15.10.2009 | 20:13
Metnaðarfullt markmið
Finnar sýna hér metnað og eiga hrós skilið, en þetta er svipað og vísindamenn hafa mælt með (þ.e. það sem vísindamenn telja að sé raunhæft markmið).
Tveggja gráðu markið er það markmið Evrópusambandsríkja að reyna að miða við að það hlýni ekki meir en um 2°C, ef miðað er við árið 1990.
Til þess að þetta sé hægt, þarf að draga töluvert úr losun á CO2 eða um sirka 80% fyrir árið 2050:
.
En af hverju eru þjóðir heims að reyna að draga úr losun CO2?
Það hefur verið sýnt fram á að jörðin sé að hlýna vegna losunar CO2 út í andrúmsloftið af völdum manna, sjá á loftslag.is:
Er jörðin að hlýna?
Veldur CO2 hlýnuninni?
Er aukning á CO2 af völdum manna?
Sjá einnig: Grunnatriði kenningarinnar
Um ráðstefnuna í Kaupmannahöfn má einnig lesa á loftslag.is:
COP15 Kaupmannahöfn í stuttu máli
Finnar dragi úr losun um 80% fram til ársins 2050 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.