9.6.2009 | 22:59
Nokkrir tenglar
Ég eyði oft kvöldunum í að skoða ýmis erlend loftslagstengd blogg - en í kvöld þá er ég ekki með aðaltölvuna mína, svo tenglarnir eru fjarverandi - ég man þó alltaf bestu síðurnar en það eru http://www.realclimate.org og http://www.skepticalscience.com/ - báðar eru endalausar uppsprettur fróðleiks um loftslagsmál - þeir blogga ekki oft, en umræðurnar eru einnig fróðlegar.
En tenglalaus þá mundi ég ekki þá tengla sem ég skoða reglulega og fyrir vikið þá rakst ég á nokkur áhugaverð blogg sem ég ætla að skoða annað slagið í framtíðinni.
http://climateprogress.org/ Þetta virðist vera frekar fjölbreytt blogg, þar sem einnig er bloggað um loftslagspólitík og lausnir.
http://tamino.wordpress.com/ Þetta virðist vera áhugavert, en langt á milli færsla, þar er einnig tenglasafn yfir á loftslagsgögn.
http://www.desmogblog.com/ Þetta virðist hressandi aflestrar og fjölbreytt, á eftir að skoða þetta nokkrum sinnum held ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.