert sérstaklega gáfulegt af okkur.

Áhrif gróðurhúsalofttegunda (þar með talið CO2) eru ekki umdeild og heldur ekki að aukin styrkur þeirra hefur áhrif á hitastig, þannig að ekki veit ég hvar þú færð þínar upplýsingar Vilhjálmur. Ég hef áður spurt þig um heimildir þínar, en það er alltaf fátt um svör, þú ættir kannski að fara að grafa þær upp og glugga í þær aftur og sjá hvað þær segja og hvað liggur að baki þeim, enda geta þær nánast ekki verið merkilegar þar sem þessar fullyrðingar þínar eru í hróplegu ósamræmi við mælingar og rannsóknir gerðar á vísindalegum grundvelli... Ekki að ég hafi ekki bent þér á þetta allt áður oftsinnis... Það má þó ekki gefast upp, þrátt fyrir djúpa afneitun þína á vísindum Vilhjálmur, það væri fróðlegt að vita hvaða heimildir liggja að baki afneitun þinni...þó ekki væri annað...

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband