Vísindaþáttur útvarps Sögu

Á útvarpi Sögu er reglulega vísindaþáttur með ýmsu fróðlegu efni, mæli með því. Ástæðan fyrir því að ég minnist á það núna er að í síðasta þætti var viðtal við Halldór Björnsson loftslagsfræðing eða eins og segir á vefnum stjornuskodun.is:

Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands skýrði frá gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á jörðina. Komið var inn á kenningar danska vísindamannsins Henrik Svensmark og bandaríska vísindamannsins Richard Lindzen um kólnun jarðar.

Hægt er að hlusta á síðasta þátt og fleiri þætti frá síðustu mánuðum ->hér<-

Frábært framtak hjá umsjónarmönnunum Birni og Sævari og fá þeir þakkir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir að vísa á þetta. Ég veit til þess að fjölmargir hlusta á þættina á netinu og það er frábært að geta boðið upp á þá þar.

Það sorglega er að þetta er eini þátturinn um vísindi í íslenskum fjölmiðlum. Vonandi verður bætt úr því á næstu árum.

Við ætlum að sjálfsögðu að fjalla meira um þessi málefni og skoða meðal annars þátt hafsins í þessu, áhrif á lífríkið en svo höfum við líka áður talað um áhrifin á jöklana.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 19.6.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessir þættir eru alger himnasending og fínt að bjóða upp á þá á netinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.6.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband