Hlýnun eða kólnun - Hitastig í júlí - Gestapistill

Síðustu tvær færslur á loftslag.is hafa fjallað um hitastig. Sú fyrri um hitastig í veðrahvolfinu í júlímánuði og þróun þess, ásamt túlkunum á sveiflum í þeim mælingum. Sú síðari er fróðlegur gestapistill eftir Emil Hannes Valgeirsson.

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það  er hugsanleg að eldgosin tvö hérlendis - hafi haft einhver áhrif....  það er reyndar gamlar heimildir sem telja svo vera...

Kristinn Pétursson, 4.8.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki talið líklegt Kristinn - en ef þú hefur heimildir fyrir því, þá máttu gjarnan vísa á þær og við skoðum þær nánar. En þessi eldgos sem þú ert að ræða um eru minni en svo að þau hafi teljandi áhrif á hitastig jarðar.

En það er þó tvennt í þessu, það er ekki að kólna á jörðinni, þó svo það komi eðlilegar sveiflur í mælingum í veðrahvolfinu (ef það er það sem þú ert að spá í) og eldgosin tvö voru of lítil til að hafa áhrif á hitastig á jörðinni - og það eru í sjálfu sér engin tengsl á milli þessara tveggja staðreynda.

Þau eru ekki mjög mörg eldgosin sem hafa áhrif á loftslag jarðar, en þó kemur eitt og eitt stöku sinnum - en það á ekki við um þau tvö sem hafa verið á Íslandi undanfarið rúmt ár.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.8.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Spurning hvort Kristinn sé að meina áhrif eldgosa til hlýnunar eða kólnunar.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.8.2011 kl. 23:07

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki gott að átta sig á því hvort er, Emil - en hann getur kannski útskýrt það nánar ef honum hugnast það...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.8.2011 kl. 23:35

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Loftslag.is hefur fjallað um eldvirkni og loftslag út frá nokkrum sjónarhornum, sjá t.d. eftirfarandi:

Höskuldur Búi Jónsson, 5.8.2011 kl. 09:06

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekkert bólar á heimildunum hjá Kristni...

En ég mæli allavega með tenglunum sem Höskuldur vísar á, þar má lesa ýmislegt um efnið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.8.2011 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband