Dr. Jeff Masters um öfga í veðri

Einn þekktasti  veðurfræðingur heims, Dr. Jeff Masters  á Weather Underground- tók saman nýlega ítarlegt yfirlit yfir öfga í veðri árið 2010 og það sem af er þessa árs. Þar má meðal annars sjá lista yfir veðurmet – hita og úrkomu.  Að hans sögn þá eru þetta mestu öfgar í veðri frá því mælingar hófust og miðað við þekkingu manna á loftslagsbreytingum þá sé þetta rétt að byrja.

Hann segir meðal annars (lauslega þýtt):

Á hverju ári er óvenjulegt veður einhvers staðar á jörðinni. Met sem hafa staðið í áratugi falla. Flóð, þurrkar og stormar hafa áhrif á milljónir manna og óvenjulegt veður í sögu manna getur orðið. En þessi rússibanaferð öfgafulls veðurs árið 2010 hefur, að mínu mati, gert það ár að óvenjulegasta ári frá því áreiðanleg hnattræn gögn um efri lofthjúp jarðar (e. global upper-air data) voru fáanleg í lok fimmta áratugsins. Aldrei á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem veðurfræðingur hef ég orðið vitni að ári líku 2010 – hinn ótrúlegi fjöldi veðurhamfara og óvenjulegar sveiflur í vindafari jarðar er ólíkt öðru sem ég hef séð.

Í yfirliti hans er þetta markverðast fyrir árið 2010 að hans mati:

  • Heitasta ár jarðar frá því reglulegar mælingar hófust (í lok 19. aldar)
  • Öfgafyllsta vindakerfi norðurskauts – fyrir vikið óvenjuöfgafullur vetur sérstaklega í norðurhluta Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna
  • Hafís norðurskautsins: lægsta rúmmál í sögu mælingaa og þriðja lægsta útbreiðsla
  • Met í bráðnun Grænlandsjökuls og óvenjulega stór borgarísjaki losnaði
  • Önnur mesta sveifla frá El Nino og yfir í La Nina
  • Annað versta ár í bleikingu kóralla (e. coral bleaching)
  • Blautasta árið yfir landi
  • Hitabeltisskógar Amazon lentu í annað skipti á fimm árum, í þurrki sem á ekki að verða nema á 100 ára fresti
  • Minnsta virkni hitabeltislægða frá því mælingar hófust
  • Óvenjuvirkt fellibyljatímabil í Atlantshafi, þriðja virkasta
  • Í Suður Atlantshafi myndaðist fellibylur – sem er mjög sjaldgæft
  • Öflugasti stormur í sögu suðvestur Bandaríkjanna
  • Öflugasti stormur fjarri strandríkjunum í sögu Bandaríkjanna
  • Veikasti monsúntími í austur Asíu og síðastur að enda
  • Engin monsúnlægð í suðvestur monsún Indlands – í annað skipti í 134 ár
  • Flóðin í  Pakistan: verstu náttúruhamfarir í sögu Pakistan
  • Hitabylgjan í Rússlandi og þurrkar: mannskæðasta hitabylgja í sögu mannkyns
  • Úrhellisrigningar í Ástralíu valda mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu
  • Mesta úrhelli í sögu Kólumbíu valda verstu flóðahamförum í sögu þess
  • Úrhelli varð með samsvarandi flóði í Tennessee Bandaríkjunum, sem tölfræðilega verða bara einu sinni á þúsund ára fresti

Heimildir og ítarefni

Bloggfærsla Dr. Jeff Masters: 2010 – 2011: Earth’s most extreme weather since 1816?

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem það verður gert opinbert eða ekki, þá eru allar líkur á að tjónið vegna rigninganna í Ástralíu megi að miklum hluta rekja til trúnaðar á kenninguna um manngerða hlýnun.

Wivenhoe stíflan sem byggð var í kjölfar flóðanna 1974, átti að vera vörn gegn flóðum líkt þeim sem kom í upphafi ársins.  En þar sem þurrkar höfðu herjað á austurströnd Ástralíu frá aldamótum, og stöðugur áróður lofstslags-áhyggjumanna um að þetta væri það sem koma skal -- þ.e. langframandi þurrkar.  Þá var stjórnun Wivenhoe stíflunnar breytt þannig að hún þjónaði fyrst og fremst til að safna neysluvatni.  Það var ekki lengur þörf á flóðavörnum -- flóð heyrðu sögunni til, líkt og snjókoma á Bretlandseyjum.

Afleiðingin af þessu var sú að Wievenhoe stíflunni var leyft að fyllast, þökk La Nina.  Þegar úrhellisrigningin féll síðan í janúar, þá var ekkert rými eftir til flóðavarna -- og það sem verra var, til þess að varna því að stíflan brysti, þá varð að losa ohemju af vatni úr henni.  Og það var einmitt þetta vatn sem síðan olli flóðunum í Brisbane og -- "mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu".

Og auðvitað komu sömu loftslags-áhyggjumennirnir aftur fram og kenndu manngerðri hlýnun um.

Finnur (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 05:28

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu), takk fyrir að koma með samsæriskenningu dagsins... Þú ætlar væntanlega ekki (venju fremur) að geta nokkura heimilda varðandi þetta gaspur þitt eða hvað? En allavega, alltaf gaman að samsæriskenningum að morgni dags - bætir, hressir, kætir

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.7.2011 kl. 08:59

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta sem Finnur kemur með þarf ekki að vera svo fjarstæðukennt og mætti alveg skoða betur. Ég sé þetta allavega ekki sem samsæri á nokkurn hátt. Það var mikið þurrkatímabil í Ástralíu þar til fyrir skömmu og ekki óeðlilegt að talið væri að þeir væru vegna hlýnunar jarðar, sem þeir gætu reyndar hafa verið að einhverju leyti. Það eru mikil tengsl milli þurrka í Ástralíu og tíðni El Nino/La Nina og þess vegna voru miklir þurrkar í Ástralíu um og fyrir síðustu aldamót á sama tíma og El Nino ástandið kom upp hvað eftir annað. Það virðist hinsvegar hafa snúist við.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.7.2011 kl. 13:07

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er m.a. frétt um þetta mál og einhverjar útskýringar á því hvernig vatni í stíflunni er miðlað og áhrif svona geysilegra rigninga á miðlun vatns - í janúar 2011. Þarna kemur m.a. eftirfarandi fram:

The massive releases have meant the dam, built as part of a flood mitigation strategy following the 1974 flood, was not effectively controlling water flows to the Brisbane River.

Premier Anna Bligh yesterday defended Wivenhoe's performance and suggested no dam could have stopped the amount of water that came into the catchment.

"Obviously at the end of this event, we will do a significant review of Wivenhoe's capacity," Ms Bligh said.

"Dams can help mitigate and minimise some of the impact that might have happened without them, but a dam cannot stop the sort of flood that is coming across the plains, the Lockyer Valley and the catchment area into the Wivenhoe system."

Á wikipedia má lesa eftirfarandi um hvernig miðlun á vatni í Wivenhoe stíflunni fer fram:

Flood mitigation

During a flood the dam is designed to hold back 1.45 million megalitres (1.18 million acre feet) of additional water for flood mitigation or 225% capacity.[3] Under the water release plan which is defined by law, excess water must be released from the dam within seven days of it reaching 100% capacity.[4] Between April 2004 and September 2008, a 165-metre (541 ft) wide auxiliary spillway with a three-bay fuse plug was installed on the western portion of the dam to further mitigate flooding.[5] In 2007, a feasibility study concluded that Wivenhoe Dam failed to satisfy the Australian National Committee on Large Dams (ANCOLD) guidelines on acceptable flood capacity.[6]

January 2011

The largest ever recorded inflows for the dam occurred in January 2011.[7] On 11 January 2011, Wivenhoe Dam reached its highest level ever, 191% and rising, as it held back floodwater and reduced impacts downstream[8]. Because it is an embankment dam, it was not designed to spill over its crest or overtop and there is a risk that if waters spilled over the crest, this could erode the dam wall and potentially cause the dam to fail. To prevent this, the dam was designed and built to include a second emergency spillway[3]. During the peak of the flooding event the dam water level reached 60 centimetres (24 in) below the auxiliary spillway height.[6]

Í mínum huga eru vafasamar pælingar af því að það hafi verið einhverjir (loftslags-áhyggjumennirnir) séu að plotta eitthvað svona, bara samsæriskenningar. Hitt er svo annað mál að ekki er alveg útilokað að miklir þurrkar að undanförnum árum hafi haft áhrif á notkun og miðlun vatns (skal ekki um það segja), en það hefur bara ekkert með meint samsæri að gera...

Mér myndi þykja betra ef menn eins og Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu) myndi reyna að styðja mál sitt betur heldur en bara að koma með tómar bollaleggingar um meint samsæri "loftslags-áhyggjumanna"...  Eftirfarandi setning Finns Bragasonar er bara tómt rugl og leyfi ég mér hér með að benda á það:

"þá eru allar líkur á að tjónið vegna rigninganna í Ástralíu megi að miklum hluta rekja til trúnaðar á kenninguna um manngerða hlýnun." (Finnur Bragason - ábúandi í Ástralíu)

Það er ekkert sem styður svona málflutning og þetta er samsæriskenning í mínum huga - hvað sem segja má um hugsanlegar orsakir og afleiðingar flóðanna.

Ég tek reyndar undir með þér Emil og tel að þurrkarnir á undan gætu hafa haft áhrif á hugsunarhátt manna á svæðinu (ég útiloka það ekki). Það hefur þó komið fram í rannsóknum að öfgar í veðri geti orðið meiri í kjölfar hlýnunarinnar (eins og fram kemur í færslunni), þannig að það ætti ekki að koma á óvart að sjá svona öfga, eins og í Ástralíu og þykir mér fróðlegt að velta því fyrir mér hvað veldur. Það hefur vart mátt nefna að öfgar í veðri geti verið vegna hækkandi hitastigs og síðasta eitt og hálft ár hvefur m.a. verið nokkuð öfgakennt í veðri víðsvegar í heiminum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.7.2011 kl. 13:42

5 identicon

Hvort sem þú kallar það samsæriskenningu eða ekki er nú aukaatriði Svatli.  Ég sé allavega ekki neina samsæriskenningu þarna -- ég efast ekkert um að loftslagsáhyggjumenn hafi raunverulegar áhyggjur.

Það er hinsvegar staðreynd að flóðið um síðustu áramót var ekkert sérstakt.
Hérna er ágætis línurit af síðu veðurstofunnar sem sýnir það í samhengi.

Það gefur auga leið að fyrst Wievhoe stíflan réð ekki við þetta minniháttar flóð, þá hlýtur það að vera vegna þess að stýring hennar var ekki undir það búin.  Þ.e. menn bjuggust ekki við flóði.  Hlýnun af mannavöldum átti að valda þurrkum á austurströndinni til langframa.

Finnur (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 07:30

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu):
Ég held að þú ættir að lesa þetta aftur. Þú féllst í gryfju sem þið afneitunarsinnar gangið all oft í, sem er að lesa ekki sjálfir það sem þið eruð að leggja fyrir sem röksemdir. Þessi síða var uppfærð í nóvember 2010 og getur því ómögulega sýnt flóðin um áramótin.

En fyrir áhugasama þá má lesa um flóðin í Ástralíu (þetta var á mjög stóru svæði og yfir lengri tíma, það var misjafnt hvernig svæðin komu út úr flóðunum (Brisbane fékk var ekki með mesta flóð allra tíma - gæti það hugsanlega verið vegna tilurðar stíflunar..?), sjá nánar hér, þar sem eftirfarandi stendur:

Flooding was widespread across Queensland from end of November 2010 to January 2011 with several separate rain events causing rivers to rise over a lengthy period.

Samsæriskenning þín gekk ekki út á að "loftslags-áhyggjumenn" hafi áhyggjur af veðrinu, heldur að þeir væru valdir af miklum hluta tjónsins vegna rigninganna þarna (sem er tóm steypa)... og það er samsæriskenning í mínum huga. En hvað um það, þú snýrð væntanlega út úr þessu með því að vísa í eitthvað sem þú hefur ekki lesið eða bara með venjubundnum almennum rökleysum (þú ræður hvað þú velur í þetta skiptið Finnur Bragason ábúandi í Ástralíu).

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.7.2011 kl. 09:36

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

En svona til að fara aðeins út af samsærisspori Finns (um að "loftslags-áhyggjumenn" sé valdir af miklum hluta tjóns í títt nefndum rigningum í Ástralíu), þá langar mig að koma lítillega inn á hvað vísindin segja. En það er ekki að einhverjir ákveðnir öfgar séu dæmi um eitthvað sem hægt er að tengja beint við hækkandi hitastig á heimsvísu, heldur einfaldlega að með hærra hitastigi sé meiri hætta á að við munum upplifa öfga í veðri, eða eins og það er orðað á SkepticalScience, sjá hér:

Global warming amplifies the risk factors for extreme weather events - and that is all that Climate Science claims.

Þarna kemur eftirfarandi einnig fram:

Rising temperatures can have several effects on the factors involved in weather. For example:

  • They increase the rate of evapotranspiration, which is the total evaporation of water from soil, plants and water bodies. This can have a direct effect on the fequency and intensity of droughts.
  • A warmer atmosphere can hold more water vapour. The atmosphere now holds 4% more water vapour than it did 40 years ago as a result of increasing temperatures. This increases the risk of extreme rainfall events.
  • Changes in sea-surface temperatures (SSTs) also have an effect by bringing about associated changes in atmospheric circulation and precipitation. This has been implicated in some droughts, particularly in the tropics.
These changes don't automatically generate extreme weather events but they change the odds that such events will take place.
[...]
In conclusion, although it isn't possible to state that global warming is causing a particular extreme event, it is wrong to say that global warming has no effect on the weather. Rising air and sea temperatures have a number of effects on the water cycle, and this increases the odds for more extreme weather events.
S.s. með hærra hitastigi eru meiri líkur á öfgum í veðri, en erfitt er að segja að ákveðin veðurfyrirbæri séu beint af völdum þess arna.



En það er svo sem ekki von á öðru, þegar viðlíka öfgar í veðri verða eins og við höfum upplifað á undanförnum árum (2010-2011), að menn spyrji sig hvort þessir öfgar geti verið, að hluta til allavega, vegna hnattrænnar hlýnunar. Mér finnst sjálfsagt að velta því upp hvort að það sé tilfellið, enda væri það í samræmi við það sem þykir líklegt að gerist við hækkandi hitastig á heimsvísu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.7.2011 kl. 12:59

8 identicon

Ef við höldum okkur við staðreyndir, þá vitum við að þetta úrhelli var ekkert nýtt.  T.d. þá vantaði 1 metra á að flóðið í Brisbane ánni jafnaði flóðið 1974.

Almenningsálitið í Ástralíu hefur jafnt og þétt verið að missa trúnna á að hlýnun af okkar völdum sé áhyggjuefni.  Og ég er nokkuð sannfærður um að áróður loftslagáhyggjumanna:
- Að þurrkarnir séu af okkar völdum og til langframa og 
- að flóðin séu af okkar völdum og til langframa;
hafa átt talsverðan þátt í að efasemdir séu farnar að vakna.

Það eru hreinlega takmörk fyrir hvað hægt er að hræða almenning lengi.

Finnur (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 03:50

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Bragason (áúandi í Ástralíu):
Það var engin að segja að þetta tiltekna úrhelli væri neitt nýtt...heldur að líkurnar á öfgum í veðri geti aukist við hækkandi hitastig (lesa og skilja Finnur Bragason).

Ég held að þín túlkun á því sem þú telur þig vita að sé áróður (einhver útúrsnúningur frá þér um hvað þú telur að sé til umræðu í Ástralíu - ekki virðist þetta allavega byggja á því sem kemur fram í rannsóknum vísindamanna) sé nú bara tómur tilbúningur og útúrsnúningar...en þú kemur mér kannski á óvart með því að vísa í eitthvað sem styður mál þitt...eða kannski þú sleppir því bara að venju

Þú skautar að venju yfir lélegan málflutning sjálfs þíns hér að ofan (ólesnar tilvísanir) og býrð til eitthvað sem þú telur að séu staðreyndir málsins, en hundsar í raun heildina. Það má t.d. spyrja sig þeirrar spurningar hvort að flóðið í Brisbane og hæð þess sé aðalmálið? Væntanlega ekki, enda svæðið mun stærra sem flóðin náðu yfir og langur tími sem flóðin stóðu yfir, þannig að flóðin voru meira en bara hæð flóðsins í Brisbane. Það má líka spyrja sig að því hvort að flóðvarnirnar sem gerðar voru eftir flóðið 1974 hafi ekki virkað og gert það að verkum að flóðið varð ekki hærra en það varð í Brisbane (þó svo að önnur svæði hafi ekki verið eins "heppin" í flóðavörnum)? Það er t.d. vel hugsanlegt...en Finnur Bragason, sér að auðvitað bara samsæriskenningar um að "loftslagsáhyggjumenn" séu að eyðileggja og hræða heiminn...jammogjæja, ekki meira um það að segja í sjálfu sér

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 11:49

10 identicon

Ef þú hefur engan áhuga á pólitíkinni í kringum loftslagáhyggjur, þá skil ég það alveg Svatli.  En frá mínum sjónarhól þá hafa loftslagáhyggjurnar ekkert að gera lengur með vísindi -- pólitíkin er allsráðandi.  Og ef það eina sem þú hefur fram að færa eru upphrópanir um afneitun og samsæriskenningar -- þá er greinilegt að við getum ekki átt í neinum skoðanaskiptum.

Finnur (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 02:02

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég benda þér bara á augljósar mótsagnir, villur og samsæriskenningar í þínum málflutningi Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu), ef þér líkar það ekki, þá er þér velkomið að kasta hanskanum... Annars virðast þessi mál oft vera af pólitískum toga hjá þeim sem afneita vísindunum, þ.e. þeir telja að þessi mál séu pólitískt plott og geta þ.a.l. ekki annað en afneitað vísindum og koma með alls kyns rökleysur til að styðja mál sitt...jammogjæja, ekkert nýtt undir sólinni varðandi það. Btw. ég hef sett fram rök fyrir máli mínu og bent á gögn, þannig að ekki er það ég sem hef verið með innantómar fullyrðingar, þó ég hafi þurft að svara þessum "röksemdum" þínum, sem virðast byggðar á pólitískum og persónulegum skoðunum þínum, frekar en kunnáttu á vísindunum á bak við fræðin.

En hafðu það gott í Ástralíu, Finnur Bragason, það hefur verið athyglisvert að ræða við þig - stundum er fróðlegt að verða vitni að svona fullyrðingakenndum málflutningi og málflutningi fullum af útúrsnúningum eins og þú stundar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.7.2011 kl. 09:14

12 identicon

Ég bara botna ekkert í því hvað þú ert að fara Svatli.

En ef þér til fróðleiks þú hefur áhuga á að kynna þér það sjónarhorn sem ég var að reyna að benda á, þá er hér grein eftir Björn Lomborg úr The Australian.

En hann vekur upp þá spurning hver ávinningurinn sé af þeim $250 billjónum sem Evrópusambandið eyðir árlega í loftslagsmál.  Ég held að það nokkur vissa um að þessir peningar hafa ekki dregið úr hugsanlegum loftslagsbreytingum.

Finnur (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 00:46

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu):
Það fer stundum svona þegar fólk missir þráðinn, þú ættir kannski að lesa þínar eigin athugasemdir aftur og svo mínar í kjölfarið, það gæti útskýrt eitthvað fyrir þér.

En þú virðist nú ætla að byrja á nýju argumenti...nenni ekki að skoða einhverja pólitíska og hugmyndafræðilega útúrsnúninga frá Björn Lomborg (sem ekki hefur stundað nokkrar rannsóknir tengda loftslagsfræðum og hefur verið marg staðin að fjölda rangfærslna), en hann er þó allavega sammála því að hitastig sé að hækka vegna losunar manna á CO2, þó svo hann dragi allt mögulegt annað í efa... En hvað um það, þetta er enn eitt dæmið um það að færa til mörkin, þegar þér er bent á rökleysur þínar (t.d. með úrkomuna í Brisbane - sem var t.d. rangfærsla hjá þér), þá er bara gripið næsta hálmstráið, sem í þetta skiptið er það Björn Lomborg sem er frægur fyrir rangtúlkanir sínar á vísindunum...þú ættir að skoða hans nálgun nánar, það myndu allavega flestir alvöru efasemdamenn gera...

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.7.2011 kl. 02:22

14 identicon

Málið er nú að ég hef aldrei náð þræðinum hjá þér Svatli, þannig að ég hef ekkert misst.

Þú bara gusar útúrþér yfirlýsingum um afneitanir, samsæriskenningar, rangfærslur og útúrsnúninga.  Það er hugsanlega málefnalegur punktur einhverstaðar í þessum skolpfærslum þínum -- það er bara alltof mikil fyrirhöfn að reyna að ná honum.  Sérstaklega ef manni er síðan bara úthúðað fyrir tilraunina.

Þú værir góður prédikari í sértrúarsöfnuði :)

Finnur (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:22

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nú bara persónulegt skot, sniðugt að kalla mín skrif "skolpfærslur" - einstaklega rafínerað og stílhreint hjá þér Finnur Bragason. Ég kem einfaldlega með mótrök við fullyrðingar þínar, ef þér líkar það ekki, þá geturðu bara haft þennan munnsöfnuð þinn einhvers staðar annarsstaðar...ekki flóknara en það

Merkilegt reyndað að í þínum "rökfærslum" má kenna einhverjum hópi fólks "loftslags-áhyggjumönnum" um flest allt sem afvega fer, en ef maður vogar sér að svara bullinu (ekki í fyrsta skiptið), þá er maður sakaður um að skrifa "skolpfærslur"...spurning að þú hættir þessum leik Finnur Bragason, enda lítið á svona málatilbúnaði að græða

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.7.2011 kl. 00:07

16 identicon

Kallarðu þetta mótrök Svatli:

Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu), takk fyrir að koma með samsæriskenningu dagsins... Þú ætlar væntanlega ekki (venju fremur) að geta nokkura heimilda varðandi þetta gaspur þitt eða hvað? En allavega, alltaf gaman að samsæriskenningum að morgni dags - bætir, hressir, kætir

Ég kalla þetta skólpfærslu, vegna þess as svona skrif eiga ekki heima neinstaðar nema í niðurfallinu.

Finnur (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:04

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er nú bara kjánalegt. Þú kemur með einhverja samsæriskenningu, þar sem þú sakar einhvern ákveðin "hóp" fólks (loftslags-áhyggjumenn) um að hafa verið valdir að stórum hluta tjónsins vegna rigningana í Ástralíu og þar af leiðandi svaraði ég svona. Var varla svaravert, ef þú spyrð mig. En það er reyndar ekki tilviljun að ég nefni að þú komir ekki með heimildir, enda gerirðu það yfirleitt ekki, t.d. hefur þú enn ekki stutt mál þitt um þessa fullyrðingu þína með einhverju sem telst rök eða heimildir sem standast skoðun. Það má því líta á þessa athugasemd í ljósi athugasemdasögu þinnar hér á blogginu og á því alveg rétt á sér...

Annars er þetta nú að verða hálfgert bull að halda þessum "umræðum" við þig áfram, enda virðast útúrsnúningar þínir og rökleysur, botnlaus brunnur sem engan enda tekur... En allavega þá stend ég við mín mótrök Finnur Bragason (ábúandi í Ástralíu), og ég sé að þú ert að verða pirraður á því að þér sé svarað, þú ættir kannski að fara að huga að því að standa við orð þín um að fara að hætta þessum umræðum, enda virðist þetta farið að snúast um allt annað en færsluna sjálfa...

PS. Þú gleymdir broskarlinum í tilvísuninni í orð mín, hér er hann

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.7.2011 kl. 09:26

18 identicon

Ef þú ert að reyna að rugla mig, þá hefur þér tekist það fullkomlega Svatli.

Þú segir hér að ofan:

Ég kem einfaldlega með mótrök við fullyrðingar þínar, ef þér líkar það ekki, þá geturðu bara haft þennan munnsöfnuð þinn einhvers staðar annarsstaðar...ekki flóknara en það

Og svo þegar ég reyni að fá nánari útskýring með því að vitna í það sem þú kallar mótrök, þá segirðu:

Þetta er nú bara kjánalegt. Þú kemur með einhverja samsæriskenningu, þar sem þú sakar einhvern ákveðin "hóp" fólks (loftslags-áhyggjumenn) um að hafa verið valdir að stórum hluta tjónsins vegna rigningana í Ástralíu og þar af leiðandi svaraði ég svona. Var varla svaravert

Og svo þegar ég reyni að útskýra það sjónarmið sem ég byrjaði hér á, með tilvitnun í grein eftir Björn Lomberg, þá svarar þú:

...nenni ekki að skoða einhverja pólitíska og hugmyndafræðilega útúrsnúninga frá Björn Lomborg

Ég bara skil ekki hvað það er í mínum athugasemdum sem fær þig til að eyða umræðunni út bull.  En ég skil allaveg núna hversvegna enginn hefur áhuga á að reyna að hefja umræður á þessu bloggi.

Finnur (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 11:30

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Bragason:
Þér tekst að skauta fullkomlega yfir eigin rökleysur hérna, jæja, en hvað um það, það er ekkert út úr þessari umræðu við þig að hafa. Þú getur væntanlega snúið út úr hverju sem er í huga þér.

Reyndar er það merkilegt að þú (Finnur Bragason) teljir þig vera reyna að nálgast nánari útskýringar á einhverju með því að tala um athugasemdir annarra en sjálfs þíns svona "Ég kalla þetta skólpfærslu, vegna þess as svona skrif eiga ekki heima neinstaðar nema í niðurfallinu." - En svona þróast umræðan oft á stundum...ekki mikið um það að segja í sjálfu sér.

Það eru oft fjörlegar umræður hérna, en þær eru stundum truflaðar af einhverjum fullyrðingum sem ekki standast nokkra skoðun og persónulegum skotum, eins og þú virðist telja að "sanni" mál þitt. Hvernig væri nú að reyna að nálgast umræðuna á málefnalegan hátt í stað þess, vera með munnsöfnuð um "skólpfærslur" þegar þú kemst í rökþrot..?

Ég get svo sem ekki útskýrt alveg hvað það er í þínum athugasemdum, sem fær mig til að svara þér... En til að nefna dæmi, þá eru það m.a. fullyrðingar sem ekki standast skoðun og útúrsnúningar og röklseysur sem eru ekki til annars en að dreifa umræðunni á dreif (t.d. um það að hægt sé að kenna "loftslags-áhyggjumönnum" um tjón af völdum rigningar...), sem ég hef svarað hérna á ákveðin hátt, enda ekki í fyrsta skipti sem þú kemur með svona útúrsnúninga. En ef þér líkar ekki svörin, þá er þér velkomið að hætta Finnur Bragason, ekki málið...

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.7.2011 kl. 11:55

20 identicon

t.d. um það að hægt sé að kenna "loftslags-áhyggjumönnum" um tjón af völdum rigningar...

Ég er alveg til í að reyna þetta aftur.  Ef við byrjum á staðreyndunum, þá getum við fullyrt að:
- Frá aldamótum fór austurströnd Ástralíu í gegnum verstu þurrka í 100 ár.
- Áhyggjur af loftslagsbreytingum voru almennar, sem m.a. átti stóran þátt í stjórnarskiptum í lok 2007, þegar Kevin Rudd varð forsetisráðherra.
- Sem dæmi um hversu almennar loftslagsáhyggjurnar voru, þá talaði Kevin Rudd um að þær væru "greatest moral challenge of our time".
- Annað dæmi um loftslags áhyggjurnar og með þeim varanlega þurrka á austurströndinni, var að stjórn Queensland, ásamt stjórnvöldum Victoríu, réðust í að byggja fokdýrar afsöltunarverksmiðjur (desalination plants).  Í flóðinu um áramótin, dálítið kaldhæðnislega, þá flæddi afsöltunarverksmiðjan í Queensland af ferskvatni og það var grínast með hvort það væri ekki hægt að breyta henni í endursöltunarverksmiðju.
- Undir lok 2010 byrjaði að rigna í Queenslandi, sem náði hámarki með "mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu" þegar Brisbane flæddi í janúar.
- Flóðið í janúar var það stærsta í 35 ár, en fjarri því að vera einsdæmi.
- Wivenhoe stíflan, sem byggð var í eftir flóðið 1974, til að vernda Brisbane fyrir flóðum eins og því í janúar, brást algjörlega.  Og ástæðan var sú að henn hafði ekki verið stjórnað með það í huga að afstýra flóði.  Vatnshæðinn var leyft að að fara alltof hátt.

---

Þá er það spurningin hvað ályktanir við getum leyft okkur.  Ég tel að það séu ansi sterk rök fyrir því að áhyggjurnar á því að langvarandi þurrkar á austurströndinn og tilheyrandi skortur á neysluvatni hafi valdið því að stýring Wivenhoe stíflunnar var breytt þannig að megin hlutverk hennar var vatnsöfnun -- enginn havði áhyggjur af flóðavörnum.   Og ef lofslaglíkön fyrir austurströnd Ástralíu eru skoðuð, þá sýna stöðugt ágengari þurrka.

----

Og ég get nú ekki séð að Björn Lomberg sé með útúrsnúninga þegar hann skrifar að Evrópusambandið eyði 250 milljórðum dollara árlega í loftslagsstefnu sína -- með engum mælanlegum árangri.

Finnur (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 13:58

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir að reyna að vera málefnalegur Finnur Bragason og takk fyrir að koma skoðun þinni á framfæri á tiltölulega málefnalegan hátt fyrir rest. Ekki að ég sé sammála þér um þína nálgun almennt, en hvað um það...

Ég hef ekki hug á að rökræða þetta frekar við þig, enda eru þetta fyrst og fremst þínar skoðanir, sem þér er velkomið að hafa og mér ber ekki að svara þeim sérstaklega í sjálfu sér... Það sem ég segi þó hér að lokum, er að Mælingar staðfesta kenninguna, sem er náttúrulega staðreynd sem erfitt er að líta fram hjá.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.7.2011 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband