Ritið

Þökk sé Guðna Elíssyni þá hef ég fengið í hendurnar meira lestrarefni og því skrifa ég sjálfsagt minna á meðan.

Það eru sitt hvort eintakið af Tímariti Hugvísindastofnunar, Ritið: 1/2007 og Ritið 2/2008

1012690    1015085

Takk Guðni - byrjaður að lesa.

-----

Ég hef alltaf ætlað að skrifa um bókina sem ég las yfir páskana, en þá las ég Gróðurhúsaáhrif og Loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson.  Ég á eftir að lesa hana aftur við tækifæri og punkta þá mögulega eitthvað niður til að blogga um en í bili segi ég þetta: Mjög góð bók og fræðandi - ansi sannfærandi að mínu mati. Það tók þó einhvern tíma að stauta sig í gegnum fyrstu kaflana, sem voru lýsing á fyrirbærinu gróðurhúsaáhrif (samt alls ekki flókið) - en eftir það varð bókin of stutt og hún hefði mátt vera lengri og ítarlegri. Góð bók og mæli með henni.

smallforsida-242x300


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála því að bókin hefði mátt vera lengri og ítarlegri. Meira þori ég ekki að segja!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband