20.9.2012 | 09:50
Hafíslágmarkið 2012 - nýtt met, 18% undir metinu frá 2007
Það eru liðnar þó nokkrar vikur síðan ljóst varð að hafíslágmarkið í ár myndi slá öll fyrri met, með minni útbreiðslu en áður hefur mælst. Það stendur heima og vel það, þar sem metið frá því 2007 var slegið rækilega og var hafís útbreiðslan í ár 18% undir metinu frá því þá, eða 3,41 milljón ferkílómetrar (metið árið 2007 var 4,17 milljón ferkílómetrar) sjá töflu hér undir.
Þann 16. september 2012 fór hafísútbreiðslan í 3,41 milljón ferkílómetra. Þetta virðist vera lágmark ársins í ár. Vegna kólnandi veðurs og lækkandi sólarstöðu mun hafísútbreiðslan líklega byrja að aukast að venju, þó slá megi þann varnagla að veður og vindar gætu enn ýtt lágmarkinu aðeins neðar.
Sjá ítarlega umfjöllun á loftslag.is:
Hafíslágmarkið 2012 nýtt met, 18% undir metinu frá 2007
..
Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:
- Arctic sea ice extent settles at record seasonal minimum
- Arctic Sea Ice Blog - interesting news and data
Tengt efni á loftslag.is:
- Opinbert met Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu
- Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum
- Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Myndband um hafíslágmarkið 2011
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Bræðsluvertíðarlok á Norður-Íshafinu
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
Athugasemdir
Ekki aukatekið orð um ósonlagið Höski og Svatli?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 17:27
Hvað segirðu Hilmar, heldurðu ennþá að það sé að kólna í heiminum
Höskuldur Búi Jónsson, 20.9.2012 kl. 18:29
... held ekkert um það sem ég veit félagi!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 18:48
Hvað segirðu Hilmar, bráðnar hafís hraðar í kólnandi loftslagi?
Höskuldur Búi Jónsson, 20.9.2012 kl. 20:46
Ósonlagið Hilmar..? En ef fólk vill vera í sínum eigin heimi þar sem upp er niður, austur er vestur og kalt er hlýtt, þá þeir um það Hilmar - ekki láta okkur trufla þig með einhverjum staðreyndum sem ekki passa í hugarheim þinn ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.9.2012 kl. 21:26
Ekki nema von að sumir trúi því ennþá eins og hilmar og fleiri að það sé ekki hitna af mannavöldum. þegar fréttamennskan er svona eins og segir í tenglinum fyirr neðan
http://www.heatisonline.org/contentserver/objecthandlers/index.cfm?ID=8335&Method=Full
albert (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.