14.10.2012 | 11:36
Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá var mikil fylgni á milli þess að aðhyllast fjölda samsæriskenninga og að afneita loftslagsvísindum. Að sama skapi virðist sú afneitun sýna töluverða fylgni hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju (e. free-market economics).
Þessi rannsókn styður að mörgu leiti fyrri rannsóknir sem tengt hafa samsæriskenningar við afneitun vísinda, en oft virðist fólk sem aðhyllist samsæriskenningar einmitt nota skort á sönnunargögnum sem styður þeirra eigin sýn á raunveruleikanum - sem rök fyrir því að samsæriskenningin sé sönn.
Heimildir og ítarefni
Lesa má niðurstöðu rannsóknarinnar hér: NASA faked the moon landing|Therefore (Climate) Science is a Hoax: An Anatomy of the Motivated Rejection of Science
Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu Desmogblog: Research Links Climate Science Denial To Conspiracy Theories, But Skeptics Smell A Conspiracy
Tengt efni á loftslag.is
- Mótsagnarkennt eðli röksemda efasemdarmanna um hnattræna hlýnun
- Efasemdir eða afneitun
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
- Afneitunargeitin [Denial-gate]
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er verið að safna sprekum í galdrabrennur kolefniskirkjudómstólsins?
Hvernig er það annars piltar mínir, Svatli og Höski, er ekki örugglega að kólna á Íslandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 18:23
Af vef Veðurstofunnar (heimild):
Sveinn Atli Gunnarsson, 14.10.2012 kl. 18:48
29.09.12:
"Í nótt kom fyrsta næturfrostið á þessu hausti í Reykjavík, -1,2 stig. Síðasta frost í vor var 17. maí. Frostlausi tíminn var því 134 dagar en meðaltalið frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, er 143 dagar en 147 árin 2001-2011.
Frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 hafa 54 septembermánuðir af 93 (þessi talinn með) í Reykjavík verið frostlausir eða 58% allra mánaða. Meðaltal lágmarkshita þessi ár fyrir september er 0,1 stig.
Ekki hefur enn mælst frost á suðausturlandi og við suðurstöndina og reyndar á einstaka stöðvum annars staðar."
(http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/1260061/)
Það fer vel á því hjá þér Svatli minn að vitna í æðstu presta kolefniskirkjunnar á Íslandi sem gleymdu óvart að vara bændur á Norðurlandi við einu mesta hríðaveðri sem gengið hefur yfir landið í september í manna minnum!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 18:58
Hilmar: Þetta er kannski bara samsæri?
Höskuldur Búi Jónsson, 14.10.2012 kl. 20:38
Líklega er að kólna. Ég held jafnvel að næstu mánuðir verði mun kaldari hér á landi en undanfarnir mánuðir.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.10.2012 kl. 21:58
Eins og fyrri daginn þori ég ekki að segja eitt einasta aukatekið orð! Jafnvel þí vitnað sé í sjálfan nimbus. Fari það nú i kolað!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2012 kl. 00:21
Höskuldur Búi Jónsson, 15.10.2012 kl. 22:53
Brrr...mikið er ískalt á Íslandi í dag - kannski tími til að setja alla rökhugsun á kaldan klaka og kæla niður allar vísindalegar vísbendingar um hnattræna hlýnun af manna völdum...brrr
En allri kaldhæðni sleppt, þá má kannski rifja upp eina mýtu sem skýtur stöku sinnum upp kollinum þegar það kólnar lítillega einhversstaðar staðbundið - Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun
Brrr... Emil, þú ert sannarlega spámaður í þínu heimalandi ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.