Ráðstefnan.

Þeir sem ekki vita, þá byrjaði þessi ráðstefna á þriðjudaginn og endaði í dag. Nú þegar hefur ýmislegt áhugavert komið fram, eins og ég hef minnst á áður (t.d. ný gögn um súrnun úthafana

Fyrir þá sem vilja lesa um ráðstefnuna, þá er heimasíða hennar hér. Þar má meðal annars komast í ágrip erinda með því að fara inn á þessa síðu og velja eitthvert session (eftir því hvað hentar hverjum), t.d. session 4 (Vulnerability in Carbon Sinks-fjallað um kerfi sem gleypa CO2 t.d. hafið og hitabeltisfrumskógarnir).

Vísindamenn sendu frá sér fréttatilkynningu með 6 atriðum í lok ráðstefnunarinnar:

Concress key findings - final press release

Hér eru skilaboðin (lauslega þýdd og nokkuð stytt): 

Lykilskilaboð 1: Loftslagsbreytingar

Nýjar ransóknir benda til að svartsýnustu spár IPCC séu að rætast. T.d. Hnattrænn meðalhiti yfirborðs jarðar, hækkun yfirborðs sjávar, breytingar í hafís, súrnun úthafana og öfgar í veðri. Margt bendir til að breytingarnar verði hraðari sem leitt geti til að skyndilegra og óbreytanlegra loftslagsbreytinga.

Lykilskilaboð 2:  Samfélagsleg upplausn

Rannsóknir sýna að samfélög eru gríðarlega viðkvæm fyrir smávegilegum loftslagsbreytingum, fátæk ríki eru í sérstakri hættu. Það yrði erfitt fyrir okkur nútímamenn að ráða við, ef hækkun í lofthita færi yfir 2 gráður á selsíus.

Lykilskilaboð 3: Langtímamarkmið 

Fljótvirk, samfelld og áhrifarík vöktun, með hnattrænni og svæðsibundinni samvinnu er nauðsynleg til að forða okkur frá hættulegum loftslagsbreytingum. Ef farið er hægar í rannsóknirnar er hætt við að ekki verði aftur snúið. Því seinna sem brugðist er við, því erfiðara verður að snúa þróuninni við.

Lykilskilaboð 4: Sanngirni 

Loftslagsbreytingar hafa og munu hafa mismunandi áhrif á fólk eftir löndum og landshlutum, hafa mismunandi áhrif á þessa kynslóð og næstu, og á samfélag manna og lífríki jarðar. Öryggisnet þarf að setja upp fyrir þá sem eiga í mestum erfiðleikum með að ráða við áhrif loftslagsbreytinga.

Lykilskilaboð 5: Aðgerðarleysi er óafsakanlegt 

Það eru engar afsakanir fyrir aðgerðarleysi. Við höfum nú þegar mörg tól og nálganir til að glíma við loftslagsbreytingar. Þau þarf að nota til að draga úr kolefnisnotkun hagkerfisins. 

Lykilskilaboð 6: Standast áskorunina

Til að breyta samfélaginu svo það standist loftslagsbreytinga-áskoruninni, verðum við að velta þungu hlassi og grípa gæsina þegar hún gefst [Nú var ég að komast í þýðingagírinn en komst ekki lengra í bili]


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband