Uppfærsla - bráðnun hafíss á Norðurskautinu.

Bráðnun hafíss á Norðurskautinu virðist samkvæmt þessari mynd ganga hægar en búist var við:

N_timeseries
Bráðnun það sem af er 2009 nálgast meðaltalið (mynd NSIDC).

Það verður fróðlegt að sjá hvað þeir segja um apríl mánuð, en fréttatilkynning kemur yfirleitt frá NSIDC þegar um vika er liðin af hverjum mánuði. (sjá síðasta mánuð)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ferillin á eftir að hrapa hratt næstu daga, fullyrði ég útfrá minni óskeikulu spádómsgáfu.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.4.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hafísinn á Pólarsvæðinu hefur aldrei verið víðáttumeiri frá 2002 skv. mælingu 29. apríl 2009, sama hvað Al gore gaggar í Tromsö. Ég set þessi gögn inn á bloggið mitt.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.4.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Loftslag.is

Ef skoðaðar voru mars-tölurnar, þá var hafísinn víðáttumeiri í mars 2008 en í mars 2009, auk þess sem að í mars 2003 var hann víðáttumeiri en í mars 2009. Svo er það ekki fyrr en yfir sumartímann og fram í september sem hægt er að fullyrða um hversu mikil bráðnunin er - því eins og við vitum þá frýs á norðurskautinu á veturna, þrátt fyrir hlýnun jarðar

Það verður þó fróðlegt að sjá hvað kemur út úr aprílmælingunum, það gæti gefið einhverjar vísbendingar um sumarbráðnunina - þó líklega ekki.

Loftslag.is, 30.4.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega finnst mér nú að miklar og heitar deilur um mögulega hnatthlýnun sem þróun ekki vera mönnum sæmandi. Jörðin er búsvæði okkar og afkomenda okkar og við eigum engra annara kosta völ verði hún óbyggileg. Það er öllum ljóst að þessar deilur um hlýnun og áhrif hennar eru af pólitískum toga. Annars vegar eru þeir sem hafa áhyggjur af lífríkinu og röskun þess með mögulegum skelfingum fyrir okkur jarðarbúa. Hinsvegar þeir sem óttast að allar ábendingar um kurteislega umhyggju fyrir umhverfinu muni leiða til minnkandi neyslu (sóunar á verðmætum) og séu því ógnun við hagvöxtinn og hagkerfi iðnríkjanna. Þetta er subbulegur hugsunarháttur og engum manni sæmandi. Það er bein siðræn skylda þeirra sem jörðina byggja að bera umhyggju fyrir henni og forðast allt sem raskað getur lífi og möguleikum til sjálfbærrar endingar á öllu því sem við þiggjum af henni. Minna er ekki hægt að krefjast af okkur.

Svo er því haldið fram að umhverfissinnar kveiki óþarfa ótta í hugum fólks með dómsdagsspám. Hvað sem nú kann að vera satt í því þá er hitt jafn satt að því miður virðist ekki annað í boði á tímum græðginnar þar sem kröfur fólks um fyrirhafnarlítið hóglífi í auðsæld eru orðnar hluti af daglegu lífi.

Við þurfum ekki að taka það neitt nærri okkur að velja hófsamari lífsvenjur með það að markmiði að skila jörðinni til afkomendanna helst ekki mikið verri en þegar við tókum við henni.

 Við eigum að hætta að kúka inni í kjörklefanum.

Árni Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir þetta Árni - þörf ábending.

Loftslag.is, 30.4.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband