Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
29.8.2011 | 11:20
Samhljóða álit vísindamanna sterkt
Endurbirting á frétt frá því í fyrra
Í fyrra birtist grein í PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) þar sem staðfest er samhljóða álit (e. consensus) loftslagsvísindamanna að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og séu af völdum manna (Anderegg o.fl. 2010).
Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit - því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Höfundar segja enn fremur (lauslega þýtt):
Þrátt fyrir að fjölmiðlar leitist við að sýna báðar hliðar rökræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem getur leitt til misskilnings meðal almennings um hvar sú rökræða stendur, þá eru ekki allir loftslagsvísindamenn jafnir hvað varðar vísindalegan trúverðugleika og sérfræðiþekkingu á loftslagskerfum.
Þá benda höfundar á að þessi umfangsmikla greining á þeim sem eru framarlega í loftslagsvísindum bendi til þess að umræða í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna, sem og almenn umræða, ætti að taka mið af þessu þegar verið er að fjalla um loftslagsmál.
Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir af svipuðu meiði, en Doran o.fl. (2009) komust að svipaðri niðurstöðu, sjá t.d. mýtuna Vísindamenn eru ekki sammála, en þar segir meðal annars:
Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna. Doran o.fl. 2009
Heimildir og ítarefni
Anderegg o.fl. 2010 - Expert credibility in climate change
Doran o.fl. 2009 - Examining the Scientific Consensus on Climate Change
Tengt efni af loftslag.is
- Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum
- Mælingar staðfesta kenninguna
- Hagfræði og loftslagsbreytingar
- Um loftslagsfræðin
Fleiri hafa áhyggjur af hlýnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2011 | 09:02
Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti
Vísindamenn frá Kalíforníu hafa í fyrsta skipti kortlagt hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu og jökulstrauma þess, en þar eru um 90 % af öllum ís sem finnst á jörðinni. Þeir notuðu gögn frá gervihnöttum sem Evrópuþjóðir, Kanada og Japan höfðu aflað.
[...]
Nánar á loftslag.is, þar sem einnig má sjá stutt myndskeið; Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti
Tengt efni á loftslag.is
- Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar
- Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?
- Íshellur Suðurskautsins brotna upp
- Molar um sjávarstöðu
- Gestapistlill: Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna
- Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða
26.8.2011 | 10:42
Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
Frétt af vef Veðurstofunnar:
Samfelldar mælingar á styrk CO2 (koltvísýrings) í lofthjúpnum hófust árið 1957 á suðurpólnum og árið 1958 á Mauna Loa á Hawaii. Þessar mælingar sýndu fljótlega að styrkur CO2 í lofti jókst ár frá ári og var aukningin sambærileg í hitabeltinu og á suðurpólnum.
Við upphaf mælinga var styrkurinn um 315 ppm en árið 2010 var hann orðinn um 390 ppm*. Mælingar á magni CO2 í loftbólum í ískjörnum sýna að fyrir daga iðnbyltingarinnar var styrkurinn í lofthjúpnum um 280 ppm; nokkur árstíðasveifla var í styrknum og útslag hennar meira en í hitabeltinu.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
Tengt efni á loftslag.is
- Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010
- Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
- Hvað er líkt með banana og kolamola?
23.8.2011 | 11:19
Hraðir flutningar, hærra og lengra
Í Science birtist nýlega grein um rannsókn, þar sem sýnt er fram á tengsl milli hinnar hnattrænu hlýnunar og flutning plantna og dýra til hærri breiddargráða og upp í meiri hæð yfir sjávarmál. Að auki kom í ljós að lífverur flytjast um set, um tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en áður var talið.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Hraðir flutningar, hærra og lengra
Tengt efni á loftslag.is
- Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum
- Tröllakrabbinn ágengur við Suðurskautslandið
- Stöðuvötn hitna
- Samfélög trjáa á flakki
- Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja
19.8.2011 | 08:46
Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
Árið 1859 gerði eðlisfræðingurinn John Tyndall tilraun sem sýndi fram á gróðurhúsaáhrifin. Sýnilegt ljós fer auðveldlega í gegnum lofthjúpinn til að hita upp jörðina. Annað mál gegnir um hina ósýnilegu innrauðu varmageislun sem kemur frá yfirborði jarðar. Hún sleppur ekki svo auðveldlega út í geim. Í tilraunastofu sýndi Tyndall, með því að senda hitageislun í gegnum lofttegundir, t.d. vatnsgufu og koldíoxíð (CO2), að sumar lofttegundir hindra varmageislun. Þær hafa verið kallaðar gróðurhúsalofttegundir.
Tyndall spáði einnig fyrir því hvað myndi gerast ef gróðurhúsalofttegundir myndu valda hlýnun (Tyndall 1861). Búast má við sérstöku mynstri í hinni hnattrænu hlýnun, ef hún er af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda. Mælingar á þeim mynstrum styrkir vísbendingar um að mannkynið sé að valda þeirri hlýnun - auk þess sem þau útiloka náttúrulegar ástæður. Við skulum líta á hin fjölmörgu fingraför mannkyns á breytingum loftslags:
Á loftslag.is má lesa afganginn af þessari færslu, sjá Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
Tengt efni á loftslag.is
- Áhrif CO2 uppgötvað
- Mælingar staðfesta kenninguna
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
- 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
- Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
- Gróðurhúsaáhrifin mæld
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2011 | 12:53
Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar
Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.
Margt bendir til þess samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.
Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar
Tengt efni á loftslag.is
- Massabreytingar Grænlandsjökuls
- Íshellur Suðurskautsins brotna upp
- Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?
- Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða
- Heitur sjór streymir í Norður-Íshafið
9.8.2011 | 12:36
Tíðni hitabylgja að aukast í Bandaríkjunum?
Eitt af því sem vísindamenn spá að muni aukast við þær loftslagsbreytingar sem nú eru að verða eru hitabylgjur. Mikil hitabylgja gengur nú yfir Suðurríki Bandaríkjanna sem eru í góðu samræmi við það sem vísndamenn segja. Af því tilefni rifjum við upp færslu af loftslag.is frá því í fyrra:
Óvenjulangar hitabylgjur og óvenjumikill hiti gæti orðið algengur í Bandaríkjunum á næstu 30 árum, samkvæmt nýlegri rannsókn.
Við rannsóknina voru notaðar umfangsmiklar keyrslur á þriðja tug mismunandi loftslagslíkana, þar sem könnuð var sú sviðsmynd að losun CO2 í andrúmsloftinu myndi auka hnattrænt hitastig jarðar um 1°C frá 2010-2039 - sem þykir frekar líklegt samkvæmt IPCC. Höfundar greindu hitagögn fyrir Bandaríkin milli áranna 1951-1999. Markmið þeirra var að finna lengstu hitabylgjurnar og heitustu árstíðina fyrir seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Þær greiningar voru keyrðar í loftslagslíkönum, meðal annars inn í RegCM3 sem er loftslagslíkan með mikilli upplausn og líkir eftir hitastigi frá degi til dags á litlu svæði (25x25 km).
Samkvæmt niðurstöðunni, þá munu hitabylgjur - svipaðar og þær lengstu á tímabilinu 1951-1999 - verða allt að fimm sinnum milli áranna 2020-2029 á hluta vesturstrandar og miðríkja Bandaríkjanna. Á milli 2030-2039 verða þær enn viðameiri og algengari.
Höfundar spá einnig mikilli aukningu í óvenjulegu árstíðabundnu hitastigi á áratugnum sem nú er hafinn, en hitastig sem jafnast á við heitustu árstíðina frá 1951-1999 gæti orðið allt að fjórum sinnum fram til ársins 2019 yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Auk þess töldu höfundar líklegt að dagleg hitamet verði tvisvar sinnum algengari á fjórða áratug þessarar aldar en milli áranna 1980-1999.
Fyrir áratuginn 2030-2039, gæti stór hluti Bandaríkjanna orðið vitni að allavega fjórum árstíðum á áratug, sem verða jafn heit og heitasta árstíðin á tímabilinu 1951-1999. Í Utah, Colorado, Arizona og Nýju Mexíkó gætu mjög heitar árstíðir á áratug orðið allt að sjö.
Einn aðalhöfunda segir um niðurstöðuna: "Á næstu 30 árum, gætum við séð aukningu á tíðni hitabylgja líka þeirri sem gengur nú yfir Austurströnd Bandaríkjanna (byrjun júlí) eða líka þeirri sem reið yfir Evrópu árið 2003 og olli tugum þúsunda dauðsfalla. Hitabylgjur sem þær, valda einnig töluverðu álagi á ræktun korns, sojabauna, baðmullar og vínberja, sem getur valdið uppskerubrest." Við þetta bætist að líklegt er talið að breytingar í úrkomu og raka jarðvegs eigi eftir að versna til muna þegar líður á öldina og muni það magna upp afleiðingar hitabylgjanna - þ.e. að meira verði um þurrka og skógarelda í náinni framtíð.
Miðað við fyrrnefnda sviðsmynd, yrði hnattrænn hiti eftir 30 ár um 2°C heitari en fyrir iðnbyltinguna. Margir hafa talið það ásættanlegt markmið til að komast hjá verstu afleiðingum hlýnunar Jarðar (sjá Tveggja gráðu markið). Samkvæmt þessari rannsókn þá munu svæði í Arizona, Uta, Colorado og Nýju Mexíko verða fyrir allavega 7 hitabylgjum á tímabilinu 2030-2039 - hitabylgjum jafn heitum og þær verstu frá árinu 1951-1999. Þar með telja höfundar að mörg svæði Bandaríkjanna muni verða fyrir alvarlegum afleiðingum hlýnunar Jarðar, þrátt fyrir að tveggja gráðu markið myndi nást.
Heimildir og ítarefni
Unnið upp úr frétt af heimasíðu Stanford háskólans: Heat waves and extremely high temperatures could be commonplace in the U.S. by 2039, Stanford study finds
Diffenbaugh, N.S. and Ashfaq, M., Intensification of hot extremes in the United States, Geophysical Research Letters, doi:10.1029/2010GL043888, in press.
Tengdar færslur á loftslag.is
- Þurrkar framtíðar
- Hitabylgjur í Evópu
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Myndband: Tveggja gráðu markið
- Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum
- Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Suðurríkin setja hitamet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2011 | 10:44
Hlýnun eða kólnun - Hitastig í júlí - Gestapistill
Síðustu tvær færslur á loftslag.is hafa fjallað um hitastig. Sú fyrri um hitastig í veðrahvolfinu í júlímánuði og þróun þess, ásamt túlkunum á sveiflum í þeim mælingum. Sú síðari er fróðlegur gestapistill eftir Emil Hannes Valgeirsson.
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is:
- Hitastig í veðrahvolfinu í júlí og þróun hitastigs á þeim slóðum
- Er heimurinn að hlýna eða kólna? (Gestapistill)