Sjávarstöðubreytingar og jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu

loftslagÍ dag hafa birst 2 nýjar færslur á Loftslag.is sem fjalla um, annars vegar sjávarstöðubreytingar og hins vegar um jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu. Fyrst er um að ræða myndband, þar sem m.a. er tekið fyrir hækkun sjávarstöðu og spárnar um það. Hvað segja spárnar um hækkun sjávarstöðu, hvað er með í þeim spám og hvað ekki? Myndbandið er frá Greenman3610, sem er YouTube notandi og hefur gert nokkur myndbönd um loftslagsbreytingar. Það má segja að hann hafi persónulegan stíl við gerð sinna myndbanda, þar sem hann getur verið nokkuð meinhæðinn. Hin færslan er frétt um þynningu jökla á Grænlandi og Suðurskautinu. Þar er sagt frá nýjum rannsóknum er varða þynningu jökla á þessum svæðum.

Tenglar:
Myndband: Sjávarstöðubreytingar
Frétt: Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Climate Dinial" ???

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvar finnur maður rannsóknir Norsku vísinda mannanna sem segja að ísinn sé að þykkna á Norðurskautinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.9.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Er einhver sérstök hugsun á bakvið þetta hjá þér Gunnar? Ég skil ekki hvað þú ert að fara með þessa athugasemd.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón Aðalsteinn, hér er það sem Danska veðurstofan hefur um ísþekjun 2009 að segja: "I 2009 har vi dermed det mindste samlede is-volumen i de sidste 30 år og altså mindre end i 2007." Sjá hér.

Einnig vil ég benda á góðan gestapistil af Loftslag.is um hafísinn á Norðurskautinu, sjá hér

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þarna er hann Jón kannski að vísa í frétt á Mbl.is (hér) sem segir að hafísinn hafi aukist síðustu tvö ár, sem eru ekki nýjar fréttir, en þar er væntanlega átt við flatarmál en ekki þykkt.
Fréttin er annars um að pólarísinn hafi þynnst en er mjög ruglingsleg því þar er verið að blanda saman fréttum af Grænlandsjökli, Suðurskautslandinu og hafísnum.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.9.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er talað um "Climate Dinial" í myndbandinu sem vísað er í. Ótrúlega vitlaust hjá ykkur að vísa í þennan Greenman

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áróðursmyndband í stíl við vinnubrögð Al Gore

Climate Dinial" hahaha

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Greenman3610 tekur á sinn eigin hátt fyrir ýmsar mýtur um Climate denial. Enda heitir myndbandaröðin hans, "Climate denial crock of the week". Sem gæti útlagst einhvernvegin þannig, "Loftslags afneitunar mýta vikunnar" (reyndar kemur ekki myndband einu sinni í viku). En eins og sagt var, þá tekur hann fyrir á sinn persónulega hátt mýtur sem koma oft fram í umræðunni um loftslagsbreytingar. Hann notar mikið af kaldhæðni í myndböndum sínum. En þarna eru ágætis punktar sem eru mikilvægir í umræðunni, þ.e. hvað innihalda spárnar um sjávarstöðubreytingar og hvað ekki, sem er nokkuð sem ekki allir þekkja.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Loftslagsneitendur - ætti það að heita á íslensku og er sko ekkert spaug!

En myndböndin hans Greenmans eru alveg þess virði að kíkja á.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.9.2009 kl. 00:05

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Crock er þýtt sem nonsense samkvæmt ensk-enskri orðabók, sem þýðir t.d. þvaður eða bull, þannig að rétta þýðingin gæti verið eftirfarandi:

"Loftslagsneitenda þvaður vikunnar" eða hvað...? Og já, það leynist ýmislegt fróðlegt í myndböndunum hans, get mælt með þeim, þrátt fyrir meinhæðni á köflum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband