25.5.2009 | 00:26
Tvær góðar fréttir
Vil bara benda á tvær nýjar rannsóknir sem eru í jákvæðari kantinum.
Sú fyrri sýnir að kórallar eiga auðveldar með að aðlaga sig að breyttu hitastig en áður hefur verið talið. Snilldin við þetta er að þeir geta uppfært yfir í hitakærari þörunga sem hjálpa þá við að vinna fæðu úr sjónum. Sjá Corals upgrade algae to beat the heat. Ekki gleyma samt súrnun sjávar, né áhrif hlýnunar á aðrar tegundir sjávardýra.
Sú seinni sýnir fram á að hækkun sjávarborðs hefur mögulega verið ofmetin af völdum hugsanlegrar bráðnunar suðurskautsins. Sjá Flood risk from Antarctic ice 'overestimated'. Neikvæða í þessari frétt er að breyting á þyngdarafli jarðar gæti leitt til þess að magn sjávar á norðurhveli gæti aukist, svo áhrif hærri sjávarstöðu aukist á norðurhveli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.