30.9.2009 | 20:43
Loftslag.is - Nýtt efni síðustu daga
Hér kemur stutt kynning á því efni sem birst hefur á Loftslag.is síðustu daga.
Í athyglisverðu myndbandi Carl Sagan eru hugleiðingar um stærð Jarðar í alheiminum gerð skil á fróðlegan hátt. Hversu stór er eiginlega hinn blái punktur sem við búum á.
Það eru ýmis tól sem okkur standa til boða á netinu, meðal annars er hægt að skoða ýmis áhrif af sjávarstöðubreytingum, hvaða áhrif hefur t.d. 1 m hækkun sjávarborðs? Skoðið tengilinn í þessari færslu á Sea Level Explorer.
Bandarísk auglýsing vekur furðu.
Í kjölfarið á auglýsingunni er svo hægt að skoða blogg sem kemur inn á hugsanlega áhrif aukningar CO2 í andrúmsloftinu, eru þau áhrif eingöngu jákvæð?
Að lokum er svo frétt um rannsóknir sem Met Office (breska veðurstofan) hefur birt um hugsanlega hitastigshækkun verði ekkert að gert til að draga úr losun koldíoxíðs.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir, Myndbönd | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.