14.12.2009 | 13:14
COP15: Helgin í hnotskurn
Það sem aðallega situr eftir, eftir yfirlestur helstu frétta af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn nú um helgina, eru fréttir af mótmælum og handtökum. Það hafa þó einnig staðið yfir stíf fundarhöld og ráðherrar ýmissa landa komu til Kaupmannahafnar til að taka þátt í ráðstefnunni, enda margir lausir endar sem þarf að ganga frá ef einhver von á að vera á því að samningar náist.
Sjá nánar á Loftslag.is - Helgin í hnotskurn
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 - Drög, miljarðar og mótmæli
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða - Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna - COP15
Uppnám á loftslagsráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir, Pólitík | Facebook
Athugasemdir
þessi ráðstefna og allt það sem vesturlönd og trúbræður þínir undir forystu Al Gores boða er að upphefja nýja nýlendustefnu. þessi verður öðruvísi. þessu verður á þá leið að vesturlöndin munu stjórn auðlegð og framleiðslu. ekkert ríki mun geta risið upp á eiginverðleikum og iðnvæðst nema með leyfi frá vesturlöndum og eins og tillagan var, Alþjóðabankanum.
menn rífast um einhverja lofttegund sem engin veit með vissu um hvort að leiði til hlýnunar eða er afleiðing hlýnunar. enda núna þegar engir sólblettir eru til staðar þá hættir hlýnun þrátt fyrir aukningu í útblæstri. á meðan er ekkert hyrt um að hreinsa aðra mengun sem veldur fæðingargöllum s.s. þungamálmsmengun í drykkjarvatni. meiri áhersla er lögð á einhverja ímyndunar barráttu um að við getum breytt loftslagi á jörðinni.
jú við getum það. gefum okkur að CO2 sé orsök gróðurhúsaáhrifa og þetta sé allt rétt hjá ykkur trúbræðrunum. þá höfum við aðeins tvennt um að velja til að kæla nður jörðina með einhverjum áhrifaríkum hætti. hætta noktun á kolefniseldsneyti. það eru engar líkur á því að það gerist. 10% minnkun til 2050 er kannski möguleg í hinum raunverulega heimi. meira en það er ekki að fara að verða að veruleika nema með einhverjum byltingarkenndum tækniframförum eða eins og vesturlöndin voru að leggja til, að þróunarlöndin verði aftur að nýlendum þeirra.
hin leiðin er svo að nota nokkrar 20 til 30 megatonna vetnissprengjur til þess að senda ryk upp í heiðahvolfið og minnka þar með geislun sólar til jarðar.
mér þætti gaman að vita. ert þú á því að binda eigi þróunarríki og íbúa þeirra í fátækrargildru um ókomna framtíð?
Fannar frá Rifi, 14.12.2009 kl. 14:21
í skjóli þekkingar minnar sem vistkerfahönnuður(hönnun umhverfistjórnunar í lífefnaframleiðslu) ætla ég að fullyrða hér að allir sem halda að "CO2" sé að valda vistkerfinu skaða eru stórhættulegir bjánar, sem núna marsera í köben eins og hitleræska kolefnaforingjanna, algjörlega dáleidd.
þetta er líklega stæðsti og mest ógnandi ofstækisbókstafstrúarhópur sem uppi hefur verið, sem auðvitað kallar á aðgerðir áður en þau láta plata sig út í eitthvað hræðilegt.
Kalikles, 14.12.2009 kl. 14:34
Fannar, við höfum marg rætt þetta áður og þetta hefur ekkert með trúarbrögð að gera, sjá t.d. mýtuna um trúarbrögð í vísindum.
Kalikes; Það er auðvelt að koma með fullyrðingar og uppnefni. Reynum að vera málefnaleg.
Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2009 kl. 14:52
Hvoru megin vanþróuð eða þróunarríki telst Ísland, í geyminu í Köpen?
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:46
Það er rétt hjá þér svatli að ég á ekki erfitt með að fullyrða þetta, því að baki liggur þekking og reynsla af hönnun og uppsetningu fullstýrðra gerfivistkerfa. Þegar maður er að skapa vistkerfi sem á að hámarka lífvænleika, þá er nauðsynlegt að auka verulega CO2 ppm.hlutfall kerfissins, því að andrúmsloft jarðar er langt frá því að hámarka afköst vistkerfissins og mætti alveg við hærra ppm.hlutfalli á koltvísýring.
Stundum heyrir maður sagt að allt líf byggist á vatni....... en það er ekkert kolefni í vatni, og við erum "carbon based lifeforms".
ss. allt líf byggist á "H2O" og "CO2", sem saman mynda og næra nánast allt líf kerfisins td. efni á borð við: kolvetni(orka fyrir lífverur) súrefni o.s.frv.
Að segja að CO2 sé mengunarefni jafngildir því að halda því fram að vatn sé eitur og allar lífverur séu mengun.
Bönnum "DIHYDROGEN MONOXIDE" væri tilvalið slagorð fyrir ykkur vitleysingana, þið fengjuð örugglega hellings stuðning.
Kalikles, 14.12.2009 kl. 18:11
PS. þessi umræða um CO2 er að draga athyglina frá öðrum efnum sem eru raunveruleg ógnun, og finnst mér að við ættum að beina kröftunum þangað.
Kalikles, 14.12.2009 kl. 18:18
Heyrðuði pistil Jóns Björgvinssonar í Speglinum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2009 kl. 19:19
Kalikles: Hvers konar vistkerfi eru það þar sem hægt er að ignora hitastig?
Höskuldur Búi Jónsson, 14.12.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.