26.5.2009 | 22:26
Fyrirlestur
Ég má til með að benda á fyrirlestur sem haldinn verður á föstudaginn næsta Í VRII byggingunni í Háskóla Íslands. Dr Goldberg um loftslagsmál.
Vitað mál er að hann hefur ekki sömu skoðanir og meirihluti vísindamanna varðandi ástæður hlýnunar loftslags, en það væri þó gaman að kíkja á hann, sérstaklega þar sem hann tók þátt í Heartlands-ráðstefnunni (sem er annáluð fyrir að vera styrkt með olíupeningum og því hluti af afneitunarmaskínunni - denial machine prófið að gúggla það).
Svo ég haldi nú áfram að tala illa um karlinn, þá er hann menntaður í málmsuðu og hefur aldrei stundað rannsóknir á loftslagi, þar með hef ég uppljóstrað menntasnobb mitt og snobb fyrir þeim sem stunda alvöru rannsóknir
Eins og ég segi, þá mun ég reyna að komast og vona ég innilega til þess að íslenskir sérfræðingar í loftslagsmálum mæti nú og ræði við kappan, því ég er alltof hlédrægur og óöruggur með mig til að fara að rífa kjaft opinberlega.
Athugasemdir
Ég fór á fyrirlestur hans í Norræna húsinu í fyrra og fannst hann bara nokkuð gagnlegur enda kom hann víða við. Auðvitað tekur maður öllu með fyrirvara sem kemur frá leikmönnum í fræðunum. Það sem mér sem myndlistamenntuðum manni fannst þó vafasamast var þegar hann sýndi gömul norsk málverk til að sýna fram á að skýjahula hafi aukist því málararnir sýndu svo mikil ský á myndunum í gamla daga.
Emil Hannes Valgeirsson, 27.5.2009 kl. 10:19
Eða öllu heldur hefðu ský minnkað í seinni tíð eða frá því á 19. öld þegar kaldara var í lofti.
Emil Hannes Valgeirsson, 27.5.2009 kl. 10:23
Já, ég er kannski full harður við hann fyrirfram - það skrifast kannski á það að ég er búinn að skoða glærurnar sem hann notaði í fyrirlestrinum á Heartlandsráðstefnunni. Glærurnar má nálgast neðst á þessari síðu (sjá presentations...): http://www.sourcewatch.org/index.php?title=Fred_Goldberg
Ef hann er, eins og mér sýnist, hluti af afneitunariðnaðinum - þá er hans helsta markmið að sá efasemdafræjum í koll þeirra sem hlusta - efasemdir um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum (það er ekki endilega þeirra markmið að útskýra hlýnunina heldur að vekja vafa til að tefja fyrir því að nokkuð verði gert til að minnka losun - allt í boði olíufyrirtækjanna vestanhafs). Ef hann er ekki hluti af afneitunariðnaðinum, þá veit ég ekki hvar ég hef hann - kverúlant, sem afneitunariðnaðurinn kaus að nota?
Loftslag.is, 27.5.2009 kl. 11:43
Erland Källén prófessor í loftslagsvísindum við Stokkhólmsháskóla skrifaði þetta um Goldberg og það er ansi harðort, bæði í garð Goldbergs og þeirra sem breiða út kenningar sem skortir allar vísindalegar stoðir
"Fred Goldbergs påstående saknar vetenskaplig grund"
Nonsens att påstå att modellerna inte tar någon hänsyn till molnbildning, vattenånga, havsströmmar eller solinstrålningen.
Fred Goldberg påstår i ett debattinlägg den 21 juli att någon långsiktig klimatuppvärmningstrend som beror på koldioxid inte finns och aldrig har funnits. Detta är ett uppseendeväckande påstående som saknar vetenskaplig grund och klart motsäger de resultat som modern klimatforskning kommit fram till.
Fred Goldberg presenteras som docent och klimatanalytiker. Det bör påpekas att Fred Goldberg är docent i svetsteknik och saknar meriter inom klimatforskningsområdet.
I den rapport som publicerades i februari 2007 av FN:s klimatpanel (IPCC) dras helt andra slutsatser. Den globala medeltemperaturens utveckling under de senaste 100 åren visar en tydlig uppvärmning. IPCC drar slutsatsen att uppvärmningen under den senare hälften av 1900-talet mycket sannolikt är orsakad av människans utsläpp av växthusgaser, särskilt koldioxid.
Koldioxidhalten i atmosfären har ökat från runt 280 ppm i mitten av 1800-talet till dagens nivå strax över 380 ppm. Denna ökning beror på människans användning av fossila bränslen såsom olja, kol och gas. Om utsläppen fortsätter att öka i samma takt kan koldioxidhalten under de närmaste hundra åren stiga uppemot 1000 ppm och uppvärmningen blir då mycket kraftig.
För att undvika denna kraftiga uppvärmning måste vi minska utsläppen av växthusgaser, främst koldioxid, och stabilisera koldioxidhalten på en nivå som begränsar uppvärmningen.
Utöver svepande påståenden om klimatforskare i allmänhet och IPCC i synnerhet ondgör sig också Fred Goldberg över klimatmodellernas begränsningar. Han påstår att modellerna inte tar någon hänsyn till molnbildning, vattenånga, havsströmmar eller solinstrålningen. Detta är rent nonsens, alla de nämnda faktorerna finns representerade i modellerna och bestämmer i stor utsträckning de beräknade klimatvariationerna. Goldberg verkar vara helt okunnig om klimatforskningens grundläggande redskap.
Aftonbladet ger en felaktig och missvisande bild av klimatforskningens resultat genom att publicera debattinlägg som saknar vetenskaplig grund. Klimatforskningen är ett komplext ämnesområde där specialistkunskap behövs för att sammanfatta och dra slutsatser ur ett stort och ständigt expanderande forskningsmaterial.
Erland Källén
professor i dynamisk meteorologi
(Sjá: http://www.aftonbladet.se/debatt/article2983059.ab)
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:13
Ekki vantar ykkur hrokann Höskuld og Guðna. Að maður sem er sérfræðingur í málmsuði (það var mitt starf nokkur ár) segir lítið til hvað hægt er að bæta þar við. Það er athyglisvert að hvorugur ykkar hefur minnst einu orði eða svarað mér um sérfræðiþekkingu æðsta manns IPCC, indverska járnbrautarverkfræðingsins. Hvað hefur hann skrifað margar lærðar greinar um loftslagsmál í viðurkennd vísindarit og fengið þær ritrýndar?
Merkilegt að það hefur ekki heyrst eða sést tíst frá ykkur á mínu bloggi eftir að Ágúst H. Bjarnason kom þar með sínar skörpu athugsemdir. Á ég svo að trúa því að þeir sem kjaftforastir eru úr launsátri þori ekki að mæta mönnum augliti til auglitis og segja meiningu sína?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.5.2009 kl. 20:58
Takk fyrir það Sigurður, ég myndi eflaust ekki taka þig neitt sérstaklega alvarlega ef þú myndir halda fram því sama og Goldberg
Segðu mér, hvaða kenningu kom indverski járnbrautaverkfræðingurinn með - var hann ekki einn af þúsundum sem tóku þátt í að taka saman gögn annarra? Er það sambærilegt - í alvöru talað Sigurður.
Hvaða athugasemd ertu að tala um frá Ágústi - sömu og ég er búinn að svara á blogginu hans? Skoðarðu það ekki reglulega?
Loftslag.is, 27.5.2009 kl. 21:25
Sigurður Grétar:
1) Fullyrðingar mínar tengjast á engan hátt því sem þú ætlar mér að hafa sagt. Ég vitna einfaldlega í opinbert bréf eftir viðurkenndan loftslagsvísindamann sem þykir ekki mikið til kenninga Goldbergs koma. Ég sé reyndar ekki heldur hvað er að því að benda á að Goldberg sé sérfræðingur á öðru sviði en loftslagsmálum. Þetta er sjálfsögð athugasemd. Ég myndi ekki ráðfæra mig við loftslagsvísindamann ef ég fengi fyrir hjartað og ég réði ekki pípara til þess að gera við þakið hjá mér. Opinbert bréf Erland Källén bendir til þess að ekki séu allir á þeirri skoðun þinni að Goldberg sé einn þekktasti vísindamaður Svíþjóðar í loftslagsmálum.
2) Hverjar eru svo hinar skörpu athugasemdir Ágústs H. Bjarnasonar sem er ætlað að hrekja spurningu mína í 19. lið: „Ef Goldberg er einn þekktasti vísindamaður Svíþjóðar í loftslagsmálum hlýtur Sigurður Grétar að geta talið upp fjölda vísindagreina eftir Goldberg í ritrýndum og viðurkenndum vísindatímaritum um loftslagsmál? Mér þætti vænt um að fá þann lista. (Ég er ekki að biðja um fyrirlestra sem fluttir eru á ráðstefnum kostaðar af frjálshyggjustofnunum, heldur vísindagreinar í ritrýndum tímaritum).“
Í 21. lið lýsir Ágúst því yfir að Goldberg hafi verið einn þátttakenda The International Conference on Climate Change í mars s.l., þ.e. á ráðstefnu Heartland Institute. Ég veit allt um það, en ég bað ykkur að nefna vísindaráðstefnu sem ekki er kostuð af frjálshyggjuhugveitu. Um sömu ráðstefnu frá því í 2008 sagði á RealClimate (sem er haldið úti af sérfræðingum í loftslagsmálum): „What if you held a conference, and no (real) scientist came?“
(Sjá: http://www.realclimate.org/index.php/archives/2008/01/what-if-you-held-a-conference-and-no-real-scientists-came/)
Í 22. lið dregur Ágúst fram ritrýnda grein eftir ROBERT A. BERNER and ZAVARETH KOTHAVALA. Þá má væntanlega draga þá ályktun að Goldberg hafi ekki skrifað þá grein?
Að lokum vil ég benda á færslu Höskulds í:
http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/#comments
Skoða sérstaklega síðustu tvö líkönin.
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:37
Hver var Dr. Theodor Landscheid? Hvað háskólagráður í loftslagsmálum hafði hann? Hver sagði fyrir um af meiri nákvæmni um komandi þróun í loftslagsmálum og veðurfar en hanni? Hver var hans síðasti spádómur sem hann lét frá sér fara rétt áður en hann dó árið 2004?
Það er merkilegt að háskólasamfélagið sé ekki víðsýnna en það (að hluta eingöngu sem betur fer) en að gera það að þrætuepli hverjar eru prófgráður manna en ekki hvað þeir hafa fram að færa. Það er órói í Háskóla Íslands út af komu Dr, Fred Goldberg og ég sé að Guðni hefur grafið upp ófægingargrein um hann eftir höfuðpáfa IPCCsinna í Svíþjóð, ErlendKällen. Ég get fullvissað Guðna um að það eru til fleiri slíkir pésar um Fred Goldberg, ég veit að hann mun leita og í frægri bók stendur "leitið og þér munuð finna".
Ofstæki ykkar ¨dómsdagsspámanna/alarmista" er fyrir löngu komið úr öllu hófi. Þið hugsið um það eitt að þagga niður í þeim sem ekki eru á sama máli og þið. Enginn sem ekki lýtur hinni einu sönnu skoðun í loftslagsmálum fékk að sitja ráðstefnurnar í Kyoto. Bali eða Posnan, engin gagnrýni má koma fram (Jörðin er flöt, hallelúja!!!) Allt sem sagt er um loftslagsmál í dag er vafa undirorpið, það sem þarf er yfirveguð samræða, en hana hafið þið IPCCsinnar og AlGoristar þaggað niður og rægið alla sem ekki eru á sama máli og þið.
Ég hef alltaf verið stoltur af því að vera málmsuðumaður.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 13:55
Það er ekki verra en hvað annað að vera málmsuðumaður, Sigurður minn.
Þú mátt alveg vera ósammála mér í loftslagsmálum, en ekki ætlast til þess að ég taki Goldberg alvarlega, ég er búinn að skoða glærurnar hans frá því á Heartland ráðstefnunni og hann virðist fátt hafa til málanna að leggja við fyrstu sýn (ég veit þó ekki hvað hann segir við hverja glæru, það getur vel verið að það sé einhver stór sannleikur.
Þú og fleiri efasemdamenn áttið ykkur ekki á því að vísindamenn eru stanslaust að láta reyna á kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum - það þarf ekki að taka það fram að sá sem kemur fyrstur fram með almennilega kenningu sem hrekur núverandi kenningu - mun eiga í hendi heimsfrægð og góðan ellilífeyrir. En því miður þá hefur engum tekist að hrekja kenninguna hingað til og því virðist allt stefna í óefni.
Ef ég má krítisera þig örlítið á móti, þú ert nú ansi óspar á stóru orðin:
Þinn galli er sá að það er sama þótt rök sem þú kemur með séu hrakin, margfalt - þér dettur ekki í hug að þú getir haft rangt fyrir þér. Skoðaðu t.d. nýjustu færsluna mína um mótrök gegn CO2 - þú hlýtur að geta fundið eitthvað þar til að gagnrýna og þeirri gagnrýni skal ég reyna að svara.
En endilega upplýstu hver Theodor Landscheid var og hvað var svona merkilegt við hann.
Loftslag.is, 28.5.2009 kl. 14:36
Hér er ekkert trúarofstæki á ferðinni.
Undir eðlilegum kringumstæðum væri hægt að greiða úr öllum ágreiningi með tíð og tíma. Krafan um aðgerðir stafar af því að ef ráðandi kenning er rétt, er tíminn til viðbragða naumur. Þetta er fyrst og fremst siðfræðileg spurning. Það getur verið okkur afskaplega dýrkeypt að bíða lengur. Ef ráðandi kenningar reynast rangar þá er í sjálfu sér ekki miklu til kostað þótt við höfum brugðist við, a.m.k. er fórnarkostnaðurinn enginn í líkingu við þann sem mannkyn mun þurfa að axla sé ekkert gert og allt stefni í raun og veru í óefni. Þetta er einfaldlega spurning um siðfræði.
Svo er það hitt að engum hefur enn tekist að hrekja ráðandi kenningar. Vissulega væri slíkt erfitt nú þegar mótast hefur ráðandi skoðun á sviðinu um grundvallarkenningu. En þegar það gerist snýst vísindasamfélagið smám saman á sveif með þeim sem setur fram betri kenningu um eðli lofthjúpsins. Ég fyrir mitt leyti myndi fremur kjósa að ráðandi kenningar, þær sem Höskuldur er að blogga um, reyndust allar rangar. Enn bendir þó því miður ekkert til þess að svo sé.
Annars skil ég ekki hvernig menn geta verið svona vissir í sinni sök. Tilbúnir að fórna öllu fyrir það sem brjóstvitið segir þeim og leggja allt sitt traust á oft og tíðum vafasöm vísindi og stundum hreina vitleysu.
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:40
Það fór loks svo að ég mun ekki geta mætt á fyrirlesturinn - en ef ég frétti almennilega af honum þá mun ég fjalla um hann.
Loftslag.is, 29.5.2009 kl. 08:30
Guðni, ætlaðirðu ekki að spyrja Fred Goldberg um hvaða prófgráður hann hefur og hvaða ritsmíðar eftir hann hafi birst í viðurkenndum vísindaritum og verið ritrýndar? Því miður gerðirðu að ekki því samræða ykkar Freds snerist eingöngu það sem þú spurðir um; ræktun vínviðar á Bretlandeyjum fyrr og nú.
En ég verð að hrósa þér fyrir það að pistillinn þinn að framan er yfirvegaður og ekki merktur þeim allt að því ofsa sem fram hefur komið í greinum þínum í Lesbók Morgunblaðsins.
Ég ætla að benda þér á eftirfarandi: 1. Þetta snýst á engan hátt siðferði enda hafa á báða bóga komið fram að siðferðið er stundum ekki á háu stigi, þetta snýst um vísindi og eðlisfræði. IPCC útilokar á sínum ráðstefnum ALLA sem ekki gangast undir hina einu sönnu niðurstöðu; að maðurinn sé að stefna mannkyninu í óefni ef ekki glötun með framferði sínu.Ég veit ekki til að olíuiðnaðurinn hafi staðið á bak við Heartlandstofnunina en ég veit hins vegar að Philip Morris tóbakshringurinn gerir það, það er ekkert skárra. 2. Engar af kenningum IPCC hafa verið SANNAÐAR, það er langur vegur frá því. Allt sem kemur frá IPCC eru "líkön" og það gengur út yfir allann þjófabálk þegar á grunni þessara ósönnuðu kenninga séu gerð líkön að því hvað gerist út þessa öld, stöðugt hækkandi hiti og hækkun sjávarborðs um 1,5 m, það er eins og annað nokkuð á reiki. 3. Málflutningur Goldbergs, Svensmark o. fl. (og þeir eru ansi margir) byggir á staðreyndum í sögu jarðar sem lesa má víðsvar úr ískjörnum og setkjörnum t. d. af botni Atlantshafsins. Þess vegna tel ég að þeirra kenningar hafi mun meira gildi en móðursýkisáróður IPCC og Al Gore. 3. Ég held að ég fari að snúa mér að einhverju öðru en loftslagsmálum í mínu bloggi, það þýðir ekkert að ræða við ykkur IPCCsinna, þetta eru orðin trúarbrögð hjá ykkur og það er ótrúlegt að það er ekki hægt að koma neinu varðandi mótrök inn í fjölmiðla, það sannaðist heldur betur núna vegna fyrirlesturs Fred Goldberg, þú, Árni Finnsson, Hjörleifur Guttormsson o. fl. úr ykkar röðum eigið innhlaup allsstaðar, þá verður það svo að vera. Þetta er ritfrelsið í lýðveldinu Íslandi á því herrans ári 2009!
Tíminn mun leiða í ljós hvað er hæft í þeim kenningum sem settar hafa verið fram og það er ekki víst að það þurfi ekki svo mörg ár. Ykkar er VALDIÐ því þið hafið heilaþvegið ALLA eða næstum alla pólitíkusa. Sá eini sem ég veit um í Evrópu sem ekki hefur gengið í ykkar björg er forseti Tékklands Vackslav Klaus.
Með bestu kveðjum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 16:08
Ég get nú ekki tekið undir það að mikill ofsi hafi einkennt pistla mína um loftslagsmál þótt ég hafi varað við því hvernig harðlínumenn á hægri vængnum hafi reynt að stýra umræðunni. Með því er ég ekki að segja að öll umræðan sé pólitísk. Þeir punktar sem ég rek hér að ofan hafa komið fyrir margoft í pistlum mínum og ef þú vilt get ég tekið það saman fyrir þig hversu oft ég slæ varnagla í greinum mínum um efnið. Áhugi minn hefur aðeins beinst að þessum þætti umræðunnar hingað til. Mér finnst þú reyndar munda stílvopnið af nokkuð meiri festu en ég geri. Fyrir mér eru þetta engin trúarbrögð. Ég er til í að skipta um skoðun um leið og fram kemur kenning sem hægt er að styðja með gögnum og vísindalegum rökum. Ég er svo ekki sammála þér um að hin pólitíska spurning, stjórnvaldsákvarðanir sem byggðar eru á vísindalegri þekkingu samtíðarinnar, hljóti ekki að lokum að vera siðferðileg. Svo verð ég líka að viðurkenna að mér þótti ekki mikið til fyrirlesturs Goldbergs koma. En það veistu svo sem.
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 17:32
Þetta snýst um vísindi. Vísindi eru m.a. byggð á vísindalegum rannsóknum þar sem reynt er að komast að vísindalegri niðurstöðu. Rök þeirra sem efast um hlýnun af mannavöldum, hafa í stórum dráttum ekki haldið, margt af því er tekið fyrir á þessum bloggsíðum hér. Þetta er væntanlega vegna þess að sá vísindalegi grunnur sem þau rök eru byggð á eru ekki sterk. Sumar kenningar efasemdarmanna eru athyglisverðar, aðrar og miklu fleiri standast bara alls ekki skoðun.
Hvað varðar ritfrelsið þá erum við að upplifa ritfrelsið á útopnu á bloggi og öðrum þeim miðlum sem við notumst við í dag. Það að einhver hafi betri rök en annar getur ekki verið ritskoðun. Það er ritfrelsi að við getum tekið þátt í þessari umræðu eins og t.d. er gert hér. Setjum rök framar rökleysu.
Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 17:42
Ekki má gleyma því að jafnvel þó svo ólíklega vildi til að kenningin um hlýnun af mannavöldum reyndist rétt, þarf að taka afstöðu til þess hvað á að gera.
IPCC liðið gerir ekki ráð fyrir neinum öðrum möguleika en að grípa til harkalegra ráðstafana strax til að minnka CO2 losun.
Ekki þarf annað en lesa Bjorn Lomborg til að sjá að aðrir kostir eru í stöðunni sem eru miklu hagkvæmari, sérstaklega fyrir fátækari lönd jarðar.
Finnur Hrafn Jónsson, 31.5.2009 kl. 14:04
Ég tek heilshugar undir það sem Finnur Hrafn segir að framan um þær raunhæfu tillögur sem Björn Lomborg hefur sett fram í bók sinn "Cool it". Þó eitthvað sé til í því að maðurinn sé að auka CO2 magnið þá liggur það í augum uppi að sú barátta sem hafin er til að draga úr því magni mun ekki nást, það er verið að leggja út í hrikalegan kostnað í átaki sem ætti hverjum manni að liggja í augum uppi að mun sáralitlu skila. Hugmyndir Björns eru einfaldar; í stað þess að reyna það ógerlega, minnka CO2 magn í andrúmslofti með miklum fjármunum verði þessum peningum frekar varið til að mæta ýmsu því sem aukinn hlýnun á jörðinni (sem er engin um þessar mundir) hefur í för með sér. Verði nauðsynlegt að skipta um ræktun og jarðargróða á ákveðnum svæðum þá verði brugðist við því, verði þurrkar á ákveðnum svæðum verði brugðist við því að efla borun eftir vatni og skapa áveitur, Afríka verði "vatnsvædd" en skortur á drykkjarvatni er eitt skelfilegasta heilsufarsvandamál í þeirri álfu, þá bendir Björn á að hægt er að koma böndum á stórfljótin frá Himalaja svo Íbúar í t. d. Banglades fái ekki yfir sig flóð um byggðir (vegna fólksfjölgunar þar hefur búseta aukist á fenjasvæðum sem engum datt í hug að búa á um miðja síðustu öld). Hins vegar gætu þessi beislun stórfljótanna haft í för með sér efnahagslega lyftistöng fyrir stór svæði í Asíu með uppistöðulónum og vatnsaflsvirkjunum.
En þá yrði líklega fjandinn laus, "Kárahnúkavirkjanir" í Asíu yrðu líklega kæfðar af náttúruverndarsinnum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.6.2009 kl. 10:14
Ef að hugmyndir Lombergs er plan A, hvert yrði þá plan B þegar afleiðingarnar væru orðnar of miklar fyrir okkur menn að ráða við?
Loftslag.is, 1.6.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.