Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Á loftslag.is má sjá fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, lítur hlutina gagnrýnum augum og leyfir sér að efast um fullyrðingar sem settar eru fram, t.d. á bloggsíðum, án frekari rökstuðnings. Í útskýringu við myndbandið virðist hann skrifa beint til þeirra sem hafa fallið í þann pytt að trúa innihaldslausum fullyrðingum sem hægt er að finna á bloggsíðum sem aðhyllast afneitun vísinda, og segir Potholer m.a. (í lauslegri þýðingu): 

Ég veit að þú hefur lesið það á bloggsíðum að búið sé að sýna fram á fylgni á milli geimgeisla og hitastigs og þegar þú ert einu sinni farinn að trúa þesss háttar staðhæfingum er erfitt að sannfæra þig um vísindin. Hvað um það, gerum tilraun…

Í þessu myndbandi lítur Potholer54 á það sem fram kom í nýlegri rannsóknarskýrslu Kirby o.fl. 2011 varðandi geimgeisla og hitastig Jarðar. En sú skýrsla virðist hafa valdið einhverju fjaðrafoki og töluverðum misskilningi meðal “efasemdamanna” sem virðast þó hafa lesið furðu lítið af sjálfri skýrlsunni áður en sterkar ályktanir voru dregnar, sjá t.d. umfjöllun okkar Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks? Heimildir eru Potholer54 ofarlega í huga nú eins og áður og að sjálfsögðu las hann skýrsluna og dró ályktanir af þeim lestri og þeim gögnum sem fyrirliggja…það er hægt að læra ýmislegt af hans vinnulagi.

[...]

 

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband