Áhrif loftslagsbreytinga í Afríku

Samkvæmt skýrslu Prófessors Sir Gordon Conway, frá Imperial Háskólanum í London, þá er, þrátt fyrir að margt nýtt hafi komið fram varðandi loftslagsbreytingar á síðustu árum, margt sem við ekki vitum um loftslagsbreytingar í Afríku. Loftslagið í Afríku virðist stjórnast af þremur mikilvægum þáttum: trópískum varmaflutning (e. tropical convection), breytingum í monsúnkerfinu og El Nino í Kyrrahafinu. Fyrstu tveir þættirnir eru staðbundnir þættir sem hafa áhrif á regn og hitastig á svæðinu. Sá síðasti er fjarlægari, en hefur mikil áhrif á úrkomu hvers árs og hitastigsmunstur í Afríku. Þrátt fyrir mikilvægi hvers þáttar, þá skiljum við ekki enn hvernig samspil þeirra er og hvernig þeir hafa áhrif í samspili með loftslagsbreytingum. Eitt ætti að vera ljóst að hraðar breytingar í hnattrænu hitastigi getur haft mikil áhrif á útkomuna, varðandi t.d. hærri sjávarstöðu, hærra hitastig og öðrum m.a. veðurfarslegum þáttum sem geta haft áhrif þar á. En útkoman er ólík eftir svæðum og er það m.a. skoðað nánar í skýrslunni.

[Nánari umfjöllun á Loftslag.is]


mbl.is ESB til aðstoðar þróunarlöndum gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í hverju voru "katastrófur" í veðurfari fólgnar, þegar miklu hlýrra var á jörðinni en í dag?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hitastig hefur ekki hækkað vegna losunar manna af gróðurhúsalofttegundum áður, það er væntanlega aðalmunurinn, hverjar sem afleiðingarnar verða nú eða voru áður. Breytingar í loftslagi er alþekkt fyrirbæri, en nú er hitastigshækkunin talin vera vegna losunar gróðurhúsalofttegunda eins og áður sagði. T.d. má lesa fróðlegar greinar um orsakir fyrri loftslagsbreytinga og um kenningarnar á bakvið fræðin á Loftslag.is. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband