Breiðamerkurjökull

Ég vil benda á frétt á heimasíðu veðurstofunnar um Breiðamerkurjökul og lónið framan við hann, en það er nú fullt af jökulís. 

Líklega er um að ræða framhlaup í Breiðamerkurjökli (þó ég ætti nú ekki að fullyrða neitt fyrr en sérfræðingarnir tjá sig um það), en framhlaup jökla er talið verða vegna óstöðugleika í ísflæði, sem veldur því ad mikill ísmassi getur á stuttum tíma (mánuðum) flust frá svæði ofarlega á jökli og að jökuljöðrum.

Á heimasíðu Veðurstofunnar má einnig lesa eftirfarandi:

...framhlaupsjöklar [eru þeir jöklar kallaðir], sem styttast stöðugt um langt árabil en hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til.

Þessi hegðun sumra jökla hefur ekki verið skýrð svo fullnægjandi sé, en þó er ljóst að á milli framhlaupa skríða þeir einhverra hluta vegna ekki nógu hratt til að skila niður á leysingarsvæðið þeirri ákomu, sem bætist á jökulinn ofan snælínu. Framhlaupsjöklar verða því smám saman brattari uns þolmörkum brattans er náð.

En eins og kemur fram í fréttinni, þá er ekki vitað hvað er í gangi - hvort það er framhlaup eða eitthvað annað sem er á seyði. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.

[Leiðrétti vitlaust nafn á jöklinum]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Áttu ekki við Breiðamerkurjökul?

Þetta eru annars mjög forvitnilegar breytingar. Áhugavert að fylgjast með þessu.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.6.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Loftslag.is

Uhh... jú. Líklega best að leiðrétta þetta í hvelli

Loftslag.is, 8.6.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband