Rækjan

Þar sem ég er úr litlu sjávarþorpi þar sem lífið snerist um innfjarðarrækju (sem nú er horfin), þá vakti þessi frétt athygli mína.

Raekja
Rækja - stóri kampalampi (Pandalus borealis), mynd af odinn.org.

Í fréttinni er fjallað um rannsókn sem birtist í Science og segir frá því að egg rækjunnar klekist út rétt fyrir þörungablóma vorsins, sem er megin fæða lirfunnar. Rækjan er aðlöguð að hitastigi sjávar á sínum heimaslóðum og hitinn ræður því hversu langan tíma eggin þurfa til að þroskast.

Því er búist við að rækjan muni eiga undir högg að sækja með hlýnun sjávar, þar sem að lirfurnar komi úr eggi áður en þörungablómi vorsins byrjar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En afhverju hvarf rækjan úr firðinum við þorpið?

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Loftslag.is

Pabbi gamli tengir það hlýrri sjó - þorskurinn á auðveldara með að ná rækjunni í hlýjum sjó, hann sé svo svifaseinn í köldum sjó. En það eru örugglega margir samhangandi þættir.

Loftslag.is, 9.5.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En var ekki fullt af rækju á hlýindatímabilinu þegar pabbi þinn var ungur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Loftslag.is

Þegar pabbi var ungur voru menn ekki byrjaðir að pæla í rækju - veit ekki hvernig ástandið var þá, hef bara ekki þekkingu til að svara því.

Loftslag.is, 10.5.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband