Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Inngeislun sólar síðustu áratugi

Til að halda því til haga, þá má hér undir sjá graf þar sem hitastig og inngeislun sólar eru borin saman.

Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 – 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni – TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD. 

Ítarefni: NASAexplorer – Hitastigið 2009 og Sólin; Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?; Sólvirkni og hitastig; Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar

Tekið af föstu síðunni, Helstu sönnunargögn hér á loftslag.is – þar sem sjá má fleiri sönnunargögn varðandi hlýnun jarðar.

Tengt efni á loftslag.is:


Samfélög trjáa á flakki

Nú þegar mikil hlýnun er að verða á svæðum tempraðra skóga Rússlands, eru samfélög trjáa að færast til norðurs, t.d. hin sígrænu tré rauðgreni og þinur. Á sama tíma þá eru nyrstu samfélögin að hnigna og sérstaklega einkennistegund landsvæðana í norðurhluta Rússlands, lerki.

Vísindamenn frá háskólanum í Virginíu unnu að rannsókninni og komust að því að þessi færsla muni aukast á næstu áratugum vegna grundvallarmismunar á lerki og sígrænum trjám.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Samfélög trjáa á flakki

Tengt efni á loftslag.is

 


Hnattræn hlýnun á 12 mínútum

Endurbirting og uppfært myndband; fyrri útgáfa, Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum. Eitthvað virðist Powell hafa viljað segja betur frá einstökum atriðum og þ.a.l. er myndbandið um 2 mínútum lengra. En myndbandið er fróðleg upptalning á helstu atriðum sem varða loftslagsbreytingar þær sem við upplifum í dag.

Í þessu myndbandi svarar James Powell ýmsum spurningum varðandi hnattræna hlýnun. Hann fer yfir helstu sönnunargögnin varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum. Fyrsta spurningin sem hann veltir upp er: "Er hnattræn hlýnun veruleiki?" Svo lítur hann á ýmsar vísbendingar, mælingar og gögn sem til eru efnið. Í myndbandinu tekst Powell að fara yfir nokkuð magn af efni og gögnum á þeim 12 mínútum sem það varir:

 

Tengdar færslur á loftslag.is


Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

Hafísútbreiðslan á Norðurskautinu virðist hafa náð hinu árlega hámarki þann 7. mars síðast liðinn. Hafíshámarkið í ár jafnaði 2006 sem minnsta hámark til þessa.

[...]

Nánari greining á loftslag.is, Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

Tengt efni á loftslag.is:


Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

Röksemdir efasemdamanna…

Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (Pacific Decadal Oscillation-PDO). Það fer eftir því í hvaða fasa PDO er hvert hitastig jarðar er, á 20-30 ára tímabilum er PDO í kuldafasa og svipaðan tíma í hlýjum fasa.

Það sem vísindin segja…

Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

Kyrrahafssveiflan (The Pacific Decadal Oscillation – PDO) er loftslagsfyrirbæri í Norður Kyrrahafi. Sveiflan er á milli heitari fasa (jákvæð gildi) og kaldari fasa (neikvæð gildi) sem hvor um sig stendur yfir í 10-40 ár. Fasarnir eru í tengslum við yfirborðshita sjávar (sea surface temperatures – SST). Þótt óvíst sé með orsakir PDO sveiflunnar, þá eru afleiðingar einna helst breytingar á sjó í norðaustanverðu Kyrrahafi og breytingar á brautum skotvinda (e. jet stream) í háloftunum.

Athyglisvert er þó að þessar fasabreytingar eru ekki fastur punktur í tilverunni við Kyrrahafið; oft á tíðum koma styttri tímabil hlýrra ára (1-5) inn í köldu fasana og köld ár þegar sveiflan er í hlýjum fasa. Auk þess er skiptingin í “kaldan” og “hlýjan” fasa ekki eins lýsandi og virðist við fyrstu sýn. Kaldi fasinn tengist t.d. mjög háum sjávarhita í Norður-Kyrrahafi (sjá mynd hér fyrir neðan).


Mynd 1: PDO hlýr fasi (vinstri) og kaldur fasi (hægri). Mynd frá JISAO.

[...] 

Færsluna í heild má lesa loftslag.is, Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO) 

Tengt efni á loftslag.is


Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun

Á sama tíma og heimsmarkaðsverð á matvælum er í hæstu hæðum birtist ný grein þar sem sýnt er fram á það (ekki í fyrsta skipti) að hnattræn hlýnun muni í heildina hafa neikvæð áhrif á landbúnað og fæðuframleiðslu manna í heild. Rannsóknin sýnir að við 1°C hlýnun þá mun framleiðsla á maís í Afríku dragast saman.

David Lobell og meðhöfundar (2011) greindu gögn frá yfir 20 þúsund tilraunum með maísuppskeru sem gerðar voru víðsvegar í Afríku milli áranna 1999 og 2007. Þessar tilraunir voru upphaflega hannaðar til að kanna ný afbrigði af maís og virðast þær sérstaklega notadrjúgar til loftslagsrannsókna, þá vegna þess hversu dreifðar þessar tilraunir voru og náðu yfir fjölbreytilegt umhverfi víðsvegar um álfuna. Með samanburði við niðurstöður tilraunanna og upplýsinga frá veðurstöðvum gátu höfundar fundið tengsl milli hlýnunar, úrkomu og uppskerubrests.

Helst kom á óvart að maísplantan, sem er talin óvenju hitaþolin, skyldi sýna jafn mikinn uppskerubrest við hækkun hitastigs þegar hitinn fór yfir 30°C. Á stöðum þar sem vökvun var ákjósanleg, þá þýddi gráðuhækkun yfir 30°C (yfir einn sólarhring) að uppskera minnkaði um 1%. Þar sem aðstæður voru sambærilegar og í þurrkum þá minnkaði uppskeran enn frekar eða um 1,7% að auki við hverja gráðu yfir 30°C.

Höfundar reiknuðu að auki út áhrif þess á uppskeru ef meðalhiti uppskerutímans í heild myndi hækka um 1°C við ákjósanlegar aðstæður og við aðstæður sem minna á þurrka, sjá mynd:

Mynd 1 -mat líkans á áhrifum 1°C hlýnun á uppskeru þar sem hitastig er ákjósanlegar (græn lína) og við þurrk aðstæður (rauð lína). Skyggðu svæðin sýna áætlað 95% öryggisbil.

Í lok rannsóknarinnar var kannað hvaða áhrif aukning um 1°C gæti haft á fæðuframleiðsu í Afríku. Í ljós kom að sum af kaldari svæðum Afríku myndu græða á hækkun hitastigs og framleiðsla aukast, en að meirihluti maísframleiðslusvæða Afríku myndu verða hart úti. Við ákjósanlegar aðstæður vökvunar þá myndi uppskera minnka á 65% þeirra svæða þar sem maísrækt fer nú fram. Ef þurrkar myndu að auki herja á svæðin, þá myndi hnignun verða á öllum svæðum og yfir 20% hnignun á 75% svæðanna.

Vegna þess hversu umfangsmiklar tilraunirnar voru og landfræðileg dreifing þeirra, þá veitir þessi rannsókn okkur bestu sýn, hingað til, á það hvernig maísuppskera mun verða við hlýnandi loftslag. Sambærileg svæði, líkt og Mið- og Suður Ameríka, þar sem maís er fastur liður í fæðu íbúa eru líkleg til að verða hart úti við hækkandi hita, með minnkandi uppskeru á maís.

Þetta er enn ein rannsóknin þar sem mýtan þetta er ekki svo slæmt er hrakin: því svo sannarlega er ástandið slæmt.

Heimildir og ítarefni

Þýðing af færslu á skeptical science – Maize harvest to shrink under Global Warming

Rannsóknin birtist online í tímariti Nature Climate, sjá Lobell o.fl. 2011 – Nonlinear heat effects on African maize as evidenced by historical yield trials

Tengt efni á loftslag.is


Súrnun sjávar - Föstudagsfyrirlestur

Í dag föstudaginn 18. mars verður fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar um súrnun sjávar. Fyrirlesturinn heldur Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Doktorsverkefni hennar lýtur að rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland.

Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar  á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar.  Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar.  Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar.

Staður og tími: Stofa 131 í Öskju – náttúrufræðahúsi HÍ – kl 12:30, föstudaginn 18. mars.

Allir velkomnir

Tengt efni á loftslag.is:


Molar um sjávarstöðu

Hér fyrir neðan er línurit sem sýnir sjávarstöðubreytingar frá því á síðasta kuldaskeiði Ísaldar og fram til dagisns í dag.

Þegar ís síðasta kuldaskeið bráðnaði, þá hækkaði sjávarstaða um hátt í 120 metra á um það bil 8 þúsund árum, eða þar til það hægði skarplega á hækkun sjávarstöðu fyrir um það bil 6 þúsund árum síðan. Á myndina hér fyrir ofan er að auki dregin hallalína núverandi sjávarstöðubreytinga – þ.e. 3 mm á ári, sem er sú sjávarstöðuhækkun sem mæld hefur verið undanfarna tvo áratugi. Þetta er mun meiri sjávarstöðuhækkun en síðustu 6 þúsund ár, en mun minni sjávarstöðuhækkun en var í gangi við lok síðasta kuldaskeiðs.

[...]

Færsluna í heild má lesa á loftslag.is - Molar um sjávarstöðu

Tengt efni á loftslag.is


Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag

Á loftslag.is er nú að finna þýðingu á færslu af heimasíðunni ClimateSight. 

Breytingar fara illa í lífverur Jarðar og loftslagsbreytingar eru eitthvað sem hentar þeim ákaflega illa.  Allir þættir í lífi lífvera veltur á loftslagi, þannig að ef þættir loftslags breytast þá breytist allt annað – t.d. framboð af mati og vatni, tímasetning fars eða dvala, jafnvel geta líkamans til að halda sér gangandi.

Lífverur geta smám saman aðlagast breytingum í umhverfi sínu með þróun, en loftslagsbreytingar eiga það til að gerast of hratt fyrir þær. Þá er það ekki hitastigið sjálft sem skiptir öllu máli, heldur hraði breytinganna. Loðfílar og sverðtígrisdýr lifðu góðu lífi á kuldaskeiði ísaldar, en ef skipt yrði aftur til þessa loftslags á einni nóttu, yrðum við í vandræðum.

Í einföldu máli,  ef loftslagsbreytingar eru nógu miklar, nógu snöggar og á heimsvísu, þá hafa skapast fullkomnar aðstæður fyrir fjöldaútdauða lífvera. Þetta er áhyggjuefni þar sem við lifum mögulega á upphafi hrikalegs tímabils hlýnunar Jarðar, hlýnunar sem er af okkar völdum. Munu okkar gjörðir valda fjöldaútdauða á næstu öldum? Við getum ekki sagt til um þróunina, en við getum kíkt á fortíðina til viðmiðunar.

Hingað til hafa orðið fimm fjöldaútdauðar í jarðsögunni, nokkuð sem líffræðingar kalla Hinir fimm stóru (e. The Big Five).  Þeir urðu í lok Ordóvisían, lok Devon, á mörkum Perm og Trías, í lok Trías og svo Krít-Tertíer. Allir fimm útdauðarnir urðu áður en nánustu forfeður manna höfðu þróast og allir fimm tengjast að einhverju leiti miklum breytingum í loftslagi. Við skulum líta á nokkur dæmi.

 [...]

Hægt er að lesa færsluna í heild á loftslag.is sjá Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag

 

Tengt efni á loftslag.is


Vælubílinn takk

Athyglisvert þykir okkur á loftslag.is hversu langt rebúblikanar seilast í að fá samúð almennings, sjá tilvitnun á mbl.is í fréttinni sem tengt er við: 

Hafa repúblikanar haldið því fram að ekki séu öll kurl komin til grafar í rannsóknum á hlýnun jarðar og hafa sakað leiðandi sérfræðinga í þeim málefnum sem hafa komið fyrir þingnefnd í dag um að vera hrokafulla og tilheyra elítu.

„Þeir reyna bókstaflega að láta menn líta út fyrir að aðhyllast kenningu um flata jörð en þeir eru bara ósammála þeim á vísindalegan hátt,“

Þetta er ekki spurning um að vera ósammála á vísindalegan hátt - til þess að vera ósammála því að grípa eigi til viðeigandi ráðstafana þá þurfa menn að í fyrsta lagi að brjóta ýmsar vísindalegar nálganir - t.d. að líta á öll loftslagsgögn í samhengi. 

Fingraför mannkyns á hina hnattrænu hlýnun eru ýmis og koma úr ólíkum áttum. Það er að okkar mati frekar mikil pólitísk lykt af þessari nálgun repúblíkana. Ef við tökum t.d. einn af þeim sem svokölluðu sérfræðingum (Christopher Monckton) sem repúblíkanar hafa kallað fyrir þingnefnd varðandi loftslagsmál, þá er alveg ljóst að þeir kalla ekki til bestu sérfræðinga varðandi efnið, þegar leita á svara varðandi vísindin. En svona er þetta, hún er skrítin tík, þessi pólitík.

....

Á loftslag.is má lesa um sögu hugmynda og kenninga um loftslagsbreytinga og það hvernig áhrif CO2 var uppgötvað. Þar má einnig lesa um orsakir fyrri loftslagsbreytinga og hvernig vitneskja um fornloftslag styður við þá ályktun og yfirlýsingu vísindamanna að bregðast verði við hnattrænni hlýnun.

Lesa má um grunnatriði kenningarinnar og hvernig mælingar staðfesta kenninguna. Einnig má lesa um það hvernig gróðurhúsaáhrifin eru mæld og Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar.


mbl.is Tekist á um loftslagsvísindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband