Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
29.7.2011 | 13:03
Undarleg hegðun vísindamanna…
Góða helgi og gangið vel um gleðinnar dyr.
...
Innlegg/myndband The Onion News Network má sjá á loftslag.is, Undarleg hegðun vísindamanna
Tengt léttmeti á loftslag.is:
- Mythbusters og gróðurhúsaáhrifin
- Svampur Sveinsson í vandræðum með gróðurhúsaáhrifin
- Snjókoma að vetri!
- Biblíuleg vísindi?
- David Mitchell fjallar um loftslagsbreytingar
- Traust bygging?
21.7.2011 | 09:39
Aðgerðaleysi er ekki góður kostur
Hingað til hefur aðgerðaleysi varðandi loftslagsvandann verið mest áberandi. Það hafa verið haldnar ráðstefnur og fundir þar sem koma fram vilyrði þjóða um aðgerðir. En þegar á hólminn er komið, virðast vilyrðin og áætlanirnar drukkna í einhverri heimatilbúinni pólitík þjóða. En hvað sem öðru líður, þá eru vísindin nokkuð blátt áfram í þessu og það þykir nokkuð ljóst að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig og þar með loftslag, að þessi aukning gróðurhúsalofttegunda er af völdum okkar mannanna og að hitastig jarðar hefur nú þegar hækkað og hlýnuninn lítur út fyrir að halda áfram.
Tengdar færslur á loftslag.is:
- Mælingar staðfesta kenninguna
- Grunnatriði kenningarinnar
- 20 heitustu árin í heiminum frá 1880 (þarna vantar 2010 sem var hlýjast ásamt 2005)
- Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu
- Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010
- Loftslag framtíðar
Ógna öryggi heimsbyggðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2011 | 12:30
Verður algengara á næstu árum
Á síðasta ári tókst í fyrsta skipti að sigla bæði Norðuaustur- og Norðvesturleiðina, eða hringinn í kringum Norðurpólinn, eins og áhöfn Rus ætlar að reyna í ár, sjá nánar Sigling um bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist. Aðstæður í ár eru jafnvel betri til svona siglinga, þar sem hafísinn er minni, en var á sama tíma fyrir ári (miðað við núverandi stöðu). Nánar má lesa um sumarbráðnun hafíss á Norðurskautinu í færslunni, Bráðnun og ástand hafíss í júní krítískur tími framundan. Hafísútbreíðsla í júní í ár var aðeins meiri en í júní í fyrra, en staðan hefur breyst í júlí og er hafísútbreiðslan í augnablikinu undir metárinu 2007. Það er svo sem ekki enn hægt að spá að met falli þetta árið, en þetta er þó hluti þeirra leitni sem hefur verið áberandi í hafísútbreiðslu á undanförnum árum og áratugum, þ.e. minnkandi hafís. Það er því vel hægt að sjá fyrir sér að siglingar í kringum Norðupólinn verði algengari á næstu árum, þar sem ekki virðist annað í stöðunni en að hafísútbreiðslan haldi áfram að minnka á næstunni.
Tengt efni á loftslag.is:
- Bráðnun og ástand hafíss í júní krítískur tími framundan
- Hafíshámarkinu náð Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga
- Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Tag Hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Ætla í kringum Norðurpólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2011 | 21:28
RÚV – Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Breskur fréttaskýringaþáttur um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Á liðnum árum hefur hart verið deilt um loftslagsbreytingar og vísindin sem notuð eru til að mæla þær og meta. Í þættinum er leitað svara við því hvað við vitum í rauninni um loftslagið og áhrif þess á okkur. Þótt yfirvöld, vísindamenn og baráttufólk haldi því fram að loftslagið í heiminum sé að breytast er eins og margir trúi því hreinlega ekki að hnattræn hlýnun sé staðreynd. Talað er við vísindamenn sem eru á öndverðum meiði um málið og athugað hvað þeir geta verið sammála um og þar kemur sitthvað á óvart.
Eftir að hafa kynnt mér þetta lítillega, þá skilst mér að það verði rætt við þá John Christy og Björn Lomborg frá hlið efasemdamanna, en m.a. eiga þeir Bob Watson and Bob Ward að koma fram fyrir hönd þeirra sem telja að gróðurhúsavandinn sé raunverulegur, sjá nánar á vef BBC. Einnig er rætt við fleiri, m.a. loftslagsvísindamanninn Michael Mann, svo einhver sé nefndur. Þetta er einungis 30 mínútna þáttur og er því erfitt að sjá fyrir sér að spurningum varðandi þessi mál verði svarað svo vel sé, en þetta getur væntanlega orðið fróðlegt. Hér undir má sjá stutt brot úr þættinum (reyndar u.þ.b. 1/6 úr honum, þar sem um stuttan þátt er að ræða), en þarna er komið inn á villu IPCC varðandi jöklana í Himalaya og hið svokallað climategatemál, vonandi ná þeir að útskýra það nánar í þættinum spurning líka hvort þeir nefni augljósar villur efasemdamanna í leiðinni..? Merkilegt reyndar að þátturinn virðist hafa verið kallaður Whats up with the weather? í Bretlandi, sem er strax dáldið merkilegt, miðað við að umfjöllunarefnið eru loftslagsbreytingar. En allavega, þá mun ég horfa á þáttinn og vonandi gefst mér tækifæri á að skrifa eitthvað um hann síðar.
[...]
Myndbandið má sjá á loftslag.is, RÚV Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Tengt efni á loftslag.is:
- Climategate Nú ár er liðið skandallinn sem ekki varð
- Tag Climategate
- Mælingar staðfesta kenninguna
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2011 | 12:54
Víngerðarmenn í vanda
Hækkandi hitastig mun valda því að ræktendur hágæðavínviðja í Kaliforníu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum munu lenda í vandræðum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Stanford Háskóla gerðu.
[...]
Nánar á loftslag.is - þar sem einnig má sjá stutt myndband, Víngerðarmenn í vanda
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar með augum bænda
- Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun
- Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar
- Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
3.7.2011 | 18:44
Hvað er líkt með banana og kolamola?
Dr. Peter Griffith sem er vísindamaður hjá NASA, fjallar hér um kolefnishringrásina á einfaldan hátt og tekur sem dæmi banana og kolamola.
[...]
Sjá myndband á loftslag.is, Hvað er líkt með banana og kolamola?
Fleiri myndbönd á loftslag.is
1.7.2011 | 09:55
Dr. Jeff Masters um öfga í veðri
Hann segir meðal annars (lauslega þýtt):
Á hverju ári er óvenjulegt veður einhvers staðar á jörðinni. Met sem hafa staðið í áratugi falla. Flóð, þurrkar og stormar hafa áhrif á milljónir manna og óvenjulegt veður í sögu manna getur orðið. En þessi rússibanaferð öfgafulls veðurs árið 2010 hefur, að mínu mati, gert það ár að óvenjulegasta ári frá því áreiðanleg hnattræn gögn um efri lofthjúp jarðar (e. global upper-air data) voru fáanleg í lok fimmta áratugsins. Aldrei á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem veðurfræðingur hef ég orðið vitni að ári líku 2010 hinn ótrúlegi fjöldi veðurhamfara og óvenjulegar sveiflur í vindafari jarðar er ólíkt öðru sem ég hef séð.
Í yfirliti hans er þetta markverðast fyrir árið 2010 að hans mati:
- Heitasta ár jarðar frá því reglulegar mælingar hófust (í lok 19. aldar)
- Öfgafyllsta vindakerfi norðurskauts fyrir vikið óvenjuöfgafullur vetur sérstaklega í norðurhluta Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna
- Hafís norðurskautsins: lægsta rúmmál í sögu mælingaa og þriðja lægsta útbreiðsla
- Met í bráðnun Grænlandsjökuls og óvenjulega stór borgarísjaki losnaði
- Önnur mesta sveifla frá El Nino og yfir í La Nina
- Annað versta ár í bleikingu kóralla (e. coral bleaching)
- Blautasta árið yfir landi
- Hitabeltisskógar Amazon lentu í annað skipti á fimm árum, í þurrki sem á ekki að verða nema á 100 ára fresti
- Minnsta virkni hitabeltislægða frá því mælingar hófust
- Óvenjuvirkt fellibyljatímabil í Atlantshafi, þriðja virkasta
- Í Suður Atlantshafi myndaðist fellibylur sem er mjög sjaldgæft
- Öflugasti stormur í sögu suðvestur Bandaríkjanna
- Öflugasti stormur fjarri strandríkjunum í sögu Bandaríkjanna
- Veikasti monsúntími í austur Asíu og síðastur að enda
- Engin monsúnlægð í suðvestur monsún Indlands í annað skipti í 134 ár
- Flóðin í Pakistan: verstu náttúruhamfarir í sögu Pakistan
- Hitabylgjan í Rússlandi og þurrkar: mannskæðasta hitabylgja í sögu mannkyns
- Úrhellisrigningar í Ástralíu valda mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu
- Mesta úrhelli í sögu Kólumbíu valda verstu flóðahamförum í sögu þess
- Úrhelli varð með samsvarandi flóði í Tennessee Bandaríkjunum, sem tölfræðilega verða bara einu sinni á þúsund ára fresti
Heimildir og ítarefni
Bloggfærsla Dr. Jeff Masters: 2010 2011: Earths most extreme weather since 1816?
Tengt efni á loftslag.is
- Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
- Tengsl milli loftslagsbreytinga og öfgaveðurs?
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Óvenjulegt veður árið 2010