10.5.2009 | 00:22
Annar kaldasti apríl á ţessari öld!
Fyrirsögnin er ţýđing á fćrslu á bloggi sem er nokkuđ vinsćlt í Ameríku. Áhugaverđ framsetning. Ţarna var hann ađ benda á ađ apríl var annar kaldasti aprílmánuđur á ţessari öld og ákveđur ađ geta ţess ekki ađ árin sem hann miđađi viđ voru nokkur af hlýjustu árunum frá ţví mćlingar hófust, allavega heitustu síđan Jesú var ađ rölta um Galileuvatn og sumir segja ađ ţessi ár séu ţau heitustu í milljónir ára.
Hérna eru nýjustu mánađartölur áranna frá 1979, RSS gervihnattagögn. Ég bjó til línurit međ nýjustu tölunum, bćtti viđ trendlínu og 5 ára međaltal ađ gamni (hái punkturinn er El Nino hitafrávik frá 1998).
Mynd sem sýnir mánađarlegt hitafrávik út frá RSS mćlingum frá 1979 til dagsins í dag (hćgt er ađ sjá myndina stćrri međ ţví ađ smella á myndina tvisvar).
Svona lítur línuritiđ út ef eingöngu eru tölur frá apríl:
RSS-hitastigsfrávik í apríl frá árinu 1979.
Hér skulum viđ svo sjá ţróun hita frá upphafi hitastigsmćlinga:
Hitafrávik frá 1880 til 2008 (af wikipedia.org).
Ef viđ skođum ţá ţetta litla tímabil í samhengi viđ síđustu 1800 ár, ýmis konar samanburđargögn notuđ viđ ađ gera ţessa ferla sjávarset, trjáhringir og fleira, rauđi ferillinn eru beinar mćlingar.
Endurskođađur hokkístafur (eftir Micheal Mann og fleiri 2008).
Eins og sést á ţessari mynd ţá má eiginlega segja ađ ţótt apríl í ár hafi veriđ annar kaldasti apríl á ţessari öld, ţá má segja ađ hann sé nokkuđ heitur - eđa hvađ?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.