Endajaxlakenningin

Mér var bent á línurit sem olli mér heilabrotum (sá það fyrst hér hjá Ágústi Bjarnasyni):uah_lt_since_1979_810359

Það er Dr. Roy Spencer (einn af andstæðingum kenninga um hnattræna hlýnun af mannavöldum) sem bjó þetta línurit til. Mér skilst að það eigi að sýna fram á að nú sé að kólna aftur, eftir hlýnun undanfarins áratugs, með því að skoða teiknaða trend línu (sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða). Gögn eru fengin frá gervitunglamælingum frá 1979 og til febrúar í ár. Sjá grunngögnin hér

Þetta er ansi sannfærandi línurit og já gott ef það sýnir okkur ekki að nú fari að kólna aftur.

Af því að ég hékk heima, því sonur minn er með flensu þá ákvað ég að skella gögnunum inn í Excel og búa til svona trendlínu. Það er ekkert mál, Excel gerir það nánast fyrir mann ef maður kann ögn á það forrit. Mér tókst að endurskapa þennan feril nokkurn vegin, ekki alveg eins en mjög svipaður:
Trendlína_takmorkud
Með því að smella á myndina og svo aftur, þá ætti að vera hægt að sjá hana stærri.

En ég var að sjálfsögðu allt of forvitinn og ákvað að sjá hvernig þetta trend rímar við fortíðina og hvernig það myndi þá spá fyrir um framtíðina og excel reiknaði:

Trendlína_framlengd
Með því að smella á myndina og svo aftur, þá ætti að vera hægt að sjá hana stærri.

Í ljós kemur að fimbulkuldi kuldaskeiða ísalda ríkti hér á jörðinni um miðja síðustu öld og ekki nóg með það, heldur er að renna upp nýtt kuldaskeið á næstu árum og áratugum. Það mætti kalla þetta endajaxlakenninguna.

Ætli það sé ekki rétt að setja inn ósköp venjulega beina trendlínu svona til samanburðar.

Trendlína_einföldu
Með því að smella á myndina og svo aftur, þá ætti að vera hægt að sjá hana stærri.

Jú, ætli það ekki bara - mér sýnist að það sé ennþá hlýnun í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Höskuldur Búi

Gott að sjá að þér tókst að "endurskapa" ferilinn  sem er á vefsíðu Roy Spencer.

Roy er alls ekki neinn "andstæðingur"  kenningarinnar um hlýnun af mannavöldum. Hann er bara virtur vísindamaður sem hefur líklega manna bestu reynslu af mælingum á hitastigi lofthjúps jarðar frá gervihnöttum, að minnsta kosti meðal reyndustu manna. Ásamt John Christy er hann meðal þekktari manna sem fjalla um þess háttar fjarmælingar. 

Roy Spencer segir þetta reyndar um ferilinn á vefsíðu sinni:

The graph above represents the latest update; updates are usually made within the first week of every month. The smooth curve in the graph is a fourth-order polynomial fit to the data, which smooths out the large amount of monthly variability in the data and helps reveal the underlying ‘trends’. (There is no claim that this curve has any predictive power for the coming months or years.)

Eins og þú veist örugglega, þá er svona "trend line" alveg hlutlaus. Hún getur ekki með nokkru móti sagt fyrir um framtíðina, en aftur á móti hjálpað okkur að skilja og meta gögn. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti eitt sinn á prófi að leiða út eða "sanna" svona aðferðafræði á stærðfræðiprófi. Kennt við Chebychev. Mig minnir að mér hafi tekist það sómasamlega.

Aðalatriðið er að nálgast viðfangsefnin með hógværð og án fordóma. Auvitað vitum við ekki allt þó okkur langi til. Það er samt mikilvægt að rökræða málin með opnum hug.

Bestu kveðjur

 Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir innlitið Ágúst

Mér þótti áhugavert að prófa þetta... enda hafði ég ekkert að gera í dag, meðan sonur minn lá veikur með flensu.

Fyrirfram þá bjóst ég reyndar við að þessi "framlengda trend line" yrði allt öðru vísi og allavega nær því sem hitastigið var á síðustu öld og því kom mér þetta mikið á óvart og ég ákvað því að birta þetta... í gamni. Finnst þetta þó aðeins draga úr áhrifamætti trendlínunnar hans Dr Roy ef eitthvað er. En ekki er ég tölfræðingur og hef því lítið vit á þessu, þetta er mest bara sjónrænt í mínum huga.

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband