19.7.2012 | 10:00
Auknir veðuröfgar breyta almenningsáliti í Bandaríkjunum
Samkvæmt könnuninni þá eru 60 % Bandaríkjamanna líklegri til að kjósa frambjóðendur sem eru meðfylgjandi breytingum á skattakerfinu sem myndi auka skatta á jarðefnaeldsneyti. Við könnunina voru Bandaríkjamönnum skipt niður í sex flokka, frá þeim sem höfðu verulegar áhyggjur og yfir í þá sem höfðu engar áhyggjur af hnattrænni hlýnun jarðar. Þeir þrír hópar sem höfðu áhyggjur töldu líklegt að með hópþrýstingi væri hægt að hafa áhrif á þingmenn varðandi viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Óhætt er að segja að um töluverða viðhorfsbreytingu sé að ræða hvort hún sé komin til að vera á eftir að koma í ljós.
Heimildir og ítarefni
Yale Project on Climate Change Communication: Global Warmings Six Americas in March 2012 and November 2011
RÚV: Hitinn í Bandaríkjunum drepur
Tengt efni á loftslag.is
- Öfgar í veðri líkurnar aukast
- IPCC telur að aukin tilfelli öfga í veðri sé tengt hækkandi hitastigi
- El Nino og loftslagsbreytingar út þessa öld
- Loftslag og veður öfgar aukast
- Óvenjulegt veður árið 2010
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Öfgarnar eru oft mestar hjá óvönduðum "vísindamönnum" sem einskis svífast til að fá útrás fyrir athyglissýkina í sumum tilfellum.
Hérlendis er higastig sjávar loksins að líkjast aftur því hlýskeiði sem var á Íslandi 1924-1960.
Eins og ég hef bent á - þarf að taka alla hitamæla í borgum út úr gagnagrunni um "hnattræna hlýnun"
Það er bara grín - en ekki vísindi - að vera með borgamræla inn í svona gagnagrunni - enda þarf enga borgarmæla inn í gagnagrunninn.
Gagnagrunnurinn þarf að fara í "síu" (endurskoðun) þar sem einungis verða eftir mælar þar sem engar breytingar hafa orðið í umhverfi síðustu 100 árin - og að mælirinn hafi ekki verið á flakki um borgina eins og t.d. í Reykjavík.
Þið hjá Loftslagi.is getið lagt ykkar af mörkum við að láta taka alla vafasama mæla út út gagnagrunni um hnattræna hlýnun. Þá verður málstaðurinn um hnattræna hlýnun nákvæmari og trúverðugri.
Stækkandi borgir - með hækkandi trjám og meira skjóli- hækka hita langt umfram það sem hitastigið myndi breytast ef engar breytingar væri í umhverfi.
Þannig vinna alvöru fagmenn - taka allt vafasamt út úr gagnagrunninum.
Kristinn Pétursson, 19.7.2012 kl. 20:04
Kristinn Pétursson, gaman að því að þið "efasemdamennirnir" hafið vaknað af dvala með gömlu "góðu" mýturnar...
Þú getur t.d. lesið nánar um þessar vangaveltur þínar, t.d. hér, þar sem eftirfarandi kemur fram:
Annars eru þessar athugasemdir þínar með síendurteknum mýtum sem ekki eiga við nokkur rök að styðjas orðnar hálf leiðigjarnar og bið ég þig því að hætta þeim. Ég ætla ekki að loka á þig (eins og þú hefur gert við mig þegar þú getur ekki svarað fyrir þig), heldur bið ég þig bara að hugsa og skoða hlutina áður en þú kemur með þessar síendurteknu óhugsuðu athugasemdir þínar, góð byrjun væri t.d. á loftslag.is, Vísindin á bak við fræðin.
Þú heldur því greinilega fram að vísindamenn séu að ljúga að almenningi og að þetta sé eitt stórt plott og lygi - þú verður að eiga svoleiðis samsæriskenningar við sjálfan þig...ég nenni varla lengur að elta ólar við þess háttar málflutningi hjá þér Kristinn Pétursson.
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 21:36
Ég hef reynt að benda ykkur á það áður að ef sjávarhiti við Ísland er núna fyrst að nálgast það sem hann var á hlýskeiði á síðustu aldar þá ætti lofthitinn einnig að vera að nálgast það sem hann var á hlýskeiði síðusta aldar. Málið er hinsvegar að lofthiti á Íslandi síðustu ára hefur verið yfir því sem best gerðist á hlýskeiði síðustu aldar (bæði samkvæmt dreifbýlis og þéttbýlisathugunum). Þetta bendir einmitt til þess að eitthvað annað en aukinn sjávarhiti er valda auknum lofthita núna.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.7.2012 kl. 22:00
Eða svo ég orði þetta síðasta betur, þá bendir þetta til þess að það sé ekki bara aukinn sjávarhiti sem veldur núverandi hlýskeiði, eitthvað annað hlýtur líka koma við sögu.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.7.2012 kl. 22:06
Emil, eins og þú veist þá gefa vísindin okkur nokkuð ákveðið svar (sem reyndar "efasemdamenn" afneita), en það eru áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda á hitastig jarðar. Það virðast ekki vera neinir aðrir upplagðir orsakavaldar að núverandi hlýnun (sem er staðreynd þó að Kristinn Pétursson reyni að malda í móinn með það). Til að nefna einhver dæmi, ekki er það sólin (Mýta - Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar), ekki er það af völdum geimgeisla (Mýta - Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla), ekki er að kólna (Mýta - Það er að kólna en ekki hlýna) o.s.frv. Sjá enn fleiri mýtur á loftslag.is.
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 22:21
Þetta "eitthvað annað" sem ég nefni gæti nefnilega verið aukin losun gróðurhúsalofttegunda þannig að ég er ekki að mótmæla þeim vísindum. Hinsvegar ef við tölum um Ísland þá stjórnast hitinn hér að töluverðu leyti af náttúrulegum sveiflum í sjávarhita, t.d. var sjórinn kaldari hér á áttunda áratugnum en á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Best er því að skoða þróun hitafars á Íslandi með því að bera saman tímabil þegar sjávarhiti er svipaður.
Miðað við athuganir frá Stykkishólmi þá hefur verið 0,32° hlýrra síðustu 10 ár en á hlýjasta 10 ára tímabili síðustu aldar (1932-1942). Það er dæmigert fyrir landið í heild og ekki fjarri því sem hefur hlýnað á jörðinni á sama tímabili. Ég nefni þetta vegna þess að Kristinn talar gjarnan um sjávarhita og hefur sjálfsagt einhverja þekkingu á því miðað við fyrri störf.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.7.2012 kl. 23:23
Ég held að það sé ekki sjálfgefið að það sé hægt að orða það sem svo að Kristinn Pétursson hljóti að hafa þekkingu á sjávarhita þó hann hafi álpast á sjó einhvern tíma. Það virðist alla vega ekki vera mikið samhengi í þekkingu hans varðandi hitastig almennt.
Hitt er annað mál að ég er viss um að þú (Emil) ert með haldgóða þekkingu á gróðurhúsaáhrifum og hef ég ekki talið þig mótmæla þeim vísindum, bara svo það komi skýrt fram.
Annars fjallar færslan um að auknir veðuröfgar virðast hafa áhrif á almenningsálit í Bandaríkjamanna varðandi hlýnun jarðar. Sjávarhitastig á Íslandi er því ekki innihald færslunnar, eða hvað þá samhengislausar ávirðingar og samsæriskenningar Kristins Péturssonar gagnvart vísindamönnum og þeirra aðferðafræði. Við skulum því bara sleppa því að ræða þessi mál á hans nótum - er tilgangslaust í sjálfu sér...
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 23:42
Er það ekki bara venjan að umræðan um loftslagsmál fari um víðan völl og gjarnan langt út fyrir upphaflegt efni? Annars er ekki óeðlilegt að hitabylgjur, þurrkar og skógareldar fái fólk til að taka loftslagsbreytingum alvarlega. Að sama skapi aukast efasemdir þegar kuldaköst og fannfergi einkenna veðurfar.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.7.2012 kl. 23:49
Emil:
Jú, það er venjan að umræðan fari um víðan völl, en mér leiðast upphrópanir "efasemdamanna" eins og Kristins og tel því óþarfi að ræða hans nálgun frekar - það er mitt innlegg til að hætta að ræða hans nálgun (það má kalla það að umræðan fari um víðan völl í sjálfu sér, enda er ég að gera athugasemd við ákveðin hluta umræðunnar sem ég tel ekki á borð berandi).
Hitt er annað mál að það er ekki óvenjulegt að öfgar í veðurfari (sem hafa verið áberandi á undanförnum árum) opni augu fólks fyrir því sem er að gerast í kringum það. Það er nú almennt talið að með hækkandi hitastigi geti öfgar í veðri orðið meiri, þannig að þetta er svo sem ekki undarleg umræða í ljósi þess að við virðumst vera upplifa ákveðna veðuröfga um allan heim...eins og einnig í USA eins og nýleg dæmi sýna. Þessir öfgar þar virðast hafa áhrif á almenningsálitið þar. Mér þykir það merkilegt að það þurfi einhverja öfga til að fólk fatti hvað er í gangi...en það virðist oft þurfa eitthvað öfgakennt til að vekja fólk til umhugsunar - ekkert nýtt í því í sjálfu sér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 23:59
Kristni finnst greinilega í lagi að koma með illa ígrundaðar fullyrðingar á loftslagsblogginu - en þegar við ræðum málið á vísindalegum nótum á hans bloggi, þá er fljótt að lokast fyrir okkar skrif. Það hafa Sveinn og Emil hér fyrir ofan kynnst og ég líka.
Því get ég ekki sýnt þessum undarlegu fullyrðingum hans þá virðingu að svara þeim - enda skrifaði ég ýtarlegt svar við einmitt svipaðri athugasemd og hann kemur með hér.
Ástæðan fyrir ritskoðuninni held ég að hafi verið sú að ég sagði að um misskilning væri að ræða hjá honum að mikil bjögun myndaðist við hitamælingar í þéttbýli og vísaði í þessa umfjöllun:
http://tamino.wordpress.com/2011/10/20/berkeley-team-says-global-warming-not-due-to-urban-heating/
Sú athugasemd var inni í kannski 5 mínútur áðan og svo hent út og lokað á mig.
Kristinn, var það of gróft af mér að benda þér á hvað vísindamenn voru að skrifa um málið?
Höskuldur Búi Jónsson, 20.7.2012 kl. 00:49
Talandi um Tamino á Open Mind, hann var að birta glænýja og fróðlega færslu um hitastig, sjá http://tamino.wordpress.com/2012/07/20/craps/
Fróðlegt að vanda hjá Tamno, þarna má m.a. lesa eftirfarandi:
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 01:03
Litlu strákarnir með loftslagsmýturnar bara mættir aftur á svæðið?
Eigum við ekki að bíða með að telja kjúklingana þangað til þeim verður slátrað?
"Despite the results, climate scientists remain somewhat mixed on global warming’s impact on individual weather events. While in the last year, reports issued by climate groups like the Intergovernmental Panel on Climate Change said there may be a link between global warming and the severity of individual weather events across the globe.
However, many climate scientists concede that it could be years, if not decades, before a more firm link can be established between the two. According to David Robinson, the state climatologist at Rutgers University, finding a direct correlation between global warming and severe weather is tricky because there is far more variability than simply measuring the warming of the Earth. Additionally, reliable temperature data exists going back more than a century, while data on extreme weather only extends back decades."
(http://www.nj.com/weather-guy/index.ssf/2012/04/most_americans_believe_global.html)
"Hvissssssssssss...." Þar kviknaði í enn einni loftslagsmýtunni hjá piltunum!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 01:50
Talandi um ritskoðun - þar kemur Hilmar "ritskoðari" Hafsteinsson.
Hver er punkturinn hjá þér?
Höskuldur Búi Jónsson, 20.7.2012 kl. 09:05
... reyndar var ekki verið að ræða um ritskoðun Höski minn, heldur meintar "öfgar í veðurfari tengdar hnatthlýnun". En þú hefur nú svosem átt erfitt með að halda þræðinum í umræðum.
Punkturinn hjá mér er einfaldlega að kanna hvort þið loftslagsmýtumeistararnir séu læsir á enska tungu. Ef svo er þá þarftu ekki að spyrja:
"Despite the results, climate scientists remain somewhat mixed on global warming’s impact on individual weather events. While in the last year, reports issued by climate groups like the Intergovernmental Panel on Climate Change said there may be a link between global warming and the severity of individual weather events across the globe.
However, many climate scientists concede that it could be years, if not decades, before a more firm link can be established between the two. According to David Robinson, the state climatologist at Rutgers University, finding a direct correlation between global warming and severe weather is tricky because there is far more variability than simply measuring the warming of the Earth. Additionally, reliable temperature data exists going back more than a century, while data on extreme weather only extends back decades."
En þið félagarnir eruð náttúrulega snillingar í að hrapa að ályktunum, al la Al Gore.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 10:03
Höskuldur:
Hilmar man kannski ekki eftir að hafa ritskoðað okkur og það er svo sem ekkert við því að gera að minni hans sé ekki betra en svo. Merkilegt að spá í það að meira að segja tilvísun hans (sem er reyndar gott að fá, þá getur maður lesið það sem þar stendur og skilið) útskýrir ekki mál hans eða hvert hann er að reyna að fara... Mér sýnist í sjálfu sér ekkert í tilvísun hans vera þess eðlis að það geti útskýrt upphrópanir hans - það er allavega ekkert nýtt í tilvísuninni og mér sýnist hún í helstu atriðum geta verið rétt og góð og ekki vera nein mýta og sjálfsögð skoðun þess sem skrifar hana.
Ég efast reyndar um að Hilmar viti hvað stendur í tilvísun sinni eða þýðingu þess almennt, enda virðist hans aðalmarkmið ekki vera með ályktanir byggða á þessari tilvísun, heldur kannski meira að viðra skoðun sína á okkur...ekkert nýtt í því í sjálfu sér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 11:45
Þakka þér fyrir, Svatli minn, að tala máli mínu við Höska og auðvitað er það satt hjá þér að tilvitnunin góða er rétt. Svona er nú einfalt að ná sameiginlegri niðurstöðu piltar mínir.
"Þrátt fyrir niðurstöður (innsk: umræddrar skoðanak.) eru loftslagsvísindamenn áfram í vafa um áhrif (innsk: meintrar) hnatthlýnunar á auknar öfga í veðurfari. (innsk: þrýstihópar) Fylgismenn kenninga um hnatthlýnun gáfu út skýrslur á síðasta ári, þ.á.m. IPCC, þar sem því er haldið fram að það geti verið tengsl milli hnatthlýnunar og aukinna öfga í veðurfari.Margir loftslagsvísindamenn telja að það geti þurft ár, ef ekki áratugi, áður en unnt sé að staðfesta öruggari tengsl milli þessara veðurfarsþátta. Samkvæmt David Robinson, loftslagsfræðingi við Rutgers Háskólann, er það snúið mál að finna bein tengsl á milli (innsk: meintrar) hnatthlýnunar og aukinna veðurfarslegra öfga, vegna þess að breyturnar eru mun fleiri en einungis að mæla hnatthlýnun. Að auki eru áreiðanlegar hitatölur ekki nema aldargamlar og gögn um veðurfarslega öfga eru einungis áratugagamlar(innsk:!)"
Þá er það staðfest að við Svatli erum sammála um þessa nálgun. Nú bíð ég bara eftir að Höski taki undir með okkur í heilögu vísindaharmoníum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 14:20
Hilmar: Þessi færsla er um skoðunarkönnun um almenningsálit í Bandaríkjunum.
Við á loftslag.is vitum vel að vísindamenn vilja ekki tengja einstaka atburði í veðri umhugsunarlaust við hnattræna hlýnun. Það hafa þó birst fleiri og fleiri greinar undanfarin misseri þar sem niðurstaðan er sú að án hnattrænnar hlýnunnar þá hefði viðkomandi atburður varla orðið (ofsakennd úrkoma, langvinnir þurrkar eða hitabylgjur sem dæmi). Þessi færsla ætti að útskýra þetta fyrir þér:
Öfgar í veðri – líkurnar aukast
Höskuldur Búi Jónsson, 20.7.2012 kl. 14:39
Þakkir fyrir svarið Höski minn. Þá erum við félagarnir, Höski, Svatli og ég, sjáanlega og ómótmælanlega sammála í þessu efni - enda allir Íslendingar og sæmilega hugsandi menn.
Það er svo í takt við stöðu fræðslumála í Bandaríkjunum að aukinn meirihluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að hlaupa eftir tilfinningum í stað þess að láta rökhyggjuna ráða - eins og Höski, Svatli og ég.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 16:45
"Óhætt er að segja að um töluverða viðhorfsbreytingu sé að ræða – hvort hún sé komin til að vera á eftir að koma í ljós."
Því miður er þetta að öllum líkindum allt of seint og skaðinn löngu skeður. Það var tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum, en vegna þess að það hefði tímabundið getað komið niður á gróða einhverra aðila var það tækifæri ekki nýtt.
Eftir 100 ár verður litið á þá sem komu í veg fyrir að útblástur gróðurhúsalofttegunda yrði minmkaður sem mestu glæpamenn mannkynssögunnar.
Það er til nóg af hreinum orkugjöfum. Eina ástæðan fyrir því að við notum ennþá svona mikið af olíu er vegna þess að þeir sem græða á olíuframleisluhafa mikil völd og berjast um á hæl og hnakka til að villa um fyrir almenningi. Eins og sjá má í umræðunni hér og annars staðar hefur áróðursstríð þeirra verið vel heppnað og margir látið blekkjast.
Hörður Þórðarson, 20.7.2012 kl. 20:35
Takk fyrir innleggið Hörður, ég hef lítið við það að bæta. Held reyndar að það verði jafnvel fyrr að við munum líta þá hornaugum sem afneita loftslagsvísindum, kannski byrjað nú þegar þó ekki sé farið að telja þá glæpamenn almennt...en það gæti orðið - allavega varðandi þá sem eru mjög aktívir á því sviði.
PS. Hilmar, ég skil ekki enn hvað við eigum að vera sammála um...er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma að sem ég hef hugsanlega misst af?
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 21:03
Ertu kominn með eftirþanka Svatli minn? Við erum einfaldlega sammála um að umrædd tilvísun mín "sé í helstu atriðum rétt og góð og ekki nein mýta og sjálfsögð skoðun þess sem skrifar hana."
Félagi Höski tekur undir þetta og skrifar "Við á loftslag.is vitum vel að vísindamenn vilja ekki tengja einstaka atburði í veðri umhugsunarlaust við hnattræna hlýnun."
Þetta þýðir einfaldlega á mæltu máli að umrædd skoðunarkönnun, þar sem fram kemur að 70 % bandaríkjamanna eru sammála fullyrðingum um að hnattræn hlýnun sé að hafa áhrif á veður í Bandaríkjunum" er með öllu ómerk og að engu hafandi - vísindalega - vegna þess að verið er að spila með tilfinnangar fólks en ekki vísindalega þekkingu.
Þið getið allt að eins slegið upp niðurstöðum rússneskra skoðanakannana um álit rétttrúnaðarkirkjunnar á mótmælum Pussy Riot. Þær ættu að vera u.þ.b. jafn marktækar fyrir málstaðinn.
http://www.youtube.com/watch?v=ALS92big4TY
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:30
Hilmar:
Eftirfarandi er marklaus túlkun þín:
En þú getur væntanlega búið til eitthvað nýtt í þínu höfði sem styður þínar eigin ályktanir, það er ég viss um ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 21:52
... detta mér nú allar dauðar! Svatli minn ekki sammála sjálfum sér
> " - það er allavega ekkert nýtt í tilvísuninni og mér sýnist hún í helstu atriðum geta verið rétt og góð og ekki vera nein mýta og sjálfsögð skoðun þess sem skrifar hana." (Sveinn Atli Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 11:45)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 14:54
Hilmar er ekki svara verður...
Btw. ef við Hilmar erum svona sammála (eins og hann telur einhverra hluta vegna), þá hlýtur hann að telja að núverandi hlýnun jarðar (sem er staðreynd) sé af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum, eins og allar vísbendingar benda til... Reyndar var Hilmar mikið að spá kólnun á Jörðinni þegar það kom smá kuldakast á Íslandi í desember - ekki hefur nú bólað á því og hitastigið heldur hækkað síðan þá á heimsvísu, sjá t.d. hér - það heyrist þó lítið frá Hilmari varðandi svona staðreyndir, sem eru óþægilegar afneitun hans...
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2012 kl. 15:08
Var í Tyrklandi í Júní og þá var hitin næstum 10gráðum yfir meðaltali., þann mánuðuinn. Þetta ár er ekki El ninó ár, en samt voru sett yfir 3000 hitamet í usa. Bendir ekki allt til þess að þetta verði eitt af 10 heitustu árum frá upphafi mælinga? hvað skýrir þessar rosalegu ofgar í veðurfarinu annað en gróðuhúsaáhrifin?
albert (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 16:12
Tekið úr magnaðri grein hérna fyrir neðan.
Meteorologists reported that this spring was the warmest ever recorded for our nation – in fact, it crushed the old record by so much that it represented the "largest temperature departure from average of any season on record." The same week, Saudi authorities reported that it had rained in Mecca despite a temperature of 109 degrees, the hottest downpour in the planet's history.
Read more: http://www.rollingstone.com/politics/news/global-warmings-terrifying-new-math-20120719#ixzz21elv6ANO
albert (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 17:53
Þetta er búin að vera mikil hitabylgja í BNA í vor og í sumar (kannski ekki búin enn þá), það er rétt Albert - kannski einhverjar "efasemdaraddir" þarna vesturfrá þagni við svona hitabylgju...eða kannski ekki. Ég hafði svo sem ekki fylgst með hitastiginu í Tyrklandi og veit því lítið um það hitamet...10 gráður hljóma sem mikið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.7.2012 kl. 11:34
Hér eru nýjir "mýtu"möguleikar
http://visir.is/gja-undir-sudurskautslandinu-varpar-ljosi-a-haekkun-sjavarbords/article/2012120729358
Kristinn Pétursson, 26.7.2012 kl. 18:40
Vísindi Kristinn, vísindi.
Höskuldur Búi Jónsson, 26.7.2012 kl. 23:18
hérna er talað við Professor James Hansen hjá Nasa.
http://www.independent.co.uk/news/world/americas/heatwaves-are-proof-of-global-warming-says-nasa-scientist-8008441.html
albert (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.