31.3.2009 | 22:10
Potholer
Ekkert í sjónvarpinu, hvað á ég að gera? YouTube?
Ég var að þvælast um YouTube og rakst á einn (sem kallar sig Potholer) sem útskýrir hitt og þetta á auðskilinn og fræðandi hátt, m.a. loftslagsbreytingar. Ég held að bæði þeir sem aðhyllast kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum og þeir sem halda því fram að það sé bull, hafi bæði gott og gaman af því að skoða eftirfarandi myndbönd. Ég veit að ég hafði gott af því. Hingað til hafa birst þrjú myndbönd um loftslagsbreytingar og ég ætla að birta þau hér. Það eru þó fleiri fræðandi mynbönd, sem ég ætla sjálfur að skoða en mun líklega ekki birta hérna vegna þess að þau tengjast lítið loftslagsbreytingum. En gjörið svo vel, samtals um hálftími af efni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.