Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Auknir veðuröfgar breyta almenningsáliti í Bandaríkjunum

hitamaelir_forsida-300x177 Samkvæmt nýrri skoðunarkönnun þá eru 70 % bandaríkjamanna sammála fullyrðingum um að hnattræn hlýnun sé að hafa áhrif á veður í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hefur stuðningur á mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum aukist til muna.

Samkvæmt könnuninni þá eru 60 % Bandaríkjamanna líklegri til að kjósa frambjóðendur sem eru meðfylgjandi breytingum á skattakerfinu sem myndi auka skatta á jarðefnaeldsneyti.  Við könnunina voru Bandaríkjamönnum skipt niður í sex flokka, frá þeim sem höfðu verulegar áhyggjur og yfir í þá sem höfðu engar áhyggjur af hnattrænni hlýnun jarðar. Þeir þrír hópar sem höfðu áhyggjur töldu líklegt að með hópþrýstingi væri hægt að hafa áhrif á þingmenn varðandi viðbrögð við loftslagsbreytingum.

Óhætt er að segja að um töluverða viðhorfsbreytingu sé að ræða – hvort hún sé komin til að vera á eftir að koma í ljós.

Heimildir og ítarefni

Yale Project on Climate Change Communication: Global Warming’s Six Americas in March 2012 and November 2011

RÚV: Hitinn í Bandaríkjunum drepur

Tengt efni á loftslag.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband