Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Kíkt undir hafísinn

Í stuttmynd sem er á loftslag.is, eftir Rick Morris með Lawrence White sem sögumanni, er okkur gefið innsýn í hvernig vísindastarf fer fram á og undir ísnum á Norðurskautinu. Upptökur fóru fram í október og nóvember 2009, þar sem starfsfólkið var 5 vikur um borð í ísbrjótnum Polar Sea, þar sem þau fengu upplifun lífs síns.

Til að sjá myndbandið, vinsamlega smellið á Kíkt undir hafísinn. 

Tengt efni á loftslag.is:


Massatap Grænlandsjökuls til 2010

Nú nýlega birti NOAA skýrslu sína um Norðurskautið, Arctic Report Card. Í skýrslunni eru ýmsar upplýsingar um stöðu loftslags á Norðurheimsskautssvæðinu. Sérstaklega má benda á þá staðreynd að sumarið 2010 var hitastig á Grænlandi það hæsta frá upphafi mælinga.

[...] 

Sjá nánar, Massatap Grænlandsjökuls til 2010 

Tengt efni á loftslag.is

 


La Nina og veðurfar

Kaldara hitastig í Kyrrahafinu sem tengist La Nina ástandi hafsins þar, gæti haft mikil áhrif á veðurfar í vetur. Í myndbandi frá ClimateCentral.org eru sýnd hugsanleg áhrifa La Nina fyrir veðurfar vetrarins í BNA. Nýjar spár hafa verið gefnar út, þar sem spár gera ráð fyrir hærra hitastigi í vetur (í BNA), með meiri þurrkum í Suðvestri og votari Norðvestri. Þrátt fyrir að hitastig ársins sé það heitasta á heimsvísu hingað til, þá gæti verið að kólnun samfara La Nina (á heimsvísu), muni hafa þau áhrif að minni líkur eru á að 2010 endi sem heitasta árið frá því mælingar hófust. En lítum nú á myndbandið þar sem farið er yfir þetta í örstuttu máli.

Til að sjá myndbandið smellið á eftirfarandi tengil La Nina og veðurfar.

Tengt efni á loftslag.is:


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband