Leki, framlög, bið og barátta ásamt tölvupóstum

COP15Á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í dag komu fram skjöl sem lekið var úr innsta hring þátttakenda og eru talin varða samning sem átti að reyna að ná samkomulagi um í næstu viku. Fulltrúar þróunarlandanna voru ekki sáttir við innihald þessara skjala og þar af leiðandi varð uppi fótur og fit á ráðstefnunni í dag.

Nánar er hægt að lesa um þetta og fleira í færslunni "Leki, framlög, bið og barátta" um helstu atriði dagsins á COP15.

Einnig er hægt að nálgast fleiri færslur varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á Loftslag.is.

Við höfum skoðað þetta mál með stolnu tölvupóstana, og tökum undir orð Ban Ki-moon um að ekkert í því máli sé þesslegt að það rýri þann vísindalega grunn sem loftslagsrannsóknir byggja á. Sjá nokkrar færslur um Climategate á Loftslag.is.


mbl.is „Loftlagsbreytingar af mannavöldum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er því miður þannig að þið eruð langan veg frá að vera hlutlaus.

Þið sjáið þessa stolnu tölvupósta eins og ykkur hentar. 

Teitur Haraldsson, 8.12.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við höfum skoðað þetta mál út frá rökum. Þegar það sem sett var fram sem "sannanir" fyrir því að um falsanir og svindl er skoðað nánar, t.d. lesið bæði fleiri gögn og í sumum tilfellum tölvupóstana í heild, þá er ekkert sem bendir til þess að um falsanir eða svindl sé að ræða. Það eina sem þetta mál er, er stormur í vatnsglasi, settur fram af vanþekkingu. Hér eru nokkrar greinar og færslur um þetta mál:

Vefur Nature

TimesOnline

Dotearth.blogs.nytimes.com

RealClimate

SolveClimate

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 21:12

3 identicon

Það er auðvitað satt að gróðurhúsalofttegundirnar hafa áhrif, en að þurfa að segja þetta svona að ala á eithverjum ótta og hræðsluáróðri er bara bull.

Það er ekki séns að þetta sé svo ógeðslega hættulegt og þessir kallar eru að tala um. Fokking KJAFTÆÐI! Alveg gerir mig brjálaðan hvernig þetta loftslag.is er að taka þátt í því að gera alla hrædda og æsa upp almúginn!

Björn (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 21:33

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Teitur: Af hverju ættum við ekki að vera hlutlausir?

Sérðu það ekki á okkar skrifum að við höfum áhyggjur af þessum málum og að ef það kæmi eitthvað í ljós sem að gæfi okkur von um að enginn raunverulegur vandi væri á höndum þá myndum við segja frá því fegnir.

Því miður, þá virðast sumir halda að hér sé um eitthvað með og á móti dæmi að ræða - þetta er ekki fótboltakappleikur, þetta eru vísindi.

Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2009 kl. 21:35

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Björn, mér þykir leitt ef það veldur þér hræðslu að lesa um það sem vísindin segja okkur um loftslagsmálin. Geturðu hugsanlega bent mér á eitthvað af loftslag.is sem er svo mikill hræðsluáróður að það valdi þér svona miklu hugarangri. Mér þætti vænt um að vita hvað það er.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Björn: Hefurðu eitthvað fylgst með loftslag.is?

Við tökum á málunum af festu og höfum t.d. gagnrýnt fréttir sem að eru meira á þann veg sem þú segir - þ.e. hræðsluáróður. T.d. má nefna um daginn frétt sem að birtist á mbl.is að mig minnir um meiri bráðnun á Austur-Suðurskautinu - við tókum okkur til og lásum það sem vísindamenn höfðu að segja um málið og það kom í ljós að hræðsluáróðurinn þar átti sér ekki við rök að styðjast..

Hitt er þó annað að vísindin segja okkur að bráðnunin á Vestur-Suðurskautinu er mikil og óvenjuleg síðustu 10 þúsund ár eða svo.  Að segja frá því er þó varla hræðsluáróður?

Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: SeeingRed

Það á ekki og má ekki að hagræða tölum þegar vísindi eru annars vegar, rétt eins og slíkt á ekki að líðast í fótboltakappleikjum.

SeeingRed, 8.12.2009 kl. 21:44

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hvaða tölum hefur verið hagrætt? Það hefur engin af þeim sem tala um falsanir getað bent á gögn sem hafa verið fölsuð, undarlegt, miðað við þessar staðhæfingar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Gunnlaugur Ásgeirsson

„Global warming“ af mannavöldum eru  bara trúarbrögð, sprottin af nýjustu heimsenda/hrakfaraspánni.  

 

Pólitíkusar (græningjar) fá völd út á þetta og „vísindamenn“  fá styrki.

 

Nokkrar heimsenda og/eða hrakfaraspár koma fram á hverri öld, þessi síðasta er óvenju kostnaðarsöm. 

Veit ekki hvort þessi sirkus er meira grátlegur eða hlægilegur..

Gunnlaugur Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 23:09

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er örlítil færsla um trúarbrögð og vísindi, í tilefni athugasemdar Gunnlaugs um trúarbrögð og hrakfaraspár.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 23:17

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnlaugur: Geturðu nefnt eitthvað sem styður mál þitt?

Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2009 kl. 23:20

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það skiptir bara engu máli þó það sé margútskýrt og sýnt framá,  að umtöluð email sýna engar falsanir eða styrkja að hlýnun jarðar af mannaöldum sé tilbúningur einhverra í óljósum tilgangi.

Skiptir eigi máli.  Why ?  Jú vegna þess einfaldlega að þeir er afneita vilja hlýnun jarðar og/eða hlutverki mannsins þar að lútandi - nálgast málin á þann hátt að slengt er einhverju fram ss: Það var heitara á M-Öldum o.s.frv - og staðreyndir breita engu þar um.  Nákvæmlega sama fullyrðing kemur eftir augnablik og svo koll af kolli.  Eins verður með þetta "Climategate" eins og sumir vilja kalla það.  Það verður bara þannig að tölur voru falsaðar og mikið samsæri etc.

Það er í rauninni athyglisvert og skrítið hve margir hoppa á afneitunarvagninn.  

Eins er alltaf athyglisvert hvernig það endar oft á því að menn neiti því að það hafi yfirleitt hlýnað.

Merkileg umræða loftlagsmræðan. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 11:56

13 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þó engir tölvupóstar hafi verið falsaðir þá getur enginn mótmælt fölsun Michael Mann á loftslagi frá árinu 1000 þegar hann setti fram línuritið sem kallað hefur veið Hokkýstafurinn. Þa falsaði hann vitnandi vits í þeim tilgangi að sýna fram á ákveðna niðurstöðu; þá að það færi hlýnandi á norðurhveli jarðar. Í Íslendingasögum og Íslenskum annálum er sannað að hitastig á norðurhveli var hærra á miðöldum en allar götur síðan og að á sama hluta hnattarins var Litla ísöld á  17. 18. og langt fram eftir 19. öld.

Þessi fölsun, Hokkýstafurinn, er aðalundirstaðan undir stefnu og störfum IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 16:52

14 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér er fróðleikur sem sýnir kjarna málsins.

http://www.youtube.com/watch?v=FOLkze-9GcI 

Kristinn Pétursson, 9.12.2009 kl. 18:06

15 Smámynd: SeeingRed

Hitasveiflur hafa alltaf verið og verða áfram um ókomna tíð, hitasveiflur eru ekki eitthvað sem byrjaði að sjást fyrst eftir iðnbyltinguna og hraðri fjölgun jarðarbúa. Eflaust á maðurinn einhvern þátt í sveiflum, en almenn skynsemi segir manni að þau áhrif séu hverfandi miðað við náttúrlegar orsakir.

SeeingRed, 9.12.2009 kl. 18:12

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ein mögnuðustu áhrifin í loftslagsfræðunum eru hin svokölluðu Gore-áhrif, eða Gore-effect. Þessi áhrif virðast vera mun áreiðanlegri en áhrif CO2 á hitafar jarðar.

Um Gore áhrifin  var skrifaður bloggpistill af gefnu tilefni í apríl í fyrra. Pistilinn má lesa hér.

Ætli Gore-áhrifin bregðist nú í ár þegar Gore fer ásamt fríðu föruneyti til Evrópu á næstu dögum?

Skoðið veðurspána hjá AccuWeather hér.    

Ágúst H Bjarnason, 9.12.2009 kl. 18:20

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður, það er fátt sem bendir til að hokkýkylfan sé fölsuð, nema þá í augum ákveðina aðila. Þar fyrir utan þá er hokkýkylfa Mann alls ekki einu gögnin sem sýna fram á þá mynd. Sjá t.d. þessa færslu eftir Einar Sveinbjörnsson og einnig þessa færslu um hokkýkylfuna. Sigurður, hvað meinarðu með þessari setningu Íslendingasögum og Íslenskum annálum er sannað að hitastig á norðurhveli var hærra á miðöldum en allar götur síðan" Hvenær urðu Íslendingasögurnar nákvæmar heimildir fyrir hitastig á norðuhveli jarðar og það nákvæmar að hægt sé að nota þær sem sönnunargagn fyrir allt norðuhvelið í heild? 

Kristinn, skoðaðu þetta "cherry picking".

SeeingRed, já það er rétt það hafa verið loftslagsbreytingar fyrir iðnbyltinguna, það er staðreynd, já meira að segja staðreynd sem vísindamenn hafa uppgötvað fyrir okkur í gegnum tíðina og þekkja væntanlega betur en við tveir. En sú staðreynd að loftslag hafi breyst áður hefur ekkert með loftslagsbreytingar þær sem nú ganga yfir okkur vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nú. Það hefur sem samkvæmt lang flestum vísindamönnum sem vinna að rannsóknum á þessum málum, áhrif á hitastig. Hitastig hefur hækkað á síðustu árum og áratugum, sjá t.d. 20 heitustu árin frá 1880. Ekki ætla ég að gera lítið úr almennri skynsemi, en það þarf líka að skoða mælingar og rannsóknir um efnið.

Ágúst; Al Gore er ekki vísindamaður og þar fyrir utan þá skil ég ekki rökin sem þú kemur með. Hvað hefur veðrið þegar hann, af öllum mönnum, ferðast með málið að gera

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 19:35

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeim sem langar að fylgjast með því sem sumir kalla "climategate" en er amennt kallað: Climatic Research Unit e-mail hacking incident þá er hægt að fylgjast með á wiki - belíf mí ef eitthvað merkilegt kemur upp eða finnst þá mundi það koma þar fram - það sjá allir sem vilja sjá að ekkert merkilegt eða vísbendingar um stórfellt svindl eða falsaðar rannsóknir eða framsetningu hefur komi fram.  Ekkert slíkt.  Þesvegna er umræðan stórfurðuleg. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Climatic_Research_Unit_e-mail_hacking_incident

Það athygliverðasta er í rauninni hvort löggunni tekst að upplýsa hver stóð að innbrotinu.  Sumir stinga uppá  atvinnuhakkurum í Rússlandi sem taka að sér slík flókin hökk gegn greiðslu.  Einnig kemur fram að reynt hafi verið að brjótast inn í fleiri rannsóknarstofur ss. í Kanada.

Einnig ber að huga að ofsanum sem virðist vera í gangi.  Líflátshótanir og eg veit ekki hvað:

"Following the release of the e-mails, climate scientists at the CRU and elsewhere have received numerous threatening and abusive e-mails.   Norfolk Police have interviewed CRU director Phil Jones about death threats made against him following the release of the emails,  and death threats against two scientists also are currently under investigation by the US Federal Bureau of Investigation. Climate scientists in Australia have reported receiving threatening e-mails including references to where they live and warnings to "be careful" about how some people might react to their scientific findings

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 22:05

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, Ómar það er rétt hjá þér, það hefur ekkert komið fram í þessum tölvupóstum sem bendir til þess að um falsanir eða svik sé að ræða. Þetta er stormur í vatnsglasi, og þessum "stormi" er viðhaldið af vanþekkingu og útúrsnúningum. En öll él styttir upp um síðir

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 22:22

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli

Prófaðu að Gúggla  "Gore Effect".  Færð þú 23.000 tilvísanir?   Þetta er sem sagt mjög þekkt fyrirbæri í loftslagsfræðunum. 

Ágúst H Bjarnason, 9.12.2009 kl. 22:50

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, og hvað ertu að fara með þessu? Það er slæmt veður á völdum stöðum (e. Cherry picking) þegar Gore ferðast, þetta líkist einhverjum pseudo-rökum sem þú skilur betur en ég

Smá skilgreining sem ég fann meðal þessara 23.000 tilvísana:

Most worn out contrarian cliche:
The “Gore Effect”. This combines the irrelevant confusion of climate with weather and the slightly manic obsession with Al Gore over the actual science. Do please grow up.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 23:08

22 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Sumir bloggarar hér telja Climategate smámál sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af.

Ég heyrði formann IPCC nefndar Sameinuðu þjóðanna, Rajenda Pachauri í BBC fyrir nokkrum dögum þar sem hann sagði að hann tæki þetta mál alvarlega sem þyrfti að rannsaka og ekki sópa undir teppið.

Getur verið að menn hérna séu orðnir kaþólskari en páfinn sjálfur?

Finnur Hrafn Jónsson, 10.12.2009 kl. 02:30

23 identicon

Svatli:

Þú ættir eiginlega a.m.k. í bili að strika RealClimate.Org út sem góða

heimildarsíðu eða áræðanalegan vettvang, það er ekkert annað en málpípa

"Stórsvindlaranna" sem mest eru áberandi í CRU/ClimateGate í tölvupóstunum.

Að sjálfsögðu voru þeir allir að "æfa (löggu/koldíoxið?)kórinn" en ekki að

hagræða gögnum eða baktala kollegana , þegar "glæpurinn" átti sér stað. 

 og

 Af því að þú ert að minnast á "hokkíkylfuna" þá er rétt að minna þig á að hún er della, sem ekki er hægt að fá fram nema með  "cook the data" - aðferðum (m.ö. orðum fölsun), og megintilgangurinn með henni var eingöngu sá að fela "MWP" og "LIA" frávikin á áður viðurkenndum hitagröfum  seinustu tveggja árþúsunda.  

Það hafa hefur líka verið reynt að halda því fram síðan hún var skotin í kaf að MWP og  LIA frávikin hafi verið einhvers konar "lokal fenomen" á afmörkuðu svæði , en ekki global fyrirbæri , hér er tengill á síðu sem tekur saman eitthvað á áttunda hundrað  tengla á greinar , ritgerðir og athuganir frá öllum heimshornum sem allar hniga í þá áttð að annað eða bæði þessara frávika  megi merkja "lokalt" á því svæði sem viðkomandi grein tekur til, og heildarniðurstaðan hlítur því að vera að þetta voru raunveruleg global frávik ekki eitthvað "bara í færeyjum" fyririrbrigði, sem svo aftur gerir alla seinni tíma útgáfur á "hokkíkylfunni" að yfirklóri á meðan þau sjást ekki í þar. 

Bjössi (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 03:46

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli.

Við verðum að kunna að grínast stundum. Það er ekki hægt að vera að deila endalaust, þó það sé gaman líka .

Smá Al Gore húmor til viðbótar í tilefni jólanna sem eru á næstu grösum.   Þeir sem vilja mega syngja með:

http://www.youtube.com/watch?v=JmPSUMBrJoI

Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 05:57

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já þetta hlaut að vera grín Ágúst, enda engan vegin hægt að verja þau "rök" sem þarna komu fram - smá vísbending til þín, sástu ekki alla broskarlana sem ég setti til heiðurs þér

Finnur, ég hef marg tekið það fram að það eigi að rannsaka málið frá öllum hliðum, m.a. hversvegna og af hverjum innbrotið var framið, en ég sé ekki mikið annað en upphrópanir og getgátur í þessu máli og það eru margir sem eru mér sammála í þeirri greiningu. Þ.a.l. hef ég þá skoðun, mér hlýtur að vera það leyfilegt, að þetta sé stormur í vatnsglasi, og þessum "stormi" er viðhaldið af vanþekkingu og útúrsnúningum.

Bjössi, nefndu einhver gögn sem komu fram í þessum tölvupóstum sem sýna fram á að falsanir hafi átt sér stað. RealClimat.org er síða unnin af vísindamönnum sem hafa meira vit á því sem þeir eru að segja, en margir aðrir sem stofnað hafa heimasíður um þessi mál. Og eins og ég nefndi í annari athugasemd, þá er hokkýkylfa Mann alls ekki eina grafið sem sýnir fram á þessa niðurstöðu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband