6.7.2011 | 21:28
RÚV – Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Breskur fréttaskýringaþáttur um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Á liðnum árum hefur hart verið deilt um loftslagsbreytingar og vísindin sem notuð eru til að mæla þær og meta. Í þættinum er leitað svara við því hvað við vitum í rauninni um loftslagið og áhrif þess á okkur. Þótt yfirvöld, vísindamenn og baráttufólk haldi því fram að loftslagið í heiminum sé að breytast er eins og margir trúi því hreinlega ekki að hnattræn hlýnun sé staðreynd. Talað er við vísindamenn sem eru á öndverðum meiði um málið og athugað hvað þeir geta verið sammála um og þar kemur sitthvað á óvart.
Eftir að hafa kynnt mér þetta lítillega, þá skilst mér að það verði rætt við þá John Christy og Björn Lomborg frá hlið efasemdamanna, en m.a. eiga þeir Bob Watson and Bob Ward að koma fram fyrir hönd þeirra sem telja að gróðurhúsavandinn sé raunverulegur, sjá nánar á vef BBC. Einnig er rætt við fleiri, m.a. loftslagsvísindamanninn Michael Mann, svo einhver sé nefndur. Þetta er einungis 30 mínútna þáttur og er því erfitt að sjá fyrir sér að spurningum varðandi þessi mál verði svarað svo vel sé, en þetta getur væntanlega orðið fróðlegt. Hér undir má sjá stutt brot úr þættinum (reyndar u.þ.b. 1/6 úr honum, þar sem um stuttan þátt er að ræða), en þarna er komið inn á villu IPCC varðandi jöklana í Himalaya og hið svokallað climategatemál, vonandi ná þeir að útskýra það nánar í þættinum spurning líka hvort þeir nefni augljósar villur efasemdamanna í leiðinni..? Merkilegt reyndar að þátturinn virðist hafa verið kallaður Whats up with the weather? í Bretlandi, sem er strax dáldið merkilegt, miðað við að umfjöllunarefnið eru loftslagsbreytingar. En allavega, þá mun ég horfa á þáttinn og vonandi gefst mér tækifæri á að skrifa eitthvað um hann síðar.
[...]
Myndbandið má sjá á loftslag.is, RÚV Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Tengt efni á loftslag.is:
- Climategate Nú ár er liðið skandallinn sem ekki varð
- Tag Climategate
- Mælingar staðfesta kenninguna
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Athugasemdir
Eitt sem ég veldi þó nokkuð fyrir mér, er litla-Ísöldin svokallaða. Samkvæmt nýjum rannsóknum er talið að meðalhiti hafi lækkað um allt að 4 gráður á slóðum norrænna manna á miðöldum, sem segir manni að hitastig á fyrir litlu-Ísöldina hafi verið mun hærra en í dag.
Líklegasta skýringin á þessu falli í hita er talin vera vegna lítillar virkni sólarinnar.
Ég spyr því afhverju er hitastig í dag mun lægra en fyrir litlu-Ísöldina þrátt fyrir að co2 sé í mun meira magni í dag en á miðöldum? Getur verið að sólin spili þar inn í, þ.e.a.s. meiri fjarlægt sólar frá jörðu og litil virkni?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 00:04
Hitastig í dag er ekki mun lægra en var fyrir "litlu ísöldina" - hitastig í dag er almennt talið vera hærra en var við "miðaldahlýnunina" (fyrir "litlu ísöldina"). Ekki veit ég hvaða rannsóknir þú ert að vísa til, en gott væri að fá heimild - ég veit ekki til þess að þetta sé rétt hjá þér (hugsanlega einhversstaðar staðbundið, en allavega ekki á heimsvísu).
Hér er m.a. eitt graf yfir hita á heimsvísu frá síðustu ísöld, sveiflurnar eru langt frá því að vera af stærðargráðunni 4°C, hvað sem hugsanlega má segja um einstök staðbundin áhrif (takið eftir að 2004 er merkt inn vinstra megin á grafinu):
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2011 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.