Kröfur og væntingar þjóða til samninga

COP15Það er mikill munur á væntingum og kröfum einstakra þjóða og samtaka þjóða til þeirra samninga sem reynt er að ná um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi væntanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti, sem lesa má á Loftslag.is, [Kröfur og væntingar þjóða].

Hér er dæmi um hvað er í húfi fyrir Japan, úr færslunni af Loftslag.is:

Japan

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun CO2 um 25% fyrir árið 2020 miðað við 1990, ef önnur ríki fylgja þeim að
  • Það hefur það í för með sér að losun þarf að minnka um 30% á 10 árum og það er mótstaða við það í iðngeira landsins
  • Med hinu svokallaða “Hatoyama frumkvæði” hefur Japan sett fram áætlun um að auka fjárhags- og tækni aðstoð til þróunarlandanna
  • Styður hugmyndir um að hvert land setji sín takmörk um minnkun á losun CO2

Staðreyndir

  • Númer 7 í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (3,3% af losuninni)
  • Númer 15 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 4,9 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 301 tonn
  • Kyoto bókunin: Skrifað undir, skuldbundið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% undir 1990 losuninni, fyrir meðaltal áranna 2008-2012
Sjá nánar, [Kröfur og væntingar þjóða]
mbl.is Miðað verði við 1,5-2 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband