Heimkynni

Þá er það ljóst, næsta föstudagskvöld er maður skyldaður til þess að horfa á nýja mynd sem frumsýnd verður um allan heim - meðal annars á RÚV, tekið af vefnum ruv.is

 

Heimkynni

Home

Heimkynni (Home) er tveggja klukkustunda mynd eftir ljósmyndarann kunna Yann Arthus-Bertrand, þann sem gerði Jörðina úr lofti, rómaða loftmyndaseríu sem var sýnd um allan heim, meðal annars á Austurvelli fyrir örfáuum sumrum, og samnefnda kvikmynd sem Sjónvarpið sýndi.

Og Yann Arthus-Bertrand á talsvert brýnt erindi við fólk með þessari nýju mynd sinni. Loftið hitnar, auðlindir þverra, tegundir eru í útrýmingarhættu og mannkynið stofnar lífsskilyrðum sínum í voða. Í aldarlok verða nær allar náttúruauðlindir jarðar uppurnar vegna taumlausrar neyslu mannfólksins.

Myndin er í senn óður til Jarðarinnar og ákall til mannanna. Það er of seint að vera svartsýnn. Allir verða að leggja sitt af mörkum eigi Jörðin að haldast í byggð. Við höfum aðeins tíu ár til að átta okkur á gegndarlausri rányrkju okkar á gjöfum jarðar - og snúa við blaðinu.

Myndin verður frumsýnd um allan heim 5. júní, í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, og einnig gefin út á mynddiski.

Sýning: föstudagur 5. júní 2009 kl. 21.10.

 

 

 

 

Hægt er að sjá smá sýnishorn með því að skoða þetta youtube myndband:

Gott ef þetta eru ekki Lakagígar þarna á 12-15 sekúndu myndbandsins.

Eitt er víst að ég býst við stórkostlegum myndum og hlakka gríðarlega til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Láttu þig dreyma um að einhverjum detti í hug að setja athugasemd inn á svona efni! Það er ógnun við hagvöxtinn að koma fólki til að trúa því að það hafi tilgang að ganga vel um lífríkið. Að ég tali nú ekki um að telja sér það skylt.

Reynum bara að gleyma því að jörðin er fóstra okkar en ekki ruslagámur.

Árni Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Loftslag.is

Myndin er sýnd í kvöld, en það virðist vera hægt að skoða hana hér: http://www.youtube.com/homeproject

Loftslag.is, 5.6.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég verð að horfa á hana aftur seinna, var kominn nokkuð í glas þegar ég horfði á hana og því fór ýmislegt framhjá mér - held ég

Höskuldur Búi Jónsson, 7.6.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband