Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
15.4.2012 | 22:42
Rangfærslum haldið til haga
Mbl.is tekst að klúðra þýðingu á frétt BBC. Í frétt BBC er sagt frá rangfærslu varðandi bráðnun jökla í Himalaya og ártalið 2035, sem við á loftslag.is höfum meðal annars sagt frá áður, sjá tengla hér undir.
Það er í raun merkilegt að eftirfarandi orð á BBC;
The response of Himalayan glaciers to global warming has been a hot topic ever since the 2007 report of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), which contained the erroneous claim that ice from most of the region could disappear by 2035.
séu þýdd á þessa veru á mbl.is:
Rannsóknir sýna að jöklar í Himalaya eru að minnka og raunar benda rannsóknir til að þeir kunni að vera horfnir að mestu árið 2035.
Þetta er rangfærsla sem ekki þarf að halda á lofti og er dæmi um frekar sljóa fréttamennsku að gera ekki betri þýðingu en þetta á þessari annars merkilegu frétt af BBC, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
...though it is well known from studies in other parts of the world that climate change can cause extra precipitation into cold regions which, if they are cold enough, gets added to the existing mass of ice.
Hitt er svo annað mál að það segir ekki mikið varðandi hnattræna hlýnun þó sumir jökla Asíu stækki. Það þarf t.d. að taka tillit til afkomu jökla í heild, ef það á t.d. að skoða áhrif hnattrænnar hlýnunar, sem einhverjir vilja tengja þessa frétt við.
Tengt efni á loftslag.is:
- Eru jöklar að hopa eða stækka?
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Vangaveltur varðandi mistök IPCC
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
Sumir jöklar í Asíu að stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2012 | 22:39
Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
Mikil styrkaukning á CO2, þá aðallega úr úthöfum á Suðurhveli Jarðar, er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Nature. Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu ráðandi styrkur CO2 er í hitabúskap jarðarinnar.
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
---
Tengt efni á loftslag.is
- Gögn sem sýna að meira CO2 veldur hlýnun
- Áhrif CO2 uppgötvað
- Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag
- Hvað segja rannsóknir á fornloftslagi okkur?