26.5.2009 | 20:24
Rækjan
Áhugavert, ég rakst einmitt á grein um daginn þar sem fjallað var um rækjuna í Science.
Þar segir frá því að egg rækjunnar klekist út rétt fyrir þörungablóma vorsins, sem er megin fæða lirfunnar. Rækjan er aðlöguð að hitastigi sjávar á sínum heimaslóðum og hitinn ræður því hversu langan tíma eggin þurfa til að þroskast. Því mun breytt hitastig mögulega verða til þess að rækjulirfan hitti ekki að að koma úr eggi á réttum tíma.
En ein athugasemd við fréttina - hvers konar rækja er þetta eiginlega á myndinni sem fylgir þessari frétt?
Hér er mynd sem er nær lagi:
Rækja - stóri kampalampi (Pandalus borealis), mynd af odinn.org.
Íslendingur meðhöfundur að grein í Science | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Afleiðingar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.