Climategate mark 2 – Sölumenn vafans snúa aftur

Í myndbandi, sem sjá má á loftslag.is, má sjá fróðlega greiningu frá Potholer54 um hið nýja plathneyksli sem “efasemdamenn” eru að reyna að spinna upp nú um stundir og hafa kallað climategate 2,0 (frumlegheitin eru í hávegum höfð á þeim vígstöðvum). Það virðist vera sem þeir hafi “fundið” fleiri stolna tölvupósta til að birta – reyndar er eitthvað af því það sama og kom fram fyrir 2 árum og varla nokkuð nýtt í því, en nýtninni er þó fyrir að fara, ekki má taka það frá “efasemdamönnum” í þetta skiptið. En venju samkvæmt taka “efasemdamenn” hlutina úr samhengi og mistúlka af stakri “snild”…ekkert nýtt í því í sjálfu sér – sama aðferðafræðin er notuð aftur nú 2 árum seinna og núna er það rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Durban. Hvers vegna ættu “efasemdamenn” að henda góðu plotti fyrir róða, enda gekk það vonum framar síðast? Spyr sá sem ekki veit…

En, það má segja að það sé góð flétta hjá Potholer54 í myndbandinu, krydduð með léttri kaldhæðni og nettu líkingamáli. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag.

Eftir að ég sá þennan pistil fór ég að Gúgla á netinu og fann þá nokkuð sem mér sýnist vera mjög gott yfirlit um Climategate 2.  Vissi ekki að málið væri svona rosalega umfangsmikið.

Segið mér, ég veit nokkurn vegin hvað Climate er, þ.s. einhverskonar veður, en hvað er þetta gate? Ég skil ekki alveg.

Mér skilst að um sé að ræða um 5000 tölvubréf, en þarna er búið að vinsa það áhugaverðasta úr. Eiginlega varð ég mjög hissa þegar ég sá þetta. Það er vel þess virði að lesa það vel.

Tölvukall (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:16

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tölvukall - þú finnur það sem þú leitar að á netinu, það er nóg af samsæriskenningum í gangi þar, blandað léttum rangtúlkunum, sérvöldum frösum, grófum mistúlkunum o.s.frv. Ég myndi persónulega ekki treysta miklu sem kemur frá Anthony Watts og þeirri afneitun vísinda sem þar er stunduð (bara nefna það af því að þú tengdir á hann, sjá t.d. Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum). Aftur á móti (ef þú hefur séð myndbandið - eða lesið þér til), þá er mjög auðvelt að sjá hvernig þeir sem afneita vísindum vinna og mistúlka samhengi þessara tölvupósta - með vilja kannski? Það er auðvelt að falla í þann fúla pytt að trúa þessum mistúlkunum, en með smá gagnrýnni hugsun, þá er hægt að sjá að það býr lítið sem ekkert að baki þeim staðhæfingum sem afneitunarsíðurnar halda á lofti...

Það er ekkert nýtt í þessum 5000 tölvupóstum...meira að segja spurning hvort að þetta eru nýir tölvupóstar (er komið inná það í myndbandinu)...

Þú getur lesið þér til um fyrra málið t.d. hér, Climategate 2.0 – Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu?

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 14:28

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Tölvukall

Það er kannski viðeigandi hjá þér að vísa í bloggið hans Anthony Watts - en Watts er mjög nátengdur sölumönnum vafans (sbr nafn færslunnar) og bloggar nær eingöngu um það sem getur orðið þess valdandi að viðhalda status quo (þ.e. að ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda). Upplýsingar um hann má finna hér - það væri ólíkt honum að gera ekki mikið mál úr þessu (sérstaklega á þeim tímapunkti þegar menn eru í viðræðum um að draga úr losun - sjá COP17).

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband