Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Raunverulegt vandamál

Þeir sem eru orðnir vissir í sinni sök um að ástæður hlýnunar jarðar séu af mannavöldum verða oft hissa á viðbrögðum þeirra sem eru í afneitun eða efast um málið.

Umræðan gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er nefnilega á því stigi að allir, jafnvel fólk með lítinn vísindalegan bakgrunn, ættu að geta orðið sammála um að hlýnun jarðar af mannavöldum er raunveruleg (sönnunargögnin eru yfirgnæfandi). 

Niðurstaðan er ljós:


Smá loftslagshúmor

ThroughTheMagnifyingGlass
Já, svei mér þá. Það er greinilega að kólna (smella tvisvar til að stækka).

GlobalCooling
Kólnunin er nú þegar farin að hafa áhrif.

Sól sól skín á mig...

Hvort þetta er raunhæft er erfitt að segja til um. Mér skilst að það sé vafi hvort ský valdi kólnun eða hlýnun (og þá hvort þetta hafi einhver áhrif - jákvæð eða neikvæð). Að auki hefur þetta engin áhrif sem mótvægi við súrnun sjávar (sjá CO2 - vágestur úthafanna) því ekki er verið að vinna á frumorsökinni (þ.e. magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu).

Annars var ég að enda við að skrifa færslu um þetta (sjá: Að breyta loftslagi), þar sem ég fer yfir nokkur ferli sem gætu orðið mótvægi við hlýnun jarðar af mannavöldum.


mbl.is Tilbúin ský gegn hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að breyta loftslagi

Það er vitað mál núorðið að mennirnir eru að breyta loftslagi jarðar (Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Kenningin). En þótt mennirnir geti breytt loftslagi jarðar, þá munu þeir seint geta stjórnað loftslagi. En þeir geta reynt að hafa áhrif á loftslag með einhverjum róttækum aðgerðum. T.d. er talið að með því að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá sé hægt að koma í veg fyrir að meðalhitastig jarðar fari yfir ákveðin mörk (sjá t.d. Tveggja gráðu markið.)

Undanfarin misseri hafa margir talað um aðrar lausnir við vandamálinu hlýnun jarðar af mannavöldum, þ.e. með Geoengineering (ég hef enga íslenska þýðingu á því hugtaki - uppástungur velkomnar):

The modern concept of geoengineering is usually taken to mean proposals to deliberately manipulate the Earth's climate to counteract the effects of global warming from greenhouse gas emissions (af Wikipedia).

Lauslega þýtt myndi þetta útleggjast "Nútíma hugtakið fyrir geoengineering er venjulega notað um þá tillögu að breyta loftslagi jarðar viljandi sem mótvægi við áhrif hlýnunar jarðar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda."

Ég ætla ekki að ræða það í þessari færslu hvort þessar lausnir eru raunhæfar kostnaðarlega séð, né  hvort þær muni skila tilætluðum árangri, en ég vil þó skipta þessum lausnum niður í tvennt (ég ræði þessa möguleika nánar síðar, en hér er þó allavega stutt yfirlit):

  1. Lausnir sem lúta að því að beita aðferðum til að kæla niður jörðina án þess að minnka það CO2 sem er í andrúmsloftinu.
  2. Lausnir sem lúta að því að vinna CO2 úr andrúmsloftinu og minnka það þannig.

Lausn 1 snýst oftast um það að draga á einhvern hátt úr áhrifum inngeislunar sólar á lofthjúp jarðar (sjá Solar radiation management). T.d. er ein aðferðin sú að dreifa örðum (e. aerosols) út í andrúmsloftið til að varna því að sólarljós nái að hita upp lofthjúpinn (með tilheyrandi mengun). Aðrar aðferðir eru t.d. að búa til ský (sem ég hef efasemdir um þar sem ekki er fullkomlega ljóst hvort ský valdi hlýnun eða kólnun) eða að nota eitthvað sem endurspeglar sólarljós annað hvort þannig að það komist ekki inn í lofthjúpinn eða það sólarljós sem kemur inn endurkastist aftur út úr lofthjúpnum.

Kostir og gallar lausna 1 eru margir og mismunandi eftir aðferð. En aðalkostur lausna í lið 1 er hversu hratt margar af þeim aðgerðum myndu virka (ef aðgerðirnar væru nógu stórtækar), þ.e. áhrifin kæmu því fljótt fram og myndu mögulega koma í veg fyrir að farið yrði yfir einhver mörk í hitastigi (e. tipping point) sem leitt geti til alvarlegri afleiðinga, vegna magnandi svarana (e. positive effect). Aðal gallinn er þó sá að ekki er tekið á öðrum vandamálum svo sem súrnun sjávar en til að það vandamál verði leyst þá þarf að draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið.

Skylt lausnum 1 er að draga úr bráðnun hafíss (Arctic geoengineering) og að dæla köldum djúpsjó upp að yfirborði sjávar með tilheyrandi kælingu.

Lausn 2 snýst um að vinna CO2 úr andrúmsloftinu. Nærtæk dæmi er t.d. aukin skógrækt og framleiðsla á eldsneyti úr CO2. Einnig hefur verið rætt að framleiða lífkol (e. biochar) sem hægt væri síðan að geyma (grafa í jörðu t.d.). Á íslandi hefur verið unnið að verkefni þar sem CO2 er dælt niður í jörðina um borholur, þar sem það binst síðan við basalt.

Kostir og gallar lausna 2 eru einnig mjög mismunandi eftir aðferðum, en helsti gallinn við flestar aðferðirnar eru að áhrifa þeirra er lengi að gæta, með tilheyrandi hættu á að farið yrði yfir fyrrnefnd mörk í hitastigi (e. tipping point). Kosturinn er óneytanlega sá að verið er að vinna á rót vandans, þ.e. CO2 og þar með yrði einnig komið í veg fyrir frekari súrnun sjávar.

 -

Það er spurning hvaða lausnir eru bestar, mögulega er hægt að blanda einhverjar af þeim saman, auk þess að draga mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Líklegt er t.d. talið að það sé ekki nóg að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eitt og sér til að koma í veg fyrir frekari hlýnun, því nú þegar sé komið það mikið af CO2 út í andrúmsloftið til að hætta sé á að farið verði yfir fyrrnefnd mörk (e. tipping point). Enn eiga eftir að koma fram heildarlausnir til varnar þeim breytingum sem eru að verða á loftslagi, með tilheyrandi útdauða lífvera og breytingum á lífsafkomu manna.


Jöklar heims bráðna

Mér datt í hug að gera óformlega könnun á fréttum um bráðnun jökla í heiminum, vísa í tengla hingað og þangað (meðal annars í sjálfan mig).

Í Sviss hefur rúmmál jökla minnkað um 12% síðan 1999.

swiss_533
Rhone jökullinn í svissnesku Ölpunum.

Á Kerguelen eyju sem er sunnarlega í Indlandshafi (lýtur franskri stjórn) hefur rúmmál jökla minnkað um 22 % á síðastliðnum 40 árum.

280px-Kerguelen_Map090807091435
Kerguelan eyja.

Bandarískir jöklar eru líka að hopa, sjá einnig myndband hér.

gl-thumbgl2-thumb
Jöklar í Bandaríkjunum og massabreytingar í þeim.

Ég fjallaði um jökla í Perú í síðustu færslu, en Einar Sveinbjörnsson skrifaði færsluna Loftslagsrannsóknir og jöklar á miðbaugssvæðum fyrir stuttu. Fleiri jöklar í Suður Ameríku fara minnkandi, sjá t.d. færslu Sveins Atla um jökla í Bólivíu, einnig frétt á mbl.is.

Okkur nær, þá hef ég áður minnst á Grænlandsjökul, en massi hans er að minnka um 179 gígatonn á ári.

En jöklar á Íslandi eru líka að minnka, sjá t.d. bloggfærslu Halldórs Björnssonar, en þar eru tvær myndir af Oki báðar teknar í ágúst með nokkurra ára millibili.

Hér fyrir neðan er svo mynd sem sýnir áætlaða bráðnun þriggja jökla á Íslandi:

HB_Liklegt-Islandi_mynd6
Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull (af heimasíðu Veðurstofunnar).

Nýlegar fréttir segja okkur að Snæfellsjökull sé að bráðna hratt, einnig Hofsjökull.

snaefellsjokull-map
Snæfellsjökull er að minnka (af heimasíðu Veðurstofunnar).

Skeiðarárjökull er að þynnast og hopa, svo breytingar hafa orðiða á rennsli Skeiðará. Svo má nefna Breiðamerkurjökul en það er reyndar ekki vitað hvað er í gangi þar og svo má nefna að Drangajökull stækkar (að því er virðist vegna breytingu í úrkomu).

Hér er síðan frétt frá því í febrúar, en þar kemur fram að jöklar um allan heim hafi misst massa og það á auknum hraða undanfarin ár:

Glaciers with long-term observation series (30 glaciers in 9 mountain ranges) have experienced a reduction in total thickness of more than 11 m w.e. until 2007. The average annual ice loss during 1980-1999 was roughly 0.3 m w.e. per year. Since 2000, this rate has increased to about 0.7 m w.e. per year.

Ef skoðaðir eru jöklar heims í heild, þá eru þeir að minnka töluvert:

glacier_thickness
Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC). 

Það er því enginn efi að jörðin er að hlýna og afleiðingar þeirrar hlýnunar er nú þegar farinn að hafa mikil áhrif á jökla heims. Sumir efast enn:

glaciers


Jöklar hitabeltisins

Ég rakst á áhugavert myndband sem fjallar um rannsóknir vísindamanna á jöklum hitabeltisins og þá sérstaklega í Perú.  Aðal áhugi vísindamannanna er að skrásetja jöklasöguna og taka ískjarna sem meðal annars má nota til ýmiss konar túlkana, t.d. á loftslagi. Í Perú er t.d. stærsti jökull innan hitabeltisins, en hann heitir Quelccaya.

Barnett_Glacier_web
Breytingar á Qori Kalis skriðjöklinum sem skríður frá Quelccaya íshettunni í Perú. Efri myndin tekin árið 1978 og hin árið 2002. Jökullinn hopaði um 1100 metra á þeim tíma.

Árið 2002 rákust þeir á gróðurleifar við jökullónið framan við jökulinn á stað sem var nýkominn undan jökli. Gróðurleifarnar voru aldursgreindar og voru um 5200 ára gamlar. Sem sagt síðast þegar jökullinn var jafn lítill og hann er nú var fyrir 5200 árum.

Ég kann ekki að setja þetta myndband inn hér, en það má finna með því að smella Hér.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband