15.9.2012 | 10:35
Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum
Í kjölfar mikillar bráðnunar hafíssins á Norðurskautinu nú í sumar, má búast við röskun í veðrakerfi norðurhvelsins í vetur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er mat Jennifer Francis sem er sérfræðingur í lofthjúpi jarðar í háskólanum Rutgers í New Jersey. Aukinn hiti á Norðurskautinu er þannig talinn geta haft áhrif á skotvinda (e. jet stream) sem gæti aukið tíðni öfgaatburða á fyrrnefndum svæðum.
Hin mikla bráðnun sem orðið hefur á þessu ári, svo slegið hefur fyrri met, er að auka hitainnihald Norður-Íshafsins og andrúmsloftsins, að sögn Jennifer og líkt og að bæta við nýrri orkuuppsprettu fyrir lofthjúpinn.
Sjá nánar á loftslag.is: Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum
...
Heimildir og ítarefni
Þýtt og staðfært úr frétt Climate Central: Astonishing Ice Melt May Lead to More Extreme Winters
Hafísmetið fellur: Arctic sea ice extent breaks 2007 record low
Ástand hafíssins í ágúst: Arctic sea ice falls below 4 million square kilometers
Áhugavert viðtal við Jón Egil Kristjánsson í speglinum um öfgakennt veðurfar
Tengt efni á loftslag.is
- Kaldari svæði við hnattræna hlýnun
- Líkur á öfgum í hita hafa aukist með hnattrænni hlýnun
- IPCC telur að aukin tilfelli öfga í veðri sé tengt hækkandi hitastigi
- Norðurskautsmögnunin
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.