3.6.2009 | 23:35
Earth 2100
Datt í hug að benda á þátt/heimildamynd sem var víst í sjónvarpinu vestanhafs í gærkvöldi á sjónvarpstöðinni ABC. Þetta er þáttur sem hefði verið alveg við mitt hæfi, heimildamynd með vísindaívafi og töluverðu drama og heimsendapælingum. Myndin segir frá Lucy sem fæddist í gær og ævi hennar út öldina - inn í söguna sýnist mér að séu fléttuð viðtöl við sérfræðinga í loftslagsmálum. En því miður hafði ég ekki tækifæri á að sjá þáttinn- kannski getur maður skoðað hann einhvern tíma síðar. En hér er frétt um þáttinn og síðan trailer:
Hægt er að skoða ýmislegt um þáttinn/heimildarmyndina á þessari síðu, meðal annars myndbrot: Smelltu hér
Ég hvet hér með RÚV til að sýna þáttinn.
Athugasemdir
Ég rakst á bloggara sem fjallar um þessa mynd og aðra mynd sem ég hef bent á hér (Age of stupid), en ég hef hvoruga séð.
Loftslag.is, 4.6.2009 kl. 14:41
Þakka þér fyrir að halda uppi þessu frábæra bloggi þínu. Þetta er sannkallaður fróðleiksbrunnur og ekki amalegt að hafa aðgang að íslensku efni sem hægt er að vísa í þegar "afneitunarsinnar" koma með sín hefðbundnu rök sem marg er búið að hrekja.
Enn og aftur - bestu þakkir. Frábært blogg...
Magnús Karl Magnússon, 8.6.2009 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.