16.4.2009 | 22:38
Veðurfar jarðar í marsmánuði 2009.
Þeir sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum fylgjast að sjálfsögðu með breytingum á veðurfari, það skal þó tekið fram að ýmsar tímabundnar sveiflur geta orðið sem segja lítið um loftslagsbreytingar en eru áhugaverðar eigi að síður. Ef þið eruð forvitin um tíðarfar á Íslandi í mars þá má lesa um það á vef Veðurstofu Íslands, hér.
NCDC (National Climate Data Center) tekur saman mánaðarlega helstu fréttir af veðurfari jarðar hvers mánaðar (og sérstaklega Bandaríkin). Hérna ætla ég að telja upp helstu niðurstöður marsmánaðar, en þið getið lesið það sjálf hér (sérstaklega ef þið hafið áhuga á Bandaríkjunum, en þar er nokkuð fjallað um þau).
Hitastig:
Frávik í hitastigi jarðar frá meðaltali í °C.
Sameiginlegur hiti fyrir sjó og land var að meðaltali á jörðinni allri 13,26°C eða 0,54°C hærra en meðaltal fyrir 20. öldina, sem var um 12,72°C (reiknað frá Þar með var marsmánuður 2009 tíundi heitasti marsmánuður frá því mælingar hófust. Að sama skapi var hitastig á landi í tíunda sæti og hitastig sjávar í áttunda sæti yfir heitustu marsmánuði. Ef tekið er meðaltal fyrir land og sjó fyrir janúar-mars, þá lendir árið hingað til í áttunda sæti frá því mælingar hófust.
Samanburður í hitastigi jan-mar frá því mælingar hófust.
Á norðurhveli jarðar var marsmánuður í tólfta sæti yfir heitustu marsmánuði, meðan hitastig sjávar á norðurhveli lenti í sjöunda sæti (ásamt árunum 2001 og 2006). Þá var hitastig Bandaríkjana í heild í kringum meðallag.
Á suðurhveli jarðar var hiti á landi, í marsmánuði, í fjórða sæti og hitastig sjávar í sjötta sæti frá upphafi mælinga.
Annað markvert (nokkrar myndir).
Frávik í úrkomu fyrir marsmánuð 2009, miðað við 1961-1990.
Snjóútbreiðsla á norðurhveli jarðar.
Hafís á norðurhveli jarðar (sjá einnig færslu um sama efni frá því fyrr í mánuðinum).
Hafís á Suðurhveli vex enn (þarf að fjalla um það einhvern tíman bráðlega).
Nokkrir óvenjulegir atburðir í mars.
Meginflokkur: Gögn | Aukaflokkar: Síðasti mánuður, Afleiðingar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.