Lýsandi næturský

Ég rakst á áhugaverða bloggfærslu um breytingar á skýjafari, sem sumir tengja hlýnandi loftslagi. Hvort svo er ætla ég ekki að fullyrða en vissulega er þetta áhugavert. 

Skýin sem um ræðir eru kölluð á íslensku Lýsandi næturský en á ensku heita þau Noctilucent cloud (samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar, sjá neðst á þessari síðu).

Ofan við háský eru til glitský / perlumóðuský (nacreous clouds) í um 15 - 30 km hæð og lýsandi næturský (noctilucent clouds) í um 75-90 km hæð. Þessar skýjagerðir eru mjög sjaldgæfar og tengjast ekki veðri. (tekið af vedur.is)

noctilucentbastilleday
Mynd af blogginu sem ég minntist á áðan. Þess ber að geta að mér sýnist ein myndin af þeirri heimasíðu vera af ósköp venjulegu glitský, sem er þó glæsileg sjón.

Ástæða þess að menn hvá yfir þessum skýjum núna, er að þau eru farin að sjást á breiddarbaugum utan beltis sem þau sjást venjulega (þau sjást venjulega á milli 50. og 70. breiddargráðu Norður og Suður). Þessi ský myndast í 75-85 km hæð eða í miðhvolfinu.

Miðhvolfið (mesosphere) er næst heiðhvolfinu og nær upp í 80 km hæð. Í neðri hluta þess er fremur hlýtt og stafar það af geislanámi útfjólublárrar geislunar sem aftur veldur myndun ósons.  (af vedur.is)

Noctilucent_clouds_bargerveen
Mynd tekin af wikipedia.

Ástæða þess að menn tengja þessa auknu útbreiðslu Lýsandi næturskýja við hlýnun jarðar er að við aukningu gróðurhúsalofttegunda þá er ekki nóg með að jörðin hlýni, heldur kólna efri lög lofthjúpsins (vegna þess að útgeislun jarðar nær ekki í gegnum lofthjúpinn) og gæti þetta tengst því að einhverju leiti. Það sem einnig virðist styðja þessa kenningu er að fyrstu heimildir um þessi ský komu ekki fram fyrr en eftir að iðnbyltingin hófst. Til eru aðrar kenningar t.d. um aukið methan vegna landbúnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll og velkominn úr fríinu. Ég hef tekið eftir umfjöllunum um þessi næturský t.d. á síðunni newscientist, en þar tala þeir um að lítil virki sólar um þessar mundir skýri fjöldann af þessum skýjum núna. „Because the sun has been abnormally quiet in recent years, noctilucent clouds could be especially bright and numerous this summer in the Northern hemisphere.“
Þessi skýring er til viðbótar langtímaaukningunni á CO2 í andrúmslofti. Sjá hér

Emil Hannes Valgeirsson, 25.7.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… og svei mér af það eru ekki bara akkúrat svona ský næturhimninum núna!

Emil Hannes Valgeirsson, 25.7.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: Loftslag.is

Takk takk. Einhvern veginn hafði þessi umfjöllun um næturskýin farið framhjá mér, samt skoða ég t.d. newscientist reglulega. Takk fyrir ábendinguna.

Loftslag.is, 25.7.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband