Grænir skógar Sahara

Vísindamenn segjast hafa fundið leið til að rækta skóga í Sahara – sem mótvægisaðgerð gegn hlýnun jarðar.

Í yfir öld hafa vísindamenn einstaka sinnum fengið þá draumóra að breyta Sahara úr eyðimörk og í grænar lendur gróðurs og ræktaðs lands. Nú segjast vísindamenn vera búnir að finna leið til að láta þessa drauma rætast – og hægja á hlýnun jarðar í leiðinni. Hugmyndin er hugarfóstur Leonards Ornstein, sem er frumulíffræðingur að mennt, ásamt David Rind sem sérhæfir sig í loftslagslíkönum og Igor Aleinov sem vinnur hjá geimvísindarannsóknastöð NASA.

Setja inn texta þegar ég er búinn að lesa greinina almennilega.

Hitabreytingar við að rækta skóg í Sahara og Ástralíu.

Þeir sjá fyrir sér að vinna salt úr sjó og hreinsa það úr vatninu sem yrði síðan dælt inn á land. Sérstakt vökvunarkerfi (e. drip irrigation) sem myndi vökva rætur trjánna myndi sjá til þess að vatnið myndi ekki gufa upp eða seytla niður í jarðveginn. 

Hitaþolið tré sem gæti þolað hita Sahara með nægilegri vökvun. Eucalyptus grandis

Hitaþolið tré sem gæti þolað hita Sahara með nægilegri vökvun. Eucalyptus grandis

Loftslagshermir sem vísindamenn keyrðu bendir til að Sahara myndi með þessu móti kólna um allt að 8°C á sumum svæðum. Margar trjátegundir eru hitaþolnar svo lengi sem þær fá nægilegt vatn að rótunum. Aukin trjágróður myndi auk þess auka úrkomu um 700-1200 mm á ári, auk skýjamyndana. Auðnir Ástralíu er annað svæði sem gæti notast við sömu aðferðafræði.

Ef hraðvaxta tré yrðu gróðursett í Sahara og Ástralíu t.d. Eucalyptus grandis (sjá mynd), þá myndi kolefnisbinding aukast um allt að 8 milljarða tonna á ári – næstum jafn mikið og losun manna við brennslu jarðefnaeldsneytis og skóga er í dag. Sú árlega kolefnisbinding myndi síðan halda áfram í nokkra áratugi.

Þetta verkefni yrði þó ekki ódýrt, en vísindamennirnir telja að samtals myndi það kosta 2000 milljarða dollara (og reiknið nú). Eftir nokkra áratugi yrðu skógarnir nægilega stórir til að hægt væri að nýta þá til orkuvinnslu – þannig að þeir myndu binda jafn mikið CO2 og myndi losna við orkuvinnsluna.

Þess konar skógrækt hefur einhverjar hliðarverkanir. Aukinn raki getur aukið líkur á engisprettufaröldum í Afríku, líkt og einstaka votviðrisár gera nú. Einnig getur raki vætt núverandi jarðveg það mikið að járnríkt ryk hætti að  berast frá Sahara og yfir í Atlantshafið, þar sem það eykur næringargildi sjávar, fyrir t.d. þörunga.

Heimildir:

Sjá umfjöllun í ScienceNow: Forest a Desert, Cool the World, en greinin sjálf mun birtast í Climatic Change í næsta mánuði.

[Grein frá 29. september af Loftslag.is]

loftslag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gæti þessi ''lausn'' vísindamannanna ekki farið úr böndunum og valdið einhverju ófyrirsjáanlegu og gert illa verra?Þetta yrðu nú ekkert smáræðis ''hitabreytingar af mannavöldum''.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jú Sigurður, ég geri ráð fyrir því að þessi lausn (ef lausn má kalla) sé væntanlega ekki laus við aukaverkanir af ýmsu tagi. Ég lít á þetta sem fróðlegar pælingar varðandi ýmsa hugsanlega "möguleika", ekki endilega neitt sem farið verði útí. Það er margt í umræðunni, sérstaklega í svokallaðri loftslagsverkfræði (e. geoengineering) sem er athyglisvert, en er ekki endilega nothæft eða framkvæmanlegt þegar upp er staðið. Að mínu mati eru þetta mest fróðlegar vangaveltur vísindamanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er sannarlega þörf á að skoða allar hugmyndir því mikið er í húfi. Vaxandi hiti á jörðinni er af mörgum tengdur við losun koltvísýrings og nú er stutt í keðjuverkun með því að skógareldar verða æ algengari, sem rekja má til þurrari jarðvegs.

Árni Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband