7.9.2009 | 23:28
Eru vísindamenn ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum?
Hér er ein síða sem búin var til fyrir loftslag.is - hún fjallar um eina af klassísku mýtunum sem notaðar eru í loftslagsumræðunni.
Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum.
Þessi mýta virðist miða að því að fyrst vísindamenn séu ekki sammála um ástæður hlýnunarinnar þá sé ekki ástæða til að gera neitt í málunum. Ein sterkasta grunnstoðin í kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er skýrsla IPCC, en þar tóku vísindamenn aðildarlanda sameinuðu þjóðanna sig saman og gerðu einskonar úttekt á stöðunni. Því er skýrsla IPCC oft skotmark þessarar mýtu og hún dregin í efa á þeim forsendum að fjölmargirvísindamenn sem tóku þátt í gerð hennar séu afhuga henni núna.
Það skal tekið fram að það er ekki sérlega vísindalegt að vera sammála - vísindamenn eru sífellt að reyna að hrekja ríkjandi kenningar - aftur á móti er það samhljóða álit vísindamanna nú að ekkert hefur enn komið fram sem hrekur kenninguna.
Nýleg skoðanakönnun
Síðastliðinn janúar var gerð skoðanakönnun meðal vísindamanna (Doran 2009) og niðurstaðan borin saman við gallúp könnun frá 2008. Höfundar könnunarinnar spurðu 3114 jarðvísindamenn eftirfarandi spurningu:
Do you think human activity is a significant contributing factor in changing mean global temperatures?
Lauslega þýtt: Telur þú að mannlegar athafnir sé stórvægilegur þáttur í að breyta hnattrænum meðalhita jarðar? Höfundar flokkuðu síðan vísindamennina niður eftir því hvort þeir voru virkir í að birta greinar, hvort þeir voru sérfræðingar í loftslagsfræðum og slíkt. Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér:
Í könnuninnni kom fram að eftir því sem virkni rannsókna var meira og því meiri sem þeir unnu beinlínis við rannsóknir á loftslagi og loftslagsbreytingum, því líklegri voru þeir til að telja að hlýnunin væri af mannavöldum, einungis 58% almennings var á sömu skoðun. Lokaorð þeirra er:
It seems that the debate on the authenticity of global warming and the role played by human activity is largely nonexistent among those who understand the nuances and scientific basis of long-term climate processes. The challenge, rather, appears to be how to effectively communicate this fact to policy makers and to a public that continues to mistakenly perceive debate among scientists.
Lauslega þýtt: Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna.
Niðurstaða
Ekkert bendir til að vísindamenn séu almennt ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum - þeir fáu sem ósammála eru hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.
Heimildir og frekari upplýsingar:
Hér eru skýrsla sem sýnir úttekt á niðurstöðum vísindamanna á íslensku: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér: Examining the Scientific Consensus on Climate Change (Doran 2009). Gallúp könnunina má sjá hér: 2008 Gallúp.
---
Á loftslag.is má sjá fleirir Mýtur.
Athugasemdir
Ég man nú ekki hvað þeir voru margir "vísindamennirnir" sem skrifuðu undir skýrslu ICPP, voru þeir ekki um 2.500? Í ljós hefur komið að margir þeirra eru alls ekki vísindamenn og meira að segja eru þó nokkrir munstraðir á skýrsluna þó þeir hafi ekkert komið nálægt gerð hennar.
Hversu trúverðugt er það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 23:54
Auk þess hefur verið nefnt að þeir sem voga sér að gagnrýna niðurstöður ICPP, séu rakkaðir niður á heldur óviðurkvæmilegan hátt af "rétttrúnaðarfólkinu",... svo mjög að menn veigri sér við að gera skoðanir sínar opinberar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 23:57
Spurningin sem varpað er fram í fyrirsögn pistilsins "Eru vísindamenn ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum?" er mjög góð. Við henni er auðvitað ekkert einfalt svar, því málið er flókið.
Ég hefði frekar viljað sjá spurningu sem hljóðaði svona: "Eru vísindamenn ekki sammála um að hluti hlýnunarinnar sé af mannavöldum?. Þá hefði ég, og sjálfsagt fleiri, átt auðveldara með að svara.
Til að svara svona spurningum mætti til dæmis vísa á vefsíður sem skoða málin frá því sjónarhorni að einhver hluti hlýnunarinnar sé af völdum náttúrunnar. Látum liggja milli hluta hve stór hluti, því um það er ómögulegt að segja nokkuð með einhverri vissu.
Ég við því leyfa mér að vísa á eina slíka vefsíðu sem mér finnst mjög áhugaverð. Vefsíðunni er haldið úti af veðurfræðingnum Antony Watts, en auk hans skrifa þar oft ýmsir gestapennar. Síðan nefnist Watts Up With That og eru umræður þar mjög líflegar og stundum fróðlegar. Vefsíðan var valin "Best science blog 1998" síðastliðinn janúar.
Vissulega væri hægt að vísa á fjölmargar aðrar vefsíður í svipuðum dúr, en þetta verður látið nægja að sinni. (Á vefsíðu Antony Watts eru á hægri jaðar tilvísanir í allnokkrar vefsíður af ýmsum gerðum).
Ef ég má ljóstra upp minni skoðun sem leikmaður á þessu sviði, þá gæti ég tekið undir þá fullyrðingu að hluti hlýnunar sé af mannavöldum, en tel samt að álíka stór hluti sé af völdum náttúrunnar.
Ágúst H Bjarnason, 8.9.2009 kl. 06:58
Takk fyrir þessa punkta Gunnar og Ágúst - það er gott að fá ykkar álit.
Gunnar:
Ég sé strax galla við þessa færslu hjá mér svona eftir á að hyggja. Það vantar alveg punktinn sem ætlununin var meðal annars að skrifa um, þ.e. fullyrðinguna um að margir vísindamenn hefðu orðið afhuga IPCC skýrslunni.
Það hefur nefnilega verið fullyrt að fjölmargir vísindamenn hafi komið fram, af þeim sem tóku þátt í IPCC skýrslunni, sem hafi skipt um skoðun. Ég hef heyrt af þremur (af eitthvað 600), tveir þeirra voru ósáttir við líkönin sem voru notuð og einn þeirra er ósammála skýrslunni. Ég get ekki bent á hvar ég sá þetta sem stendur, en vísa í ágæta umfjöllun um hversu gagnsætt ferlið var við gerð IPCC skýrslunnar. Þessa mýtu þarf því að endurskrifa.
Það skal einnig á það bent að ég hef hvergi fengið það staðfest að vísindamenn rakki niður þá sem eru ósammála niðurstöðum IPCC - hitt er þó annað að ef menn koma fram með fullyrðingar um að eitthvað sé rangt í skýrslunni sem þeir geta síðan ekki stutt með gögnum, þá er eðlilegt að þeim sé bent á það hvar þeir hafi rangt fyrir sér. Vel getur verið að einhverjir verði sárir við þau svör - en þá ættu þeir ekki að stunda vísindi. Auk þess skal á það bent að fjölmargir virtir vísindamenn draga niðurstöður skýrslunnar í efa - sem er gott. Það er þó yfirleitt í hina áttina - t.d. eru menn á því að hækkun sjávarstöðu verði mun meiri en IPCC gerir ráð fyrir.
Ágúst:
Það gleymdist að geta þess að 97,4% vísindamanna sem eru loftslagsfræðingar og virkir í að birta greinar um loftslagsmál svöruðu spurningunni játandi - þannig að efinn er lítill meðal þeirra sem fremstir eru. Einnig skal þess getið að almenningur í þessari gallúp grein eru bandarískir - en hlutfallið er mun meira í Evrópu (þó Íslendingar hafi að mig minnir verið svipaðra skoðana og þeir bandarísku).
Heimasíða Anthony Watts er upplagður staður ef þú vilt heyra skoðanir sem eru sirka svona: Það er engin hlýnun, en ef það er hlýnun þá er hún ekki af mannavöldum og ef hún væri af mannavöldum þá væri hún mjög lítil og ef hún væri töluverð af mannavöldum þá er hlýnunin bara góð, já og þeir sem halda öðru fram eru hluti af samsærinu.
Einnig er hún góð ef þú vilt lesa blogg þar sem fundnar eru allar þær greinar sem mögulega gætu verið sammála einhverri af skáletruðu fullyrðingunum hér í síðustu málsgrein (alveg sama hverri) - einnig ef þú vilt að tekin séu brot úr greinum eða gögnum sem sýna fram á ofangreint (þótt gögnin eða greinin í heild bendi til hins gagnstæða ef nánar er skoðað). Þá er ágætt að fara þangað ef þú vilt ekki heyra mótrök, því það er bannað að vera á öndverðri skoðun en Watts og því fást þær athugasemdir ekki birtar - einnig máttu búast við fyrirsögnum í þessum stíl: "New article disproves global warming" en finna síðan ekki neitt slíkt í megintextanum.
Ef þetta er það sem þú ert að leita að, þá er heimasíða Watts - góð fyrir þig.
Loftslag.is, 8.9.2009 kl. 09:06
Ég held að flestir þeir sem leggjast í einhverja skoðun á þessum málum komist fljótt að því hvorum megin rökin liggja.
Páll Jónsson, 8.9.2009 kl. 11:09
Höskuldur Búi og Sveinn Atli:
Sem betur fer eru fjölmargir vísindamenn sem ekki eru hættir að hugsa og eru enn að reyna að átta sig á þeim flóknu málum sem menn eru að fást við í loftslagsvísindum varðandi ástæður hitasveiflanna, þar með talið hlýnunina á undanförnum áratugum.
Ég er sannfærður um að málin eigi smám saman eftir að skýrast með hjálp þessara þrjósku og þrautseigu manna sem vilja ekki fara einföldu og þægilegu leiðina, samkvæmt The Science is Settled hugsuninni. Hver veit nema að þeir verði litnir sömu augum og þverhausar fyrri alda sem reyndust algjörir brautryðjendur, þ.e. manna eins og Galileo, Pasteur, Darvin, Einstein, Pauling, ... Hver veit?
"The Essence of science is that it is self correcting, new experimental results and novel ideas are continually resolving old mysteries" sagði Carl Sagan í Cosmos. Það er mikill sannleikur í þeim orðum.
Ég leyfi mér enn og aftur að mæla með vefsíðu Antony Watts veðurfræðings. Auðvitað verða menn að lesa það sem þar er skrifað með opnum hug og gagnrýni, eins og allt sem maður les á vefnum og víðar, en það er varla tilviljun að maður sér þekkta loftslagsfræðinga skrifa þar greinarkorn af og til, svo og í athugasemdunum. Einnig varla tilviljun hve mörg atkvæði vefsíðan hlaut þegar kosið var um Best Sciense Blog.
Þess má einnig geta, svona í forbiafarten, að hann hefur staðið fyrir greiningu á gæðum þeirra hiatmælistöðva í Bandaríkjunum sem mynda net sem kallast USHCN (United States Historical Climatological Network ). Sjá vefsíðuna www.surfacestations.org Margt fróðlegt þar.
Annars er þessi umræða á vef ykkar félaga þörf og góð, þótt sitt sýnist hverjum .
Takk fyrir mig.
Ágúst H Bjarnason, 8.9.2009 kl. 11:25
Takk fyrir það Ágúst, þú ert að sjálfsögðu velkominn á síðuna, en þar verður reynt að hafa opna og fjölbreytta umræðu um loftslagsmál og skoðanaskipti velkomin.
Varðandi surfacestation verkefni Watts, þá gerði Greenman gott myndband um það, sjá http://www.youtube.com/watch?v=dcxVwEfq4bM
Loftslag.is, 8.9.2009 kl. 12:18
Þetta minnir mig dálítið á að kjarni tunglins sé úr grænum osti, framleiddum í fjarlægu sólkerfi, kannski apaplánetunni.
Það er auðvitað sannleikur þangað til að það er afsannað.
Hvílík vísindavinnubrögð!!
Kenningar eru bara kenningar. Margoft á jörðinni hefur verið mikið hlýrra en í dag, en einnig kaldara. Það á eftir að verða hlýrra aftur, en það á einnig aftur eftir að verða kaldara, all miklu kaldara.
Vísindin eru ekki betur stödd í dag, að þau hafa engar skýringar á þessum sveiflukenndu hitatölum. Helst er rædd um afstöðu jarðar til sólu, 'plasmaskýja', möttulhalla og núna síðast freti úr kúm.
Það síðasta sem mér dettur í hug er að fretið hiti upp jörðina, því önnur öfl eru miklu sterkari og yfirgnæfandi en að hægt sé að skella skuldinni á einfalda frethólka.
nicejerk (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:14
Herra Nice Jerk: Í fyrsta lagi þá er Apaplánetan í okkar sólkerfi og í öðru lagi þá er kjarni tunglsins að mestu úr bláum osti, ekki grænum.
Loftslag.is, 8.9.2009 kl. 15:41
Nicejerk virðist ekki gera greinarmun á kenningu og tilgátu en kenning er með því sterkasta sem til er í vísindum. Þ.e. þróunarkenningin, flekakenningin og fleiri sem við tökum sem gefnum staðreyndum eru kenningar.
Kenning er með öðrum orðum tilgáta sem studd er verulega sterkum vísindalegum rökum.
M.b.k.
Þórður ingi (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:55
Það er staðreynd að hitastig á jörðunni hefur verið mjög breytilegt í gegnum tíðna og það verður ekki hrakið. Menn hafa sett upp ýmsar kenningar eins og að tengja breytilegt hitastig við magn Coldíoxíðs í andrúmsloftinu og fleiri efna. Ég hef líka séð tengingu á hnattrænu hitastigi og magn colefnis 14 í andrúmsloftinu.
Loftslag jarðarinnar er ofulítið flóknara en margir ætla og nota andstæðinar hnattrænnar hlýnunar að mannavöldum það sér augljóslega sér í hag. Vísindamenn sem hafa reynt að afsanna að hnattræn hlýnun geti verið af mannavöldum hafa margir komið frá Bandaríkjunum. Þar hafa menn akkúrat mikinn hag af því að sanna að hnattræn hlýnun sé alls ekki af mannavöldum. Iðnfyrirtæki þar hafa mikil völd og peninga sem þau nota þá til að reka áróður fyrir því að öll hnattræn hlýnum séu náttúrulegar sveiflur.
Persónulega held ég að þetta sé að stórum hluta til af mannavöldum og ætla rétt aðeins að vona að það sé satt. Ef ekkert af þeirri hnattrænu hlýnum sem orðið hefur síðustu 100 árin er af mannavöldum erum við því miður í miklum vandræðum!!! Af hverju skyldi það vera? Jú vegna þess að þá er ekkert sem við getum gert til að hægja á eða snúa henni við.
Náttúra jarðarinnar mun raskast mikið á næstu áratugum ef þessi þróun heldur áfram. Menn vita að það er vafi því hversu stór hluti hnattrænnar hlýnunar er í raun af mannavöldum!!. Stóra spurningin er: Viljum við láta náttúruna njóta vafans eða stór iðnfyrirtæki sem hafa hag af því að eyða ekki miklum peningum í mengunarvarnir????
Ef okkur er alveg sama um náttúruna þá er bara að keyra á þetta eins og það sé engin morgundagurinn. Persónulega er mér ekki sama um náttúruna og ég vil láta náttúruna njóta vafans og gera það sem hægt er til að draga úr losum co2 og annarra efna eins og kostur er.
Þorvaldur V. Þórsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:07
Mikið afskaplega afska ég heimsku mína og gleymsku, auðvitað er kjarni tunglsins úr BLÁUM OSTI. Það er auðvitað fáránlegt að gera sig að lygara vegna minnisleysis eða annarrar heimsku.
Það hlaut að vera að apaplánetan væri okkur nær, því ég hef hitt svo marga þaðan. En þar kemur aftur heimskan og gleymskan inn.
Kenningar kirkjunnar eru auðvitað svo negldar niður af staðreyndum, að það á ekkert sameiginlegt með tilgátum.
Hvernig væri að sumir hérna myndu þræða sig í gegnum söguna, staðreyndum úr borkjörnum, jarðlögum, ísöldum, pálmatrjám Íslands o.s.frv. Það er kannski til of mikils að ætlast að rekast á slíkt á íslenskum 'vísindalegum' vef um loftslag.
Hvílík vísindavinnubrögð!!
Það er stórmunur á að ræða við 'vísindamenn' og vísindamenn. Sumir áhugamenn eru oft á tíðum betri en margir 'vísindamenn'. Raus út í loftið, fullt af engu, er bara raus út í loftið, engu skárra en saklaus fretur frethólkanna.
Það sama á við kodíoxíðkenninguna. Ef einhver hérna hefur raunverulegan áhuga á staðreyndum, þá þurfa margir að taka sig saman í ra... andlitinu og kynna sér staðreyndirnar.
Kenningar lúffa alltaf fyrir staðreyndum.
nicejerk (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:53
Sum umæli dæma sig sjálf...engin ástæða til að svara þeim sérstaklega.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.9.2009 kl. 19:01
Það er mikill misskiningur að það sé langsótt að mannskepnan geti haft áhrif á veðurfar svo sem glóbalt hitatig jarðar. Mikill misskilningur. Það er mjög einfalt hversvegna mannskempnan hefur áhrif á hitastig jarðar. Það gerir hún einfadlega með aukinni losun gróðurhúsalofttegunda !
Hva - læra menn ekki um gróðurhúsaeffektinn í skólum eða hvað ?
Eða eru menn kannski að segja að gróðurhúsaeffektinn existi ekki !
http://en.wikipedia.org/wiki/Greenhouse_effect
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2009 kl. 19:07
Þeir sem hafa svona litla trú á eyðileggingarhæfileikum okkar mannskepnunnar hafa greinilega ekki kynnst sér snillinginn Thomas Midgley. Kallinn gerði heiðarlega tilraun til að gera jörðina óbyggilega fyrir okkur. Alveg óvart.
Tvisvar.
Páll Jónsson, 8.9.2009 kl. 20:42
Alþingismenn segja...., útrásarvíkingar segja...., biblían segir....., mamma segir..., pabbi segir..... Ef botninn úr tunnunni 'er suður í Borgarfirði' , þá er tunnan að sjálfsögðu tóm.
Aukinn koltvísýringur er afleiðing hitnunar lofthjúpsins, ekki orsök. Gróðursæld og lífríki síðasta hlýindaskeiðs hefði því átt samkvæmt TILGÁTU 'gróðurhúsaáhrifanna' að sjóða jörðina á endanum, en það gerðist ekki. Heldur kom ísöld, ekki bara einu sinni, heldur mörgum sinnum. Ísöld kemur aftur, alveg sama hvað hvað er blaðrað mikið um s.k. 'gróðurhúsaáhrif' og hvað frethólkar framleiða.
Það er augljóst að mjög fáir nenna að bera sig eftir björginni og kynna sér staðreyndir, heldur lepja frekar þvælu eftir hagsmunahópum sem eiga akkúrat ekkert til síns máls.
Er einhver furða á ástandi landsins í dag???
Sama sagan, ekki tvisvar eða þrisvar, heldur sama endalausa langavitleysan endalaust.
nicejerk (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:07
Nicejerk:
Allir stærstu áhrifaþættir fyrri loftslagsbreytinga vísa í átt til kólnunar - ef CO2 í andrúmsloftinu nú er afleiðing hlýnunar - hver er þá orsök þessararar hlýnunar og hvaðan kemur þetta CO2 og afhverju segir hlutfall kolefnissamsæta í andrúmsloftinu okkur að aukninguna megi rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis?
Þú ættir að taka þín eigin orð til fyrirmyndar:
Á loftslag.is má nú þegar finna slatta af staðreyndum og vísanir í frekari lesningu (hægri hliðarstikunni) - gjörðu svo vel.
Höskuldur Búi Jónsson, 9.9.2009 kl. 09:03
"Allir stærstu áhrifaþættir fyrri loftslagsbreytinga vísa í átt til kólnunar - ef CO2 í andrúmsloftinu nú er afleiðing hlýnunar"
Hvar í ósköpunum býrð þú? Á Apaplánetunni? Þetta eru hrein og bein ósannindi, því margoft hefur bæði berið hlýrra og kaldara á liðnum kulda og hlýindaskeiðum.
"hver er þá orsök þessararar hlýnunar og hvaðan kemur þetta CO2 og afhverju segir hlutfall kolefnissamsæta í andrúmsloftinu okkur að aukninguna megi rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis?".
Spurning og svar eru rangar ályktanir gerðar út frá röngum forsendum. Enginn veit enn hver eru orsök hlýnunar, þó margar misvitrar tilgátur séu í gangi.
Kannski að setningin hjá mér um að CO2 er AFLEIÐING hitnunar en ekki orsök.Kannski að skortur á skilning sé orsök á vinsælium TILGÁTU um CO2 áhrif á hlýnun
CO2 kemur frá lífverum. Fólk ætti kannski að hafa kynnt sér grunnatriði áður en það gerist trúboðar. Kannski að bæta við þekkinguna: hver einasta manneskja sem styður CO2 tilgátuna um hlýnun jarðar, ætti að halda í sér andanum svo þessi bölvaða hlýnun hætti.
Kannski að risaeðlurnar hafi verið svo miklir brennuvargar í fyrri tíð, og keyrt um á svo orkufrekum olíufarartækjum og rekið svo mikið við, að heimurinn bara hitnaði og hitnaði þá á sínum tíma, þangað eðlurnar bara frusu í hel.
Ég man þegar sjöundu dags trúboðar heimsóttu hús mitt eitt sinn. Þeirra kenning á fjöllum og sléttum væri að Nóaflóðið hefði borið með sér svo mikið regn, að heilu fjöllin bara sléttust út og urðu að glæsilegu nýtilegu flatlendi, en þá þurfti líka annað land að lyftast, og þannig urðu hin himinháu fjöllin til.
nicejerk (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:59
Kurteis og rökvís, skil ekki af hverju þú kallar þig nicejerk
Höskuldur Búi Jónsson, 9.9.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.