Drög, miljarðar og mótmæli

COP15Í dag birtum við færslu á Loftslag.is, þar sem farið var í gegnum helstu væntingar og kröfur ýmissa þjóða til loftslagssamninganna í Kaupmannahöfn. Þar má sjá að það eru mörg ólík sjónarmið sem þarf að hafa í huga áður en hugsanlegum samningum er náð. Það er misjöfn nálgun á hversu bindandi samningurinn eigi að vera. Sum lönd, eins og t.d. Japan, styðja þá hugmynd að hvert land setji sér eigin takmörk um losun. Annað atriði sem mun verða hindrun er að finna flöt á því hvaða viðmiðunarár á að miða losunina við, sum lönd miða við 1990 og önnur lönd við 2005. Nokkur ríki styðja lægri markmið varðandi hitastigshækkun, þ.e. 1,5 gráðu markið í stað 2 gráður. Þar er fyrst og fremst verið að tala um eyríki og önnur lönd sem eru viðkvæm fyrir sjávarstöðubreytingum. Sjá nánar “Kröfur og væntingar þjóða

Einnig er kominn ný færsla þar sem farið er yfir helstu atriði dagsins frá 5. degi ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og má nálgast hana á Loftslag.is - Dagur 5 - Drög, miljarðar og mótmæli

Eldir yfirlit má nálgast hér:

 Ásamt öllum færslum af Loftslag.is er varða COP15.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef skömm á geðþótta handtökum lögreglunnar á mótmælendum sem þó höfu ekkert saknæmt aðhafst. En þið?

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég veit svo sem ekki meira en það sem fréttastofur senda okkur - en ef þetta eru geðþótta handtökur, þá hef ég allavega skömm á þeim.

En segðu mér Sigurður, er það þín skoðun að ekki þurfi að grípa til neinna aðgerða gegn hlýnun jarðar og ef svo er á hverju byggirðu þá skoðun?

Höskuldur Búi Jónsson, 12.12.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það virðist hafa verið heitt í kolunum í Danmörku í dag og með mörgum handtökum. Ég hef reyndar ekki haft tíma til að setja mig inn í hvernig þetta fór fram. Mitt persónulega sjónarmið er að ég hef skömm á óréttláttum handtökum á saklausu fólki, hvernig sem það fer fram.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.12.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hvað er ykkar skoðun á hitastigi á Grænlandi síðustu 100 árin? Skrifaði stutta grein um það á http://karljg.blog.is/blog/karljg/entry/992056/

Karl Jóhann Guðnason, 13.12.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er eiginlega nauðsynlegt að lesa færslu Karls til að átta sig á svarinu, en hér er afrit af því:

---

Hluti af skýringunni er að leita í því hvernig jöklar bráðna. Ef við setjum t.d. ekki punkt í tilvitnunina eins og þú gerir, heldur höldum áfram að lesa greinina þá segja höfundar þessarar greinar frá árinu 2000 eftirfarandi:

..., with total nearcoastal thinning of 100 m or more along most of the coast. To some extent, this scenario is supported by historical data indicating widespread glacier retreat since the 1800s. However, thinning rates exceeding 1 m/year on many of the glaciers during the survey period are probably too large to be explained in this way,leaving a change in ice dynamics as the most likely cause.

Þeir finna að vísu ekki frekari útskýringar á því, né geta gert grein fyrir því hvort slíkt hafi gerst áður - en allavega þá telja þeir víst að lofthitinn einn sé ekki aðalþátturinn í bráðnuninni.

Þá komum við að nýrri athugunum. Tómas Jóhannesson skrifaði gestapistil fyrir loftslag.is fyrir stuttu (sjá Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna) og segir þar meðal annars:

Talið var líklegt að Grænlandsjökull mundi rýrna af völdum hlýnandi loftslags en það var til skamms tíma eingöngu rakið til aukinnar bráðnunar við yfirborð vegna hærri hita. Spár um hækkun sjávarborðs af völdum jökla byggðust þannig einkum á líkanreikningum af jöklaleysingu. Mælingar á hraða ísskriðs á Grænlandsjökli á síðustum árum sýna hins vegar mjög mikla hraðaaukningu sem ekki hafði verið spáð fyrir um. Áhrif Grænlandsjökuls á sjávarborð heimshafanna eru ekki síst tilkomin vegna þessa aukna hraða og aukinnar kelfingar í sjó fram af hans völdum.

Einnig segir þar:

Hin uppgötvunin tengist bæði Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklinum og felur í sér merkileg áhrif sjávarhita á hreyfingu jöklanna. Á árunum 2000–2004 mældist mikil hraðaaukning á mörgum skrið­jöklum á Suðaustur-Grænlandi sem talin er hafa stafað af hærri sjávarhita við ströndina. Hærri sjáv­ar­hiti bræðir hafís á fjörðum og dregur þar með úr viðnámi sem jökultungurnar mæta þegar þær skríða í sjó fram. Þessi hraðaaukning reyndist tímabundin en sýndi hversu viðkvæmur Grænlands­jökull getur verið fyrir breytingum sem ekki hafði verið gert ráð fyrir til þessa að skiptu miklu máli.

Ég er reyndar ekki nógu vel að mér í jöklasögu Grænlands til að bera saman núverandi bráðnun og bráðnunina þá - né veit ég um upplýsingar um sjávarhitagögn frá Grænlandi á þessum tíma - en þau eru eflaust stopul. Ef þú getur bent mér á slík gögn, þá gætum við farið að tala saman og spekulera í því hvort bráðnun Grænlandsjökuls nú sé meiri eða minni en áður.

Hitt er annað - að menn eru almennt séð ekki á því að þetta gerist á næstu áratugum (þ.e. að Grænlandsjökull bráðni að miklu leiti) - en nýleg gögn benda til þess að þetta geti gerst hraðar en áður hefur verið reiknað með  og því bætist sú vitneskja við þau spálíkön sem spá hærri sjávarstöðu á þessari öld. Athugaðu að hitastig á eftir að aukast töluvert á næstu áratugum (sjávarhiti og lofthiti) og þá eflaust á Grænlandi líkt og annars staðar og miðað við hvernig jökullinn brást við milli áranna 2000 og 2004, þá er óhætt að hafa smá áhyggjur af því hvernig hann mun bregðast við.

Sjá t.d. eftirfarandi greinar:

Increasing rates of ice mass loss from the Greenland and Antarctic ice sheets revealed by GRACE

Extensive dynamic thinning on the margins of the Greenland and Antarctic ice sheets

Höskuldur Búi Jónsson, 13.12.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Takk fyrir þessa athugasemd.  Já eflaust er hægt að útskýra þessar breytingar á jöklinum með öðrum orsökum en lofthita, en lofthitinn hlýtur auðvitað aðvera stór hluti af ferlinu. Kannski var jökullinn að bregðast við hlýnuninni (eins og kemur t.d. fram við Angmagssalik) sem varð á 10. áratug síðustu aldar. Og varðandi sjávarhita mælingar við Grænland þá veit ég ekki um nein slík gögn eins og er.

Tómas segir eftirfarandi í greininni:

"Þessi hraðaaukning reyndist tímabundin en sýndi hversu viðkvæmur Grænlands­jökull getur verið fyrir breytingum sem ekki hafði verið gert ráð fyrir til þessa að skiptu miklu máli."

Þetta er rétt, hraðaaukingin reyndist tímabundinn.  Í grein sem birtist í Science árið 2007 er einmitt fjallað um þetta. Tveir stærstu skriðjöklar Grænlands hopuðu árið 2004 en ástand jöklanna fór í sama horf og áður var árið 2006. En eins og kemur fram í Climate of Extremes, þá ekki bara hættu þeir að hopa heldur byrjuðu þeir að skríða fram.

Ég efast að það sé meiri hætta núna á því að Grænlandsjökull fari að bráðna hröðum skrefum svo lengi sem hitastig er það lágt og mælist nú. Sérstaklega ef með það í huga ef það var í raun og veru hlýrra um miðja síðustu öld á Grænlandi. Svo ég myndi ekki fara að hafa áhyggjur fyrr en hitastig fer að mælast hærra en var þá.     Kíki á þessar greinar ;) 

Karl Jóhann Guðnason, 14.12.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband