Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
8.1.2010 | 21:34
Annáll - Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn
Við vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir um hátíðarnar.
Á loftslag.is vorum við að birta yfirlit yfir nokkur helstu atriðin í heimi loftslagsvísindanna fyrir árið 2009. Komið er víða við, þó ekki sé t.d. talað mikið um COP15, sem við dekkuðum hér á Loftslag.is þegar ráðstefnan stóð yfir.
Þar má t.d. finna umfjöllun um rannsóknir sem benda til þess að Suðurskautið sé einnig að hlýna, misskilning sem kom upp á árinu um að yfirvofandi væri kólnun jarðar, spáð í rannsóknir á sjávarstöðubreytingum, loftslagsverkfræði, Climategate og fleiri atriði sem fóru hátt í loftslagsfræðum og umræðunni um þau.
Sjá nánar á loftslag.is - Annáll Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn
5.1.2010 | 11:21
Kuldatíð og hnattræn hlýnun
Í nýlegri færslu á loftslag.is er velt upp spurningunni:
Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?
Spurningin virðist stundum koma upp á tímum sem þessum. Það er jú vetur á norðurhveli jarðar og vetri fylgir oftast nær kuldatíð, eins og t.d. Skandinavar og fleiri hafa fundið fyrir undanfarna daga og ekki sér fyrir endan á.
Í færslunni er meðal annars fjallað um muninn á veðri og loftslagi, tíðni kulda- og hitameta og reynt að svara spurningunni hér fyrir ofan.
Sjá á loftslag.is: Kuldatíð og hnattræn hlýnun
![]() |
Spáð yfir 40 stiga frosti í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2010 | 12:54
Kemur okkur öllum við
Á Loftslag.is höfum við orðið varir við að lesendur hafa áhuga á að vita meira um loftslagsbreytingar og hvað vísindin hafa um málið að segja. Þetta er málefni sem að okkar mati kemur okkur öllum við, hvar sem við búum, af hvoru kyninu sem við erum og hvar sem við stöndum pólitískt séð.
Á Facebook síðu Loftslag.is er u.þ.b. 60% meðlima konur, þannig að það rímar við það sem fram kemur í könnun Gallup. Það verður að teljast ánægjulegt að Íslendingar virðast huga meira að loftslagsmálum en áður og vonandi sjáum við frekari sveiflu í þessa áttina á næstu árum.
Til frekari upplýsinga viljum við benda á nokkrar síður af Loftslag.is til frekari fróðleiks:
- Grunnkenningin
- Gróðurhúsaáhrif
- Aðal gróðurhúsalofttegundin
- Sameiginlegt álit vísindamanna
- Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Heitasti áratugur frá því mælingar hófust
- Ásamt fleiru, eins og t.d. mýtur og fréttir
![]() |
Margir hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |